
Tækniminjasafnið á Seyðisfirði 124 dögum síðar
Zuhaitz Akizu forstöðumaður Tækniminjasafnsins á Seyðisfirði og Ágústa Kristófersdóttir framkvæmdastjóri safneignar Þjóðminjasafnsins flytja hádegisfyrirlestur um afleiðingarnar af aurskiðunum sem féllu á Seyðisfjörð í desember 2020 sem hrifu meðal annars með sér stóran hluta Tækniminjasafnins. Fyrirlesturinn fer fram í fyrirlestrasal Þjóðminjasafnsins 20. apríl kl. 12.

Drekar fortíðar og drekar barnanna
Þjóðminjasafn Íslands setur upp sýningu á drekum sem leikskólanemar búa til í sérstakri drekasmiðju í safninu í tilefni af Barnamenningarhátíð.
Fyrirsagnalisti

Spessi 1990-2020
Samtímaljósmyndarinn Spessi - Sigurþór Hallbjörnsson - hefur skapað sér einstakan stíl á sviði fagurfræðilegrar ljósmyndunar. Í verkum hans birtist iðulega blákaldur veruleikinn, ekkert fegrað og ekkert dregið undan sama hvort myndefnið er manneskjan eða umhverfið. Kimar samfélagsins í samtvinningi við menningarlífið eru áberandi í verkum hans. Val hans og efnistök eru gjarnan ögrandi en samtímis gædd mannúð og kímni.

Bakgarðar
Bakgarðar, skúrar, þvottasnúrur og einstaka köttur. Ljósmyndarinn Kristján Magnússon skoðar með linsunni þröngt afmarkað svæði í borgarumhverfi; eingöngu staði bakatil í íbúðarbyggð í eldri hluta Reykjavíkur. Hann fangar í mynd nær mannlaus rými sem virðast þaulskipulögð þrátt fyrir óreiðukennt umhverfi. Ljósmyndaröðin ber sterk einkenni stílbragðs Kristjáns sem var þaulreyndur auglýsingaljósmyndari.

Víkingaþrautin
Allir forvitnir og ævintýragjarnir krakkar ættu að leggja leið sína í Þjóðminjasafnið og feta í fótspor Ellu, Jóa, Kalla og Selmu úr sjónvarpsþáttunum Víkingaþrautin í Stundinni okkar. Fjórmenningarnir áttu að vinna skólaverkefni í Þjóðminjasafninu en leystu í staðinn óvænt ævafornan víking úr álögum! Til að hjálpa víkingnum að komast til Valhallar, stað hinna föllnu hetja, þurftu þau að leysa sérstakar víkingaþrautir og ráða rúnagátur. Um leið komust þau að því hver það var sem hneppti víkinginn í álög. Hver ætli það sé?

Vigdís, forseti nýrra tíma
Á Torginu í Þjóðminjasafni má nú sjá ljósmyndasýninguna Vigdís, forseti nýrra tíma sem er tileinkuð Vigdísi Finnbogadóttur fyrrum forseta. Í ár fagnaði Vigdís 90 ára afmæli en einnig eru liðin 40 ár frá sögulegu kjöri hennar sem forseti. Vigdís gegndi embætti forseta í 16 ár frá 1980 til 1996.

Saga úr jörðu. Hofstaðir í Mývatnssveit
Á Hofstöðum í Mývatnssveit er merkileg minjaheild allt frá víkingaöld og fram á þá tuttugustu. Þar er gríðarstór veisluskáli sem er eitt stærsta mannvirki sem rannsakað hefur verið á Íslandi. Að auki eru þar minni mannvirki sem hvert hafði sitt hlutverk. Nafn jarðarinnar og skálatóftin mikla sem talin var hofið sem bæjarnafnið vísaði til varð til þess að fræðimenn fengu snemma áhuga á staðnum.

Má bjóða þér til Stofu?
Stofa er fyrir fjölskyldur, skólahópa og alla forvitna gesti. Hún breytist eftir þörfum úr setustofu í rannsóknarstofu eða kennslustofu.

Ganýmedes eftir Bertel Thorvaldsen
Einn af kjörgripum Listasafns Íslands er höggmyndin Ganýmedes eftir Bertel Thorvaldsen (1770–1844). Thorvaldsen, sem var af íslenskum ættum, var einn þekktasti listamaður Evrópu um sína daga og talinn einn helsti fulltrúi nýklassíska stílsins í höggmyndalist. Frummyndina að Ganýmedes gerði Thorvaldsen í Róm árið 1804 og er marmaramyndin sem nú er sýnd í Safnahúsinu meðal elstu verka í safneign Listasafns Íslands og eina höggmyndin sem safnið á eftir Thorvaldsen.

Óravíddir - orðaforðinn í nýju ljósi
Óravíddir – orðaforðinn í nýju ljósi er innsetning á myndrænni birtingu íslensks orðaforða í þrívídd sem unnin er upp úr Íslensku orðaneti eftir Jón Hilmar Jónsson.

Heimili Ingibjargar og Jóns. Miðstöð Íslendinga í Kaupmannahöfn 1852-1879
Jón var leiðtogi Íslendinga í baráttunni fyrir sjálfstæðu sambandi Íslands við Danakonung og fyrirmynd í sjálfstæðisbaráttu síðari tíma. Heimilið var oft á tíðum líflegt og mannmargt og þar voru haldnir mikilvægustu stjórnmálafundir Íslendinga í Kaupmannahöfn.
TItill

Málshættir
Ár hvert, þann 16. nóvember, er dagur íslenskrar tungu. Að því tilefni eru hér nokkrir gripir af sýningu Þjóðminjasafnsins Þjóð verður til, menning og samfélag í 1200 ár ásamt málshætti sem nefnir gripinn.
Lesa meira
Farsóttir á Íslandi
Svartidauði, mislingar, berklar og spænska veikin. Hér er stiklað á stóru um sögu farsótta á Íslandi.
Lesa meira
Sölvi Helgason
Alþýðulistamaðurinn, flakkarinn, heimspekingurinn og sérvitringurinn Sölvi Helgason (Sólon Íslandus) fæddist í Skagafirði fyrir 200 árum, þann 16. ágúst 1820. Í Þjóðminjasafni Íslands er varðveitt stærsta safn verka eftir hann og í tilefni þessara tímamóta opnar nú vefsýning á verkum Sölva í menningarsögulega gagnagrunninum Sarpi. Sýningarstjóri er Freyja Hlíðkvist Ómarsdóttir Sesseljudóttir
Lesa meira
Greining á beinagrind úr safni Þjóðminjasafns Íslands
Þjóðminjasafn Íslands varðveitir samkvæmt lögum jarðfundna gripi og beinagrindur við kjöraðstæður. Hér gefur Joe Walser sérfræðingur munasafns innsýn í hvernig beinagrindur eru varðveittar og hvernig hægt er að nýta þær til rannsókna á lífi, heilsufari og lifnaðarháttum fólks fyrr á tímum.
Lesa meira
Á þeysireið um Þjóðminjasafnið
Föstudaginn 3. apríl 2020 voru safnkennarar Þjóðminjasafnins, þær Hrafnhildur og Jóhanna, í beinni útsendingu á Facebooksíðu safnsins og fóru í gegnum einn af ratleikjum Þjóðminjasafnsins. Ratleikirnir eru góð leið til að kynnast safninu á léttan og líflegan hátt.
Lesa meira
Greining á beinagrind í beinni útsendingu
Sérfræðingar Þjóðminjasafnsins sátu fyrir svörum í beinni útsendingu miðvikudaginn 15. apríl kl. 11 og svöruðu spurningum sem snúa að heilsufari og sjúkdómum fyrr á öldum, og öðru sem lesa má úr beinagrindum.
Lesa meira
"Lífið á tímum kórónuveirunnar."
Mikilvægt er að safnað verði heimildum um daglegt líf fólks meðan á kórónuveirufaraldrinum stendur, reynslu þess og upplifanir, á þessum afar sérstæðu tímum.
Lesa meira
Þinn eigin Sölvi Helgason
Í Þjóðminjasafni Íslands er varðveitt stærsta safn verka eftir alþýðulistamanninn, flakkarann, heimspekinginn og sérvitringinn Sölva Helgason (Sólon Íslandus), um 150 myndverk og mikill fjöldi ritaðrara blaða með smáskrift Sölva.
Lesa meira
Litabók
Litabók með myndum af völdum gripum sem varðveittir
eru á Þjóðminjasafni Íslands. Teikning og uppsetning/Illustration and layout: Sól Hrafnsdóttir.
Fréttir
Forvarnir vegna eldgoss
Þjóðminjasafn Íslands hefur gefið út leiðbeiningar um forvarnir vegna eldgoss vegna eldsumbrota á Reykjanesskaga.
Lesa meiraDrekar fortíðar og drekar barnanna
Þjóðminjasafn Íslands setur upp sýningu á drekum sem leikskólanemar búa til í sérstakri drekasmiðju í safninu í tilefni af Barnamenningarhátíð.
Lesa meiraTækniminjasafnið á Seyðisfirði 124 dögum síðar
Zuhaitz Akizu forstöðumaður Tækniminjasafnsins á Seyðisfirði og Ágústa Kristófersdóttir framkvæmdastjóri safneignar Þjóðminjasafnsins flytja hádegisfyrirlestur um afleiðingarnar af aurskiðunum sem féllu á Seyðisfjörð í desember 2020 sem hrifu meðal annars með sér stóran hluta Tækniminjasafnins. Fyrirlesturinn fer fram í fyrirlestrasal Þjóðminjasafnsins 20. apríl kl. 12.
Lesa meiraEyri á Eyrarbakka tekið til varðveislu í húsasafni Þjóðminjasafns Íslands
Í desember 2020 var gengið frá kaupum ríkissjóðs á Eyri við Eyrargötu 39 A á Eyrarbakka ásamt innbúi öllu til varðveislu í húsasafni Þjóðminjasafns Íslands.
Lesa meiraÞjóðminjasafn Íslands hlýtur styrk úr Nýsköpunarsjóði námsmanna
Safnkennarar Þjóðminjasafnsins sendu inn umsókn um styrk til Nýsköpunarsjóðs námsmanna til þess að ráða nemanda í meistaranámi í kennslufræðum við Listaháskóla Íslands til safnsins í sumar að vinna að verkefni sem snýr að því að þróa, semja og framleiða innihald veflægra fræðslupakka sem safnkennarar hafa hafið vinnu við og ætlaðir eru til kennslu í grunnskólum um allt land.
Lesa meiraVelkomin í Þjóðminjasafnið í páskafríinu
Verið velkomin í Þjóðminjasafn Íslands í páskafríinu. Opið er alla dagana nema páskadag og annan í páskum. Það er hægt að njóta sýninganna á fjölbreyttan máta eftir aldri og áhuga. Til dæmis má ganga um grunnsýninguna og spila hljóðleiðsögn fyrir börn og fullorðna í síma. Sérstök hljóðleiðsögn, Regnbogaþráðurinn, fjallar um hinsegin sögu á Íslandi. Leggir og kjálkar, bóndabær með búpeningi og búaliði, myndir til að lita og útskurðarletur til að herma eftir er til taks í fjölskyldurýminu Stofu þar sem einnig eru búningar til að máta og fleira áhugavert til að spjalla um eða leika sér með.
Lesa meiraNýjar reglur um samkomutakmarkanir. Viðburðahaldi frestað.
Í ljósi hertra sóttvarnaraðgerða vegna Covid-19 faraldursins og þeirra samkomutakmarkana sem nú eru í gildi verður hámarksfjöldi gesta í Þjóðminjasafni Íslands 10 manns í hverju hólfi.
Lesa meiraOpnunartími og verð
Aðgöngumiði í safnið kostar 2.000 kr. og gildir sem árskort
Aðgöngumiðinn veitir aðgang að öllum sýningum og viðburðum á vegum safnsins.
Fyrir börn yngri en 18 ára og öryrkja kostar ekkert að heimsækja safnið
Opið alla daga nema mánudaga frá kl. 10 - 17
Nánari upplýsingar