Hópar

Skólahópar

Boðið er upp á fjölbreytta og skemmtilega dagskrá fyrir skólahópa þar sem hægt er að finna eitthvað við hæfi hvers aldursstigs.

Fræðslustarf Þjóðminjasafnsins er einn af hornsteinum safnstarfsins og er heimsókn skólahópa í safnið lögum samkvæmt nemendum og skólum að kostnaðarlausu. Dagskrá safnfræðslu er miðuð við Aðalnámskrá hvers skólastigs og einnig er námsefni sem kennt er í skólum haft til hliðsjónar til að fræðslan nýtist sem best í skólastarfinu. Markmiðið er að bæði sýningar og safnkostur séu gestum til fróðleiks, skemmtunar og örvunar.