COVID-19

Covid 19 - jólasveinadagskrá

2.12.2021

Kæru gestir, íslensku jólasveinarnir mæta eins og vanalega á Þjóðminjasafnið kl. 11 frá og með 12. desember og fram á aðfangadag. 

Eftirfarandi reglur gilda á jólasveinadagskránni okkar:

  • Hraðpróf - Allir gestir fæddir árið 2015 eða fyrr, þurfa að framvísa neikvæðri niðurstöðu úr hraðprófi (ekki eldri en 48 klst.). 
  • Vottorð um Covid 19 sýkingu -  Í stað hraðprófs geta gestir sýnt vottorð um Covid-19 sýkingu (eldri en 14 daga og yngri en 180 daga).
  •  Grímuskylda er á safninu fyrir alla gesti sem fæddir eru 2005 og fyrr. 

 

Skráning í hraðpróf vegna viðburða

Við hvetjum gesti til að mæta tímalega á viðburðinn og gæta vel að persónulegum sóttvörnum.  Hlökkum til að taka á móti ykkur!