Grunnskólar

Ljósmyndasýningar: Spessi 1990 - 2020 og Bakgarðar

  • 27.3.2021 - 29.8.2021 Myndasalur - Þjóðminjasafnið á Suðurgötu

Tekið er á móti skólahópum á ljósmyndasýningarnar Spessi 1990 – 2020 og Bakgarðar í Þjóðminjasafni Íslands við Suðurgötu.

Safnkennari tekur á móti hópunum og veitir kynningu á sýningunum ef óskað er. Hafið samband í gegnum netfangið kennsla@thjodminjasafn.is til þess að bóka eða undirbúa heimsókn.

Spessi

Talsvert hefur birst í fjölmiðlum um sýningu Spessa og eru hlekkir á þær umfjallanir hér að neðan. Auk þess hefur safnfræðsla Þjóðminjasafns tekið upp nokkur myndbönd með Spessa að tala um valin verk á sýningunni. Myndband með hugleiðingum sýningarstjóra er einnig í vinnslu og verður sett á heimsíðu fljótlega. Hér er því nægt efni til fyrir nemendur að öðlast djúpa sýn á listamanninn, með eða án heimsóknar í safnið.

Samtímaljósmyndarinn Spessi - Sigurþór Hallbjörnsson - hefur skapað sér einstakan stíl á sviði fagurfræðilegrar ljósmyndunar. Í verkum hans birtist iðulega blákaldur veruleikinn, ekkert fegrað og ekkert dregið undan sama hvort myndefnið er manneskjan eða umhverfið. Val hans og efnistök eru gjarnan ögrandi en samtímis gædd mannúð og kímni. Sjá nánari upplýsingar um sýninguna hér:  Spessi 1990 - 2020

 

 

 

 

Listamaður: Spessi, spessi.com

Sýningastjóri: Linda Ásdísardóttir

Umfjöllun fjölmiðla: "Einhver lína í gegnum þetta allt" Morgunblaðið 27.3.2021

Hin hrjúfa fegurð Spessa. Menning á RÚV 12.4.2021

Ég vil sýna hlutina eins og þeir eru. Fréttablaðið 1.4.2021

Blákaldur veruleiki Spessa. Stundin 7.4.2021

Spessi. Víðsjá 25.3.2021

Sir Arnar Gauti. Hringbraut 8.4.2021

Lestarklefinn. RÚV útvarp 14.5.2021. (Byrjar á 20. mín.)

Samhliða sýningunni Spessi 1990 – 2020 gefur Þjóðminjasafnið út samnefnda bók. Hún gefur fyllra yfirlit yfir þrjátíu ára ljósmyndaferil Spessa. Í bókinni skrifar Jón Proppe um listamanninn og Eiríkur Örn Nordal skrifar skáldlegar hugleiðingar út frá verkunum.

Bakgarðar

Bakgarðar, skúrar, þvottasnúrur og einstaka köttur. Ljósmyndarinn Kristján Magnússon (1931-2003) skoðar með linsunni þröngt afmarkað svæði í borgarumhverfi; eingöngu staði bakatil í íbúðarbyggð í eldri hluta Reykjavíkur. Hann fangar í mynd nær mannlaus rými sem virðast þaulskipulögð þrátt fyrir óreiðukennt umhverfi. Ljósmyndaröðin ber sterk einkenni stílbragðs Kristjáns sem var reyndur auglýsingaljósmyndari. Sjá nánari upplýsingar um sýninguna hér:  Bakgarðar