Myndheimur Gunnars Péturssonar 28 jan. 2020 12:00 - 13:00 Fyrirlestrasalur Þjóðminjasafns Íslands

Þriðjudaginn 28. janúar kl. 12 flytur Linda Ásdísardóttir sérfræðingur á Ljósmyndasafni Íslands erindi í fyrirlestrasal Þjóðminjasafns Íslands.

 

Barnaleiðsögn í Þjóðminjasafni 2 feb. 2020 14:00 - 14:45 Þjóðminjasafnið á Suðurgötu

Sunnudaginn 2. febrúar kl. 14 verður barnaleiðsögn í Þjóðminjasafni Íslands. 

 

Velkomin í Stofu. Nýtt fjölskyldu- og fræðslurými í Þjóðminjasafni 11 feb. 2020 12:00 - 13:00 Fyrirlestrasalur Þjóðminjasafns Íslands

Þriðjudaginn 11. febrúar kl. 12 flytur Jóhanna Bergmann safnkennari í Þjóðminjasafni Íslands erindi í fyrirlestrasal Þjóðminjasafns Íslands.

 

Saga úr jörðu. Hofstöðum í Mývatnssveit 25 feb. 2020 12:00 - 13:00 Fyrirlestrasalur Þjóðminjasafns Íslands

Saga úr jörðu. Hofststaðir í Mývatnssveit  er ný sýning í Þjóðminjasafni Íslands og verður opnuð í Bogasal þann 22. febrúar 2020. Þriðjudaginn 25. febrúar verður fyrirlestur í tengslum við sýninguna. 

 

Fyrirsagnalisti

Grunnsýning

Þjóð verður til. Menning og samfélag í 1200 ár 1 nóv. 2004 - 1 jan. 2030 Þjóðminjasafnið á Suðurgötu

Á grunnsýningu Þjóðminjasafnsins er leitast við að draga upp skýra og heillega mynd af menningarsögu Íslendinga. Gripir safnsins eru settir í sögulegt samhengi þar sem tekið er mið af rannsóknum. Ýmsum aðferðum í sýningargerð er beitt til að miðla gestum fjölbreyttum menningararfi þjóðarinnar.

 

Sjónarhorn – ferðalag um íslenskan myndheim 18 apr. 2015 - 18 apr. 2020 Safnahúsið við Hverfisgötu

Sjónarhorn er grunnsýning á sjónrænum menningararfi Íslendinga en þar eru sýnd verk úr safneign Þjóðminjasafns Íslands, Listasafns Íslands, Náttúruminjasafns Íslands, Þjóðskjalasafns Íslands, Landsbókasafns Íslands - Háskólabókasafns og Stofnunar Árna Magnússonar. Þjóðminjasafnið sér um rekstur hússins. 

 

Kirkjur Íslands: Leitin að klaustrunum 26 maí 2018 - 21 mar. 2021 Hornið - Þjóðminjasafnið Suðurgötu

Klausturhald á Íslandi hófst með stofnun klausturs í Bæ í Borgarfirði árið 1030. Samtals voru þrettán klaustur stofnuð á fjórtán stöðum á kaþólsku tímaskeiði hérlendis en því síðasta var komið á fót á Skriðuklaustri árið 1493. Klaustrin urðu ásamt biskupsstólunum að umsvifamestu kirkjulegu stofnunum í landinu fram til siðaskipta. Þá var þeim lokað og kaþólsk trú bönnuð með lögum. Klausturhald féll í gleymsku og minjar úr klaustrum týndust. 

 

Heimili Ingibjargar og Jóns Miðstöð Íslendinga í Kaupmannahöfn 1852-1879 6 des. 2018 - 6 des. 2022 Jónshús

Jón var leiðtogi Íslendinga í baráttunni fyrir sjálfstæðu sambandi Íslands við Danakonung og fyrirmynd í sjálfstæðisbaráttu síðari tíma. Heimilið var oft á tíðum líflegt og mannmargt og þar voru haldnir mikilvægustu stjórnmálafundir Íslendinga í Kaupmannahöfn. 

 

Óravíddir - orðaforðinn í nýju ljósi 7 jún. 2019 - 31 maí 2020 10:00 - 17:00 Safnahúsið við Hverfisgötu

Óravíddir – orðaforðinn í nýju ljósi er innsetning á myndrænni birtingu íslensks orðaforða í þrívídd sem unnin er upp úr Íslensku orðaneti eftir Jón Hilmar Jónsson.

 

Ganýmedes eftir Bertel Thorvaldsen 13 jún. 2019 - 31 maí 2020 10:00 - 17:00 Safnahúsið við Hverfisgötu

Einn af kjörgripum Listasafns Íslands er höggmyndin Ganýmedes eftir Bertel Thorvaldsen (1770–1844). Thorvaldsen, sem var af íslenskum ættum, var einn þekktasti listamaður Evrópu um sína daga og talinn einn helsti fulltrúi nýklassíska stílsins í höggmyndalist. Frummyndina að Ganýmedes gerði Thorvaldsen í Róm árið 1804 og er marmaramyndin sem nú er sýnd í Safnahúsinu meðal elstu verka í safneign Listasafns Íslands og eina höggmyndin sem safnið á eftir Thorvaldsen. 

 

Má bjóða þér til Stofu? 17 jún. 2019 - 18 jún. 2030 Þjóðminjasafnið á Suðurgötu

Stofa er fyrir fjölskyldur, skólahópa og alla forvitna gesti. Hún breytist eftir þörfum úr setustofu í rannsóknarstofu eða kennslustofu.

 

Í ljósmálinu 18 jan. 2020 - 30 ágú. 2020 Myndasalur - Þjóðminjasafnið Suðurgötu

Reykvíkingurinn og áhugaljósmyndarinn Gunnar Pétursson átti langan og einstakan feril. Hvort sem hann myndaði náttúru, borg eða mannlíf þá einkenndust öll verk hans af óhlutstæðri sýn hans á umhverfið. Hann sá fleti, form og áferð og lagði alúð í að fanga ljós og hreyfingu í myndum sínum. Hann var virkur í bylgju áhugaljósmyndara eftirstríðsáranna í íslensku samfélagi þegar ný sýn og nýir straumar hösluðu sér völl og listræn ljósmyndun komst á dagskrá.

 

Horft til norðurs 18 jan. 2020 - 30 ágú. 2020 Veggur - Þjóðminjasafnið Suðurgötu

Ljósmyndararinn Jessica Auer fer í einskonar könnunarleiðangur um ferðamannastaði Íslands og skrásetur umhverfi ferðamannsins. Í myndum hennar verða ferðalangurinn og efnisheimur hans hluti af náttúrusvæðum og áningarstöðum.

 

Opnunartími og verð

Árskort í safnið kostar 2000 kr.

Árskort veitir aðgang að öllum sýningum og viðburðum á vegum safnsins í Þjóðminjasafninu við Suðurgötu og Safnahúsinu við Hverfisgötu

Fyrir börn 17 ára og yngri og öryrkja kostar ekkert að heimsækja safnið

Opið alla nema mánudaga frá kl. 10 - 17

Nánari upplýsingar


Má bjóða þér til Stofu?

Stofa er fyrir fjölskyldur, skólahópa og alla forvitna gesti. Hún breytist eftir þörfum úr setustofu í rannsóknarstofu eða kennslustofu.

Árskort veitir aðgang að öllum viðburðum

Það tekur tíma að fara í ferðalag sem nær yfir 1200 ár.  Árskort veitir aðgang að öllum sýningum og viðburðum á vegum safnsins í Þjóðminjasafninu við Suðurgötu og Safnahúsinu við Hverfisgötu.  

Leiðsögn

Þjóðminjasafn Íslands býður upp á almenna leiðsögn um grunnsýningar og sérsýningar safnsins. Leiðsagnir eru auglýstar hér á síðunni undir viðburðir. 


Fréttir

20.1.2020 : Þjóðminjasafnið í hópi þeirra bestu

Þjóðminjasafn Íslands er í flokki tíu bestu safna í höfuðborgum Evrópu, samkvæmt nýlegri úttekt breska blaðsins The Guardian.

Lesa meira

16.1.2020 : Þjóðminjasafn Íslands hlýtur Jafnlaunavottun

Þjóðminjasafn Íslands hefur hlotið jafnlaunavottun frá vottunarstofunni iCert, sem er staðfesting á því að jafnlaunakerfi safnsins uppfyllir öll skilyrði jafnlaunastaðalsins ÍST 85:2012. Með innleiðingu jafnlaunakerfis sem nær til allra starfsmanna safnsins hefur verið komið upp stjórnunarkerfi sem tryggir að málsmeðferð og ákvarðanir í launamálum byggjast á málefnalegum sjónarmiðum sem fela ekki í sér kynbundna mismunun. 

Lesa meira

13.1.2020 : Leiðsögn um útskurð

Sunnudaginn 19. janúar kl. 14 leiðir Helga Vollertsen, sérfræðingur í Munasafni gesti um grunnsýningu safnsins.

Lesa meira

8.1.2020 : Meðhöndlun forngripa á heimilum

Þriðjudaginn 14. janúar kl. 12 flytja Sandra Sif Einarsdóttir og Sigríður Þorgeirsdóttir forverðir á Þjóðminjasafni Íslands erindi í fyrirlestrasal Þjóðminjasafns Íslands.

Lesa meira

10.12.2019 : Þjóðminjasafn Íslands lokað kl. 14 vegna slæmrar veðurspár

Þjóðminjasafn Íslands verður lokað frá kl. 14 í dag, þriðjudaginn 10. desember vegna slæmrar veðurspár. / The National Museum of Iceland will be closed at 2.pm today, December 10th due to a bad weather forecast.

9.12.2019 : Varðveislu- og rannsóknamiðstöð Þjóðminjasafns formlega vígð

Varðveislu- og rannsóknamiðstöð Þjóðminjasafns Íslands var formlega vígð fimmtudaginn 5. desember síðastliðinn. Í miðstöðinni, sem er staðsett að Tjarnarvöllum 11 í Hafnarfirði, eru varðveittar þjóðminjar við kjöraðstæður. 

Lesa meira

5.11.2019 : Hvað gekk manninum til? Gripasöfnun Pike Ward á Íslandi

Þriðjudaginn 12. nóvember flytur Freyja Hlíðkvist Ómars- og Sesseljudóttir sérfræðingur í munasafni erindi í fyrirlestrasal Þjóðminjasafns Íslands. Verið öll velkomin.

Lesa meira

Fréttasafn