Jóladagskrá Þjóðminjasafnsins
Þjóðminjasafn Íslands kynnir jóladagskrána sem hefur fylgt landsmönnum í gegnum þrjár kynslóðir, en hún er orðin fastur liður í jólaundirbúningi fjölmargra fjölskyldna á höfuðborgarsvæðinu. Barna- og fjölskyldurýminu hefur verið fært í jólabúning og er nú tilbúið til að taka á móti jólasveinum, Grýlu og Leppalúða, jólaskellunum og öðrum jólagestum! Dagskráin hefst þann 30. nóvember og stendur yfir til 24. desember. Jólakattaratleikurinn er aftur á móti tiltækur fram yfir þrettándann.

Sérstakt krakkatilboð verður á kaffihúsinu frá 30. nóvember og fram að áramótum!
Kakó og kleina: 750 kr.

Sunnudagur 30. nóvember kl. 14
Opnunarhátíð jóladagskrár með Allegro Suzuki tónlistarskólanum og Íslenska dansflokknum
Fiðlu- og píanónemar frá Allegro Suzuki tónlistarskólanum spila jólalög og Íslenski dansflokkurinn túlkar ævintýrið Jóladraumar.

Nánari upplýsingar.

Sunnudagur 7. desember kl. 14
Grýluskemmtun: Grýla kemur með jólaskellurnar og Leppalúða
Grýla, Leppalúði og jólaskellurnar leggja leið sína í safnið. Jólaskellurnar hafa sínar kenjar og sérkenni eins og bræður þeirra þrettán, jólasveinarnir.

Nánari upplýsingar.

12.-24. desember kl.11
Jólasveinarnir heimsækja safnið
Jólasveinarnir 13 mæta einn í einu á svið alla daga kl. 11, hver á þeim degi sem þeir gefa í skóinn, og hitta börnin og fræða þau um kæki sína og kenjar úr gamla bændasamfélaginu og sprella. Um helgar mæta jólaskellurnar, ein hverju sinni, þær Flotsokka, Taska og Leppatuska og kankast á við bróður sinn og krakkana í sal.

Nánari upplýsingar.

 

Þjóðminjasafn Íslands þakkar Húsasmiðjunni og Skógræktarfélagi Reykjavíkur fyrir veitta aðstoð við að koma jólaandanum yfir safnið.

Myndir

No items found.
Fylgstu með

Skráðu þig á póstlista Þjóðminjasafnsins.

Þegar þú skráir þig á póstlista Þjóðminjasafnsins færðu boð á sýningaropnanir, fréttir af viðburðum og sýningum og tilboð í Safnbúð.

Takk!  Staðfestu skráninguna með því að smella á linkinn sem við vorum að senda þér.
Eitthvað fór úrskeiðis. Reyndu aftur.