Viðburðir framundan

Tæknin tekin með trukki

  • 14.10.2018, 14:00 - 14:45, Þjóðminjasafnið á Suðurgötu

Stefán Pálsson, sagnfræðingur, talar um tæknivæðingu á 20. öld og dregur fram ýmsar skondnar hliðar og það sem séríslenskt má teljast í þeim efnum. Leiðsögnin er ókeypis og öllum opin. Hún fer fram á íslensku og hefst kl. 14 sunnudaginn 14. október. Verið öll velkomin.

Á 100 ára fullveldisafmæli Íslands stendur Þjóðminjasafn Íslands fyrir sérstakri dagskrá á sýningum safnsins á Suðurgötu. Valinkunnir einstaklingar, sem þekktir eru fyrir störf sín í þágu samfélagsins, veita leiðsögn og ræða við safngesti um hugðarefni sín.