Víkingaþrautin

Víkingaþrautin

  • 24.11.2020 - 31.5.2021 Þjóðminjasafnið á Suðurgötu

Allir forvitnir og ævintýragjarnir krakkar ættu að leggja leið sína í Þjóðminjasafnið og feta í fótspor Ellu, Jóa, Kalla og Selmu úr sjónvarpsþáttunum Víkingaþrautin í Stundinni okkar. Fjórmenningarnir áttu að vinna skólaverkefni í Þjóðminjasafninu en leystu í staðinn óvænt ævafornan víking úr álögum! Til að hjálpa víkingnum að komast til Valhallar, stað hinna föllnu hetja, þurftu þau að leysa sérstakar víkingaþrautir og ráða rúnagátur. Um leið komust þau að því hver það var sem hneppti víkinginn í álög. Hver ætli það sé?

Í Þjóðminjasafninu er örsýning sem byggir á efni þáttanna. Gestum býðst að skoða gripina sem koma fyrir í þáttunum, spreyta sig við að ráða rúnir og máta búninga í anda víkingatímans.

Þættirnir voru sýndir í Stundinni okkar á RÚV frá 4. október til 8. nóvember 2020. Þeir eru aðgengilegir á vef KrakkaRúv.