Viðburðir framundan
  • Þjóðminjasafn Íslands

Stofnun lýðveldis á Íslandi. Sunnudagsbíó fyrir þjóðina.

  • 13.10.2024, 14:00 - 15:30, Þjóðminjasafnið á Suðurgötu

Þá er komið að því! Þann 13. október verður sýnd kvikmynd sem íslenska ríkið lét taka við stofnun lýðveldis á Íslandi árið 1944. Framleiðsla myndarinnar átti eftir að draga dilk á eftir sér og varð hún helst þekkt fyrir það að vera nánast ónothæf til sýninga um þennan merkilega viðburð. En eftir sem áður er myndin ómetanleg heimild um lýðveldisstofnunina.

Sýnd verður upprunaleg útgáfa myndarinnar, sem hefur ekki sést opinberlega í heild sinni í áratugi.

Í fyrirlestri í kjölfar sýningarinnar fer Gunnar Tómas Kristófersson, sérfræðingur rannsókna á Kvikmyndasafni Íslands, yfir bann við starfi ljósmyndara á hátíðarsvæðunum, tilurð myndarinnar og dræmar viðtökur hennar. Myndin átti að vera heimild um þennan merka dag, en endaði á því að vera heimild um ansi viðamikið klúður við upptökur á stofnun lýðveldis á Íslandi.

Myndin er um 60 mínútur að lengd og fyrirlesturinn um 20 mínútur. Hægt verður að kaupa veitingar á kaffihúsi, við mælum með kaffi og kleinu. 

Sunnudagsbio