Dagskrá haust 2020 í Þjóðminjasafni Íslands 6 okt. 2020 - 24 des. 2020 Þjóðminjasafnið á Suðurgötu

Dagskrá haustið 2020 í Þjóðminjasafni Íslands.

 

Dagskrá haust 2020 í Þjóðminjasafni Íslands 11 okt. 2020 - 31 des. 2020 Safnahúsið við Hverfisgötu

Dagskrá haustið 2020 í Þjóðminjasafni Íslands.

 

Frestað: Hofstaðir - uppgröftur sumarið 2020 20 okt. 2020 12:00 - 13:00 Fyrirlestrasalur Þjóðminjasafns Íslands

Þriðjudaginn 20. október kl. 12 verður hádegisfyrirlestur um uppgröftinn á Hofstöðum. Á Hofstöðum er merkileg minjaheild sem spannar allt frá víkingaöld fram til okkar daga. Þar hafa farið fram fornleifarannsóknir, þær fyrstu í byrjun 20. aldar en viðamestar hafa þær verið seinustu þrjá áratugi. 

 

Barnaleiðsögn 1 nóv. 2020 14:00 - 14:45 Þjóðminjasafnið á Suðurgötu

Sunnudaginn 1. nóvember kl. 14 verður barnaleiðsögn í Þjóðminjasafni Íslands. 

 
Keldur

Fyrirlestur: Húsin í húsasafni Þjóðminjasafnsins 3 nóv. 2020 12:00 - 13:00 Fyrirlestrasalur Þjóðminjasafns Íslands

Guðmundur Lúther Hafsteinsson sviðsstjóri húsasafns flytur erindi í fyrirlestrasal Þjóðminjasafns Íslands þriðjudaginn 3. nóvember kl. 12. 

 

Leiðsögn með sérfræðingi Árnastofnunar 8 nóv. 2020 14:00 - 14:45 Safnahúsið við Hverfisgötu

Sunnudaginn 8. nóvember klukkan 14 leiðir sérfræðingur frá Árnastofnun gesti um sýninguna Sjónarhorn - ferðalag um íslenskan myndheim í Safnahúsinu við Hverfisgötu.

 

Fyrirlestur: Vísnabókin 17 nóv. 2020 12:00 - 13:00 Fyrirlestrasalur Þjóðminjasafns Íslands

Anna Þorbjörg Ingólfsdóttir, lektor við Háskóla Íslands verður með hádegisfyrirlestur í fyrirlestrasal Þjóðminjasafnsins þriðjudaginn 17. nóvember þar sem hún fjallar um sögu og gildi Vísnabókarinnar. Bókin hefur sérstöðu meðal íslenskra barnabóka og Anna Þorbjörg veltir upp spurningum um framtíð hennar í þeim ríka myndheimi sem nútímabörn alast upp við. 

 

Grýla, Leppalúði og Ragnheiður Gröndal 6 des. 2020 14:00 - 15:00 Þjóðminjasafnið á Suðurgötu

Sunnudaginn 6. desember klukkan 14 skemmta Grýla og Leppalúði gestum Þjóðminjasafnsins. Með þeim verður söngkonan Ragnheiður Gröndal.

 

Stekkjastaur 12 des. 2020 11:00 - 11:30 Þjóðminjasafnið á Suðurgötu

Jólasveinarnir þjóðlegu koma nú vel klæddir í Þjóðminjasafnið á slaginu 11 frá og með 12. desember. Í dag er það hann Stekkjarstaur sem reyndi hér áður fyrr að sjúga ærnar í fjárhúsunum hjá bændum.

 

Fyrirsagnalisti

Teiknað fyrir þjóðina. Myndheimur Halldórs Péturssonar 12 sep. 2020 - 17 jan. 2021 Myndasalur - Þjóðminjasafnið Suðurgötu

Fáir hafa teiknað sig eins djúpt inni í hjarta þjóðarinnar og listamaðurinn Halldór Pétursson (1916-1977). Á blómatíma hans sem teygði sig yfir marga áratugi voru verk hans alltumlykjandi í íslensku samfélagi. Hann myndskreytti fjöldann allan af bókum, teiknaði forsíður vinsælla tímarita, vann frímerki og peningaseðla og teiknaði andlitsmyndir. 

 

Tónlist, dans og tíska 12 sep. 2020 - 17 jan. 2021 Veggur - Þjóðminjasafnið Suðurgötu

Andrúm menningarlífsins í Reykjavík kemur sterkt fram í sérvöldum ljósmyndum Vigfúsar Sigurgeirssonar (1900 - 1984) ljósmyndara frá árum seinni heimstyrjaldarinnar. Þar má sjá dansmeyjar og tónlistarmenn í bland við einstakar myndir af tískusýningu á Hótel Borg. Glæsileiki og fágun eru alsráðandi í myndatökunum.

 
Börn skoða ríkisfánann á forsetabílnum með Vigdísi í ferð hennar um Húnavatnssýslu árið 1988. Ljósmyndari: Gunnar Geir Vigfússon.

Vigdís, forseti nýrra tíma 4 maí 2020 - 31 des. 2020 Þjóðminjasafnið á Suðurgötu

Á Torginu í Þjóðminjasafni má nú sjá ljósmyndasýninguna Vigdís, forseti nýrra tíma sem er tileinkuð Vigdísi Finnbogadóttur fyrrum forseta. Í ár fagnaði Vigdís 90 ára afmæli en einnig eru liðin 40 ár frá sögulegu kjöri hennar sem forseti. Vigdís gegndi embætti forseta í 16 ár frá 1980 til 1996.

 

Saga úr jörðu. Hofstaðir í Mývatnssveit 22 feb. 2020 - 31 des. 2021 Bogasalur - Þjóðminjasafnið Suðurgötu

Á Hofstöðum í Mývatnssveit er merkileg minjaheild allt frá víkingaöld og fram á þá tuttugustu. Þar er gríðarstór veisluskáli sem er eitt stærsta mannvirki sem rannsakað hefur verið á Íslandi. Að auki eru þar minni mannvirki sem hvert hafði sitt hlutverk. Nafn jarðarinnar og skálatóftin mikla sem talin var hofið sem bæjarnafnið vísaði til varð til þess að fræðimenn fengu snemma áhuga á staðnum.

 

Má bjóða þér til Stofu? 17 jún. 2019 - 18 jún. 2030 Þjóðminjasafnið á Suðurgötu

Stofa er fyrir fjölskyldur, skólahópa og alla forvitna gesti. Hún breytist eftir þörfum úr setustofu í rannsóknarstofu eða kennslustofu.

 

Óravíddir - orðaforðinn í nýju ljósi 7 jún. 2019 - 31 des. 2020 10:00 - 17:00 Safnahúsið við Hverfisgötu

Óravíddir – orðaforðinn í nýju ljósi er innsetning á myndrænni birtingu íslensks orðaforða í þrívídd sem unnin er upp úr Íslensku orðaneti eftir Jón Hilmar Jónsson.

 

Heimili Ingibjargar og Jóns Miðstöð Íslendinga í Kaupmannahöfn 1852-1879 6 des. 2018 - 6 des. 2022 Jónshús

Jón var leiðtogi Íslendinga í baráttunni fyrir sjálfstæðu sambandi Íslands við Danakonung og fyrirmynd í sjálfstæðisbaráttu síðari tíma. Heimilið var oft á tíðum líflegt og mannmargt og þar voru haldnir mikilvægustu stjórnmálafundir Íslendinga í Kaupmannahöfn. 

 

Kirkjur Íslands: Leitin að klaustrunum 26 maí 2018 - 21 mar. 2021 Hornið - Þjóðminjasafnið Suðurgötu

Klausturhald á Íslandi hófst með stofnun klausturs í Bæ í Borgarfirði árið 1030. Samtals voru þrettán klaustur stofnuð á fjórtán stöðum á kaþólsku tímaskeiði hérlendis en því síðasta var komið á fót á Skriðuklaustri árið 1493. Klaustrin urðu ásamt biskupsstólunum að umsvifamestu kirkjulegu stofnunum í landinu fram til siðaskipta. Þá var þeim lokað og kaþólsk trú bönnuð með lögum. Klausturhald féll í gleymsku og minjar úr klaustrum týndust. 

 

Sjónarhorn – ferðalag um íslenskan myndheim 18 apr. 2015 - 18 apr. 2021 Safnahúsið við Hverfisgötu

Sjónarhorn er grunnsýning á sjónrænum menningararfi Íslendinga en þar eru sýnd verk úr safneign Þjóðminjasafns Íslands, Listasafns Íslands, Náttúruminjasafns Íslands, Þjóðskjalasafns Íslands, Landsbókasafns Íslands - Háskólabókasafns og Stofnunar Árna Magnússonar. Þjóðminjasafnið sér um rekstur hússins. 

 

TItill

"Lífið á tímum kórónuveirunnar."
  • Þjóðminjasafnið leitar eftir liðsinni almennings við að svara spurningaskrá á tímum Covid-19

Mikilvægt er að safnað verði heimildum um daglegt líf fólks meðan á kórónuveirufaraldrinum stendur, reynslu þess og upplifanir, á þessum afar sérstæðu tímum. 

Lesa meira

Safnið í sófann
  • Fróðlegt og skemmtilegt efni sem njóta má upp í sófa


Fréttir

20.10.2020 : Sýningasalir safnsins áfram lokaðir vegna samkomutakmarkana

Sýningarsalir Þjóðminjasafns Íslands við Suðurgötu 41 og í Safnahúsinu við Hverfisgötu 15 verða áfram tímabundið lokaðir vegna hertra sóttvarnaraðgerða og samkomutakmarkana. 

Lesa meira

15.10.2020 : Fréttaskýringaþátturinn Kveikur – Íslensk menningarverðmæti í hættu

Þjóðminjasafn Íslands vill koma á framfæri sérstökum þökkum til þáttagerðarmanna fréttaskýringaþáttarins Kveiks fyrir umfjöllun um varðveislu á menningararfi þjóðarinnar. Í þættinum, sem var á dagskrá RÚV 8. október síðastliðinn, var varpað ljósi á alvarlegar brotalamir á þessu sviði.

Lesa meira

8.10.2020 : Tímabundin lokun hjá Þjóðminjasafni Íslands

Í ljósi hertra sóttvarnaraðgerða vegna Covid-19 faraldursins og þeirra samkomutakmarkana sem nú eru í gildi á höfuðborgarsvæðinu verða sýningarsalir Þjóðminjasafns Íslands við Suðurgötu 41 og í Safnahúsinu við Hverfisgötu 15 í Reykjavík tímabundið lokaðir frá og með 8. október til og með 19. október. Skrifstofur Varðveislu- og rannsóknamiðstöðar Þjóðminjasafns Íslands að Tjarnarvöllum 11, Hafnarfirði og Ljósmyndasafns Íslands að Vesturvör 16-20 í Kópavogi verða einnig lokaðar gestum á sama tímabili. 

Lesa meira

28.9.2020 : 17.000 gripir frá Viðeyjarrannsókninni afhentir Þjóðminjasafninu

Eitt af lögbundnum hlutverkum Þjóðminjasafns Íslands er að taka á móti og varðveita gögn úr leyfisskyldum fornleifarannsóknum. Á síðasta ári tók Þjóðminjasafn Íslands til dæmis við gripum og gögnum úr 40 fornleifarannsóknum og varðveitir safnið um það bil 200.000 jarðfundna gripi. 

Lesa meira

24.9.2020 : Vorfundur höfuðsafna 2020

Árlegur Vorfundur höfuðsafnanna þriggja, Þjóðminjasafns Íslands, Listasafns Íslands og Náttúruminjasafns Íslands, var haldinn fimmtudaginn 17. september síðastliðinn. Lilja Dögg Alfreðsdóttir, mennta- og menningarmálaráðherra ávarpaði fundinn. Aðalefni fundarins sneri að stefnumótun á sviði safnastarfs og áhrifum kórónuveirunnar á safnastarf á Íslandi. Áhugaverð erindi voru flutt og gagnleg umræða átti sér stað um efni fundarins. Fundinum var streymt í gegnum Teams en einnig gafst gestum kostur á að hlýða á erindin í fyrirlestrasal Þjóðminjasafnsins. Upptöku af fundinum má nálgast hér.

Lesa meira

14.9.2020 : Samferða í söfnin

Í sumar buðust gestum margs konar leiðir til að upplifa sýningar safnsins og sögu þjóðarinnar. Börn og fjölskyldur voru sérstaklega boðin velkomin á safnið með fjölbreyttri dagskrá undir handleiðslu safnkennara. 

Lesa meira

4.9.2020 : Sýningaopnun: Teiknað fyrir þjóðina og Tónlist, dans og tíska

Laugardaginn 12. september verða opnaðar tvær nýjar sýningar í Þjóðminjasafni Íslands. Teiknað fyrir þjóðina. Myndheimur Halldórs Péturssonar og Tónlist, dans og tíska, ljósmyndir eftir Vigfús Sigurgeirsson. Vegna aðstæðna verður ekki formleg opnun heldur bjóðum við gestum ókeypis aðgang á fyrsta degi sýninganna. Verið öll velkomin.

Lesa meira

Fréttasafn


Opnunartími og verð

Árskort í safnið kostar 2.000 kr.

Árskort veitir aðgang að öllum sýningum og viðburðum á vegum safnsins í Þjóðminjasafninu við Suðurgötu og Safnahúsinu við Hverfisgötu

Fyrir börn 17 ára og yngri og öryrkja kostar ekkert að heimsækja safnið

Opið alla daga nema mánudaga frá kl. 10 - 17

Nánari upplýsingar