Þættirnir

Fjórir krakkar eiga að vinna skólaverkefni um víkingatímabilið á Þjóðminjasafninu en leysa í staðinn ævafornan víking úr álögum. Krakkarnir þurfa að leysa sérstakar víkingaþrautir til að hjálpa víkingnum að komast til Valhallar - þangað sem fallnar víkingahetjur fara eftir að hafa dáið í bardaga.

Lesa meira

Þrautirnar

Sjónvarpsþættirnir Víkingaþrautin segja frá ævintýrum Ellu, Jóa, Kalla og Selmu. Þau heimsækja Þjóðminjasafnið til að vinna skólaverkefni en flækjast inn í spennandi atburðarás þar sem þúsund ára gamall víkingur og goðafræði spila stórt hlutverk. Gestum safnsins býðst að feta í fótspor krakkanna, skoða gripina sem koma fyrir í þáttunum og spreyta sig við að ráða þrautirnar.

Lesa meira