COVID-19
Takmarkanir vegna Covid-19 sem gilda frá og með 23. desember 2021
Almennar fjöldatakmarkanir verða 20 manns og nándarregla 2 metrar í stað 1 með ákveðnum undantekningum. Reglugerð þessa efnis tekur gildi fimmtudaginn 23. desember og gildir í þrjár vikur.
- Almennar fjöldatakmarkanir 20 manns og börn ekki undanskilin.
- Nándarregla 2 metrar. Börn fædd 2016 og síðar eru undanþegin. Á veitingastöðum og meðal gesta á sitjandi viðburðum er nándarregla 1 metri milli sitjandi gesta.
- Grímuskylda: Almennt er skylt að nota grímu ef ekki er hægt að virða 2 metra regluna og skylt er að bera grímu í verslunum og verslunarmiðstöðvum. Börn fædd 2006 og síðar eru undanþegin grímuskyldu.
- Verslanir og söfn mega taka á móti 50 manns í hverju hólfi að börnum meðtöldum. Fyrir hverja 10 m² má bæta við fimm viðskiptavinum að hámarki 500 manns. Grímuskylda er í verslunum og verslunarmiðstöðvum.
- Hraðprófsviðburðir: Með notkun hraðprófa er heimilt að halda skipulagða viðburði fyrir allt að 200 manns í sóttvarnahólfi.
- Sitjandi viðburðir án hraðprófa: Hámarksfjöldi 50 manns. Sem dæmi má nefna sviðslistaviðburði, kvikmyndasýningar, íþróttaviðburðir og sitjandi athafnir trú- og lífskoðunarfélaga.