Vorfundarskráning

Vorfundur 2018

Ljósmyndir og varðveisla þeirra

Þjóðminjasafn Íslands boðar til árlegs vorfundar fyrir menningarminjasöfn.  Fundurinn mun fara fram í fyrirlestrasal safnsins þann 24. apríl næst komandi kl. 10-15. Þema fundarins eru ljósmyndir og varðveisla þeirra.

Sérstakur gestafyrirlestari fundarins verður Elizabeth Edwards mannfræðingur. Hún nefnir fyrirlestur sinn Photography in the Museum Ecosystem. Elizabeth starfar nú sem gestaprófessor við rannsóknarstofnun Victoria and Albert Museum í London en á að baka fjölbreyttan feril tengdan ljósmyndun og rannsóknum á þeim. Hún var safnvörður ljósmynda og lektor við Pitt Rivers Museum/University of Oxford en sneri sér síðan alfarið að fræðilegum störfum.

Aðrir fyrirlesarar eru: Hrefna Róbertsdóttir sagnfræðingur, Hörður Geirsson safnvörður, Kristín Halla Baldvinsdóttir safnafræðingur, Linda Ásdísardóttir safnafræðingur, Sigrún Jóhannsdóttir lögfræðingur, Ragnheiður Pálsdóttir safnafræðinemi og Vala Gunnarsdóttir fagstjóri Sarps.  

Dagskrá

10:00  Margrét Hallgrímsdóttir býður gesti velkomna

10:05  Elizabeth Edwards - Photography in the Museum Ecosystem

11:05  Linda Ásdísardóttir – Heimildaljósmyndari – samtímaljósmyndari. Ljósmyndin sem hluti af safnastarfi

11:30  Hörður Geirsson – Rannsókn á myndum frá tíma votplötunnar í íslenskum söfnum

12:00-13:00  Hádegishlé

13:00  Hrefna Róbertsdóttir- Ljósmyndir sem gripir og ljósmyndir sem skjöl. Er munur á meðhöndlun aðfanga

13:15  Ragnheiður Pálsdóttir - Útópía og framleiðsla sannleikans - Ljósmyndin sem áróðurstæki

13:30  Vala Gunnarsdóttir – Ljósmyndir í Sarpi – Botninn á ísjakanum

13:50  Kristín Halla Baldvinsdóttir – Þurfum við að geyma þetta allt? Stýring á magni aðfanga inn í ljósmyndasöfn með grisjun og samstarf í huga

14:10  Sigrún Jóhannsdóttir - Birting ljósmynda af fólki – hvað má og hvað ekki?

Í lok fundar verður boðið upp á kaffi í myndasal Þjóðminjasafns, þar sem fundargestir geta haldið umræðum áfram.


Skráning á vorfund Þjóðminjasafns Íslands

Til að fyrirbyggja ruslpóst: