Jóladagskrá Þjóðminjasafnsins
Þjóðminjasafn Íslands kynnir jóladagskrána sem hefur fylgt landsmönnum í gegnum þrjár kynslóðir, en hún er orðin fastur liður í jólaundirbúningi fjölmargra fjölskyldna á höfuðborgarsvæðinu. Barna- og fjölskyldurýminu hefur verið fært í jólabúning og er nú tilbúið til að taka á móti jólasveinum, Grýlu og Leppalúða, jólaskellunum og öðrum jólagestum! Dagskráin hefst þann 30. nóvember og stendur yfir til 24. desember. Jólakattaratleikurinn er aftur á móti tiltækur fram yfir þrettándann.

Sunnudagur 30. nóvember
Opnunarhátíð jóladagskrár með Allegro Suzuki tónlistarskólanum og Íslenska dansflokknum
Fiðlu- og píanónemar frá Allegro Suzuki tónlistarskólanum  spila jólalög og Íslenski dansflokkurinn túlkar ævintýrið Jóladraumar.

Nánari upplýsingar.

Sunnudagur 7. desember
Grýluskemmtun: Grýla kemur með jólaskellurnar og Leppalúða
Grýla, Leppalúði og jólaskellurnar leggja leið sína í safnið. Jólaskellurnar hafa sínar kenjar og sérkenni eins og bræður þeirra þrettán, jólasveinarnir.

Nánari upplýsingar.

12.-24. desember
Jólasveinarnir heimsækja safnið
Jólasveinarnir 13 mæta einn í einu á svið alla daga kl. 11, hver á þeim degi sem þeir gefa í skóinn, og hitta börnin og fræða þau um kæki sína og kenjar úr gamla bændasamfélaginu og sprella. Um helgar mæta jólaskellurnar, ein hverju sinni, þær Flotsokka, Taska og Leppatuska og kankast á við bróður sinn og krakkana í sal.

Nánari upplýsingar.

 

Þjóðminjasafn Íslands þakkar Húsasmiðjunni og Skógræktarfélagi Reykjavíkur fyrir veitta aðstoð við að koma jólaandanum yfir safnið.

Myndir

No items found.
Stay tuned

Subscribe to our newsletter

Subscribe to the Museum's newsletter and receive invitations to exhibition openings, news about events and lectures, and special offers in the Museum Shop.

Thanks! Check your inbox and click the link to confirm your subscription.
Something went wrong. Please try again.