Fyrirlestur: Kirkjusöngurinn á 18. og 19. öld 17 sep. 2019 12:00 - 12:45 Fyrirlestrasalur Þjóðminjasafns Íslands

Þriðjudaginn 17. september flytur Dr. Bjarki Sveinbjörnsson erindi í fyrirlestrasal Þjóðminjasafns Íslands. Fyrirlesturinn hefst kl. 12 og er öllum opinn. 

 

Döff barnaleiðsögn 29 sep. 2019 14:00 - 14:45 Þjóðminjasafnið á Suðurgötu

Í tilefni af alþjóðlegri baráttuviku döff 23. – 29. september býður Þjóðminjasafnið döff barnaleiðsögn sunnudaginn 29. september kl. 14.

 

Fyrirlestur: Hvað er merkilegt við Íslandsmyndir Pike Ward? 1 okt. 2019 12:00 - 13:00 Fyrirlestrasalur Þjóðminjasafns Íslands

Þriðjudaginn 1. október flytur Inga Lára Baldvinsdóttir sviðstjóri Ljósmyndasafns Íslands í Þjóðminjasafni erindi í fyrirlestrasal Þjóðminjasafns Íslands. Fyrirlesturinn hefst kl. 12 og er öllum opinn.

 

Leiðsögn: Úrklippubækur Pike Wards 20 okt. 2019 14:00 - 14:45 Myndasalur - Þjóðminjasafnið Suðurgötu

Þann 20. október kl. 14 leiðir Inga Lára Baldvinsdóttir, sviðsstjóri Ljósmyndasafns Íslands gesti um sýninguna: Með Ísland í farteskinu. Ljósmyndir, úrklippur og munir úr fórum Pike Ward.

 

Barnaleiðsögn í Þjóðminjasafni 3 nóv. 2019 14:00 - 15:00 Þjóðminjasafnið á Suðurgötu

Sunnudaginn 3. nóvember kl. 14 verður barnaleiðsögn í Þjóðminjasafni Íslands. 

 

Leiðsögn: Pike Ward og ljósmyndun hans 17 nóv. 2019 14:00 - 14:45 Myndasalur - Þjóðminjasafnið Suðurgötu

Þann 17. nóvember kl. 14 leiðir Ívar Brynjólfsson, ljósmyndari í Þjóðminjasafni gesti um sýninguna: Með Ísland í farteskinu. Ljósmyndir, úrklippur og munir úr fórum Pike Ward.

 

Fyrirsagnalisti

Grunnsýning

Þjóð verður til. Menning og samfélag í 1200 ár 1 nóv. 2004 - 1 jan. 2030 Þjóðminjasafnið á Suðurgötu

Á grunnsýningu Þjóðminjasafnsins er leitast við að draga upp skýra og heillega mynd af menningarsögu Íslendinga. Gripir safnsins eru settir í sögulegt samhengi þar sem tekið er mið af rannsóknum. Ýmsum aðferðum í sýningargerð er beitt til að miðla gestum fjölbreyttum menningararfi þjóðarinnar.

 

Sjónarhorn – ferðalag um íslenskan myndheim 18 apr. 2015 - 18 apr. 2020 Safnahúsið við Hverfisgötu

Sjónarhorn er grunnsýning á sjónrænum menningararfi Íslendinga en þar eru sýnd verk úr safneign Þjóðminjasafns Íslands, Listasafns Íslands, Náttúruminjasafns Íslands, Þjóðskjalasafns Íslands, Landsbókasafns Íslands - Háskólabókasafns og Stofnunar Árna Magnússonar. Þjóðminjasafnið sér um rekstur hússins. 

 

Kirkjur Íslands: Leitin að klaustrunum 26 maí 2018 - 1 mar. 2020 Hornið - Þjóðminjasafnið Suðurgötu

Klausturhald á Íslandi hófst með stofnun klausturs í Bæ í Borgarfirði árið 1030. Samtals voru þrettán klaustur stofnuð á fjórtán stöðum á kaþólsku tímaskeiði hérlendis en því síðasta var komið á fót á Skriðuklaustri árið 1493. Klaustrin urðu ásamt biskupsstólunum að umsvifamestu kirkjulegu stofnunum í landinu fram til siðaskipta. Þá var þeim lokað og kaþólsk trú bönnuð með lögum. Klausturhald féll í gleymsku og minjar úr klaustrum týndust. 

 

Kirkjur Íslands: Skrúði og áhöld. Straumar og stefnur 24 nóv. 2018 - 27 okt. 2019 Bogasalur - Þjóðminjasafnið Suðurgötu

Eftir nærri tveggja áratuga vinnu við rannsóknir og útgáfu bókaflokksins Kirkjur Íslands, efnir Þjóðminjasafn Íslands til sýningarinnar Skrúði og áhöld. Straumar og stefnur. Ný og einstæð yfirsýn hefur fengist yfir kirkjugripi í friðuðum kirkjum landsins í tengslum við útgáfuna.

 

Heimili Ingibjargar og Jóns Miðstöð Íslendinga í Kaupmannahöfn 1852-1879 6 des. 2018 - 6 des. 2022 Jónshús

Jón var leiðtogi Íslendinga í baráttunni fyrir sjálfstæðu sambandi Íslands við Danakonung og fyrirmynd í sjálfstæðisbaráttu síðari tíma. Heimilið var oft á tíðum líflegt og mannmargt og þar voru haldnir mikilvægustu stjórnmálafundir Íslendinga í Kaupmannahöfn. 

 

Óravíddir - orðaforðinn í nýju ljósi 7 jún. 2019 - 31 maí 2020 10:00 - 17:00 Safnahúsið við Hverfisgötu

Óravíddir – orðaforðinn í nýju ljósi er innsetning á myndrænni birtingu íslensks orðaforða í þrívídd sem unnin er upp úr Íslensku orðaneti eftir Jón Hilmar Jónsson.

 

Ganýmedes eftir Bertel Thorvaldsen 13 jún. 2019 - 31 maí 2020 10:00 - 17:00 Safnahúsið við Hverfisgötu

Einn af kjörgripum Listasafns Íslands er höggmyndin Ganýmedes eftir Bertel Thorvaldsen (1770–1844). Thorvaldsen, sem var af íslenskum ættum, var einn þekktasti listamaður Evrópu um sína daga og talinn einn helsti fulltrúi nýklassíska stílsins í höggmyndalist. Frummyndina að Ganýmedes gerði Thorvaldsen í Róm árið 1804 og er marmaramyndin sem nú er sýnd í Safnahúsinu meðal elstu verka í safneign Listasafns Íslands og eina höggmyndin sem safnið á eftir Thorvaldsen. 

 

Má bjóða þér til Stofu? 17 jún. 2019 - 18 jún. 2030 Þjóðminjasafnið á Suðurgötu

Stofa er fyrir fjölskyldur, skólahópa og alla forvitna gesti. Hún breytist eftir þörfum úr setustofu í rannsóknarstofu eða kennslustofu.

 

Lygasögur 7 sep. 2019 - 12 jan. 2020 Veggur - Þjóðminjasafnið Suðurgötu

Lygasögur er heitið á dagbók Pike Ward, ensks fiskkaupmanns sem í upphafi 20. aldar var nefndur ”frægasti maður Íslands”, en féll í gleymsku skömmu síðar.

 

Opnunartími og verð

Árskort í safnið kostar 2000 kr.

Árskort veitir aðgang að öllum sýningum og viðburðum á vegum safnsins í Þjóðminjasafninu við Suðurgötu og Safnahúsinu við Hverfisgötu

Fyrir börn 17 ára og yngri og öryrkja kostar ekkert að heimsækja safnið

Opið alla nema mánudaga frá kl. 10 - 17

Nánari upplýsingar


Má bjóða þér til Stofu?

Stofa er fyrir fjölskyldur, skólahópa og alla forvitna gesti. Hún breytist eftir þörfum úr setustofu í rannsóknarstofu eða kennslustofu.

Árskort veitir aðgang að öllum viðburðum

Það tekur tíma að fara í ferðalag sem nær yfir 1200 ár.  Árskort veitir aðgang að öllum sýningum og viðburðum á vegum safnsins í Þjóðminjasafninu við Suðurgötu og Safnahúsinu við Hverfisgötu.  

Leiðsögn

Þjóðminjasafn Íslands býður upp á almenna leiðsögn um grunnsýningar og sérsýningar safnsins. Leiðsagnir eru auglýstar hér á síðunni undir viðburðir. 


Fréttir

16.9.2019 : Fyrirlestur: Hvað er merkilegt við Íslandsmyndir Pike Ward?

Þriðjudaginn 1. október flytur Inga Lára Baldvinsdóttir sviðstjóri Ljósmyndasafns Íslands í Þjóðminjasafni erindi í fyrirlestrasal Þjóðminjasafns Íslands. Fyrirlesturinn hefst kl. 12 og er öllum opinn.

Lesa meira

12.9.2019 : Fyrirlestur: Kirkjusöngurinn á 18. og 19. öld

Þriðjudaginn 17. september flytur Dr. Bjarki Sveinbjörnsson erindi í fyrirlestrasal Þjóðminjasafns Íslands. Fyrirlesturinn hefst kl. 12 og er öllum opinn. 

Lesa meira

11.9.2019 : Döff barnaleiðsögn

Í tilefni af alþjóðlegri baráttuviku döff 23. – 29. september býður Þjóðminjasafnið döff barnaleiðsögn sunnudaginn 29. september kl. 14.

Lesa meira

26.8.2019 : Sýningaopnun: Með Ísland í farteskinu og Lygasögur

Þjóðminjasafn Íslands býður til opnunar á tveimur sýningum í Myndasal og á Vegg. Verið öll velkomin.

Lesa meira

26.8.2019 : Leiðsögn: Kirkjur Íslands

Þann 15. september kl. 14 leiðir Lilja Árnadóttir sviðsstjóri munasafns í Þjóðminjasafni Íslands gesti um sýninguna Kirkjur Íslands: Skrúði og áhöld. Straumar og stefnur, sem efnt var til í tilefni þess að útgáfu bókaflokksins Kirkjur Íslands í 31 bindi lauk á seinasta ári. 

Lesa meira

21.8.2019 : Bókhlaðan í Flatey í umsjón Þjóðminjasafns Íslands

Laugardaginn 17 ágúst síðastliðinn tók Lilja Dögg Alfreðsdóttir mennta- og menningarmálaráðherra við bókhlöðunni í Flatey að gjöf fyrir hönd Ríkssjóðs frá Reykhólahreppi við athöfn í bókhlöðunni. Síðan fól mennta- og menningarmálaráðherra þjóðminjaverði bókhlöðuna til varðveislu í húsasafni Þjóðminjasafns Íslands.

Lesa meira

8.8.2019 : Hinsegin dagar í Þjóðminjasafni Íslands

Hinsegin dagar eru á næsta leyti og í ár verða sérstakir fræðsluviðburðir Hinsegin daga  haldnir í samstarfi við Þjóðminjasafn Íslands.

Lesa meira

Fréttasafn