Prjónaðar gersemar á 18. og 19. öld

Prjónaðar gersemar á 18. og 19. öld 31 jan. 2023 12:00 - 13:00 Fyrirlestrasalur Þjóðminjasafns Íslands

Fjölbreyttar heimildir benda til útbreiddrar prjónaþekkingar Íslendinga á 18. og 19. öld. En hvað vitum við nútímafólk um málið? Rannsóknir klæðskera og sagnfræðings hafa varpað ljósi á mikilvægi prjóns í fatagerð á 18. og 19. öld.

 
Kvöld í baðstofunni

Safnanótt: Kvöld í baðstofunni 3 feb. 2023 18:30 - 22:00 Þjóðminjasafnið á Suðurgötu

Á Safnanótt býðst gestum Þjóðminjasafnsins að hverfa aftur til 19. aldar, setjast á bekk með kamba eða snældu í hönd og upplifa kvöldvöku í baðstofunni. Kvæðamannafélagið Iðunn sér um dagskrána.

 
Baðstofa

Barnaleiðsögn: Að þreyja þorrann - galdrasteinn og súrt skyr 5 feb. 2023 14:00 - 14:45 Þjóðminjasafnið á Suðurgötu

Hvað var til ráða í myrkri og kulda þegar lítið var til á árum áður? Það mátti leita í galdra eða hjátrú, það mátti stytta sér stundir á dimmum kvöldum með leik og kveðskap og eitthvað mátti eflaust finna í keröldum í búrinu til að seðja hungrið.

 

Fyrirsagnalisti

Heimsins hnoss - Lúinn kistill, silfurskeið og nærbuxur (með gati) 5 nóv. 2022 - 17 sep. 2023 Bogasalur - Þjóðminjasafnið Suðurgötu

Sýningin teflir saman upplýsingum um dánarbú sem varðveittar eru á Þjóðskjalasafni Íslands og gripum úr munasafni Þjóðminjasafnsins með það að markmiði að varpa ljósi á efnisheim fólks á 18. og 19. öld. 

 

Á elleftu stundu 17 sep. 2022 - 26 feb. 2023 Myndasalur - Þjóðminjasafnið Suðurgötu

Í yfir þúsund ár voru torfhús helstu híbýli Íslendinga en upp úr 1970 höfðu þau lokið því hlutverki sínu og einungis var þá búið í örfáum torfbæjum. Engar alhliða áætlanir lágu fyrir um varðveislu torfhúsa og því var komið að endalokum þeirra fáu bæja sem eftir stóðu.

 
Grunnsýning

Þjóð verður til. Menning og samfélag í 1200 ár 1 nóv. 2004 - 1 jan. 2100 Þjóðminjasafnið á Suðurgötu

Á grunnsýningu Þjóðminjasafnsins er leitast við að draga upp skýra og heillega mynd af menningarsögu Íslendinga. Gripir safnsins eru settir í sögulegt samhengi þar sem tekið er mið af tiltækum rannsóknum. Ýmsum aðferðum í sýningargerð er beitt til að miðla til gesta fjölbreyttum menningararfi þjóðarinnar.

 

TItill

Málshættir
  • Nokkrir gripir af grunnsýningu Þjóðminjasafnsins ásamt málshætti sem nefnir gripinn.

Ár hvert, þann 16. nóvember, er dagur íslenskrar tungu. Að því tilefni eru hér nokkrir gripir af sýningu Þjóðminjasafnsins Þjóð verður til, menning og samfélag í 1200 ár ásamt málshætti sem nefnir gripinn. 

Lesa meira

Farsóttir á Íslandi
  • Svartidauði, mislingar, berklar og spænska veikin. Hrafnhildur Eyjólfsdóttir stiklar á stóru um sögu farsótta á Íslandi.

Svartidauði, mislingar, berklar og spænska veikin. Hér er stiklað á stóru um sögu farsótta á Íslandi.

Lesa meira

Kristið goðaveldi, 1000-1200
  • Karólína Þórsdóttir segir frá kristnitöku Íslendinga og þeim breytingum sem kristnitakan hafði á norræna miðaldasamfélagið.

Greining á beinagrind úr safni Þjóðminjasafns Íslands

Þjóðminjasafn Íslands varðveitir samkvæmt lögum jarðfundna gripi og beinagrindur við kjöraðstæður. Hér gefur Joe Walser sérfræðingur munasafns innsýn í hvernig beinagrindur eru varðveittar og hvernig hægt er að nýta þær til rannsókna á lífi, heilsufari og lifnaðarháttum fólks fyrr á tímum. 

Lesa meira

Á þeysireið um Þjóðminjasafnið
  • Ratleikir eru skemmtileg leið til að kynnast Þjóðminjasafninu. Hér spreyta safnkennarar sig á ratleik.

Föstudaginn 3. apríl 2020 voru safnkennarar Þjóðminjasafnins, þær Hrafnhildur og Jóhanna, í beinni útsendingu á Facebooksíðu safnsins og fóru í gegnum einn af ratleikjum Þjóðminjasafnsins. Ratleikirnir eru góð leið til að kynnast safninu á léttan og líflegan hátt.

Lesa meira

Þinn eigin Sölvi Helgason
  • Hér má nálgast „aflitaða“ mynd eftir Sölva til að prenta út og lita að eigin vild.

Í Þjóðminjasafni Íslands er varðveitt stærsta safn verka eftir alþýðulistamanninn, flakkarann, heimspekinginn og sérvitringinn Sölva Helgason (Sólon Íslandus), um 150 myndverk og mikill fjöldi ritaðrara blaða með smáskrift Sölva. 

Lesa meira

Litabók
  • Skemmtilegar myndir sem er hægt að prenta út og lita

Litabók með myndum af völdum gripum sem varðveittir
eru á Þjóðminjasafni Íslands. Teikning og uppsetning/Illustration and layout: Sól Hrafnsdóttir.

Lesa meira

Mjólkurpósturinn
  • Mismunandi mjólkurumbúðir

Á tímum þar sem margir fá matvörur sendar heim að dyrum í stað þess að fara í verslanir er gaman að líta til baka til þess tíma þegar mjólk var á sumum stöðum á landinu flutt heim að dyrum með mjólkurpóstinum. Í þjóðháttasafni Þjóðminjasafnsins eru frásagnir af ungum drengjum sem voru sendir í sveit á sumrin og störfuðu þar meðal annars sem mjólkurpóstar.

Lesa meira

Þjóðháttasöfnun í 60 ár
  • Ágúst Ólafur Georgsson segir frá Þjóðháttasafninu

Ágúst Ólafur Georgsson sérfræðingur þjóðháttasafns segir frá þjóðháttasöfnun í Þjóðminjasafni Íslands

Lesa meira

Árabáturinn Ingjaldur í hús
  • 13. apríl árið 2004 var fyrsta grip grunnsýningarinnar, komið fyrir í sýningarsalnum. En hvernig komst árabátur inn í safnið?

Safnkennarar Þjóðminjasafnis eru stundum spurðir að því hvernig í ósköpunum árabáturinn hafi komist inn í sýningarsalinn. Í þessu myndbandi má sjá svarið við því. Ljósmyndirnar voru teknar þann 13. apríl árið 2004 en þá urðu þau tímamót í undirbúningi grunnsýningarinnar í Þjóðminjasafni Íslands að fyrsta sýningargripnum, - árabátnum Ingjaldi, var komið fyrir í nýju sýningarrými.

Lesa meira

Fréttir

28.9.2022 : Sérfræðingur við húsasafn Þjóðminjasafns Íslands

Auglýst er eftir sérfræðingi við húsasafn Þjóðminjasafns Íslands. Helstu verkefni starfsmanns tengjast viðhaldi á húsum í húsasafni Þjóðminjasafns og innviðauppbyggingu þeim tengdum. Í boði er nýtt og áhugavert starf á kjarnasviði safneignar þar sem hópur sérfræðinga vinnur að faglegu safnastarfi og þjóðminjavörslu, þ.e. söfnun, skráningu, varðveislu, rannsóknum og miðlun safneignar (myndir, munir, þjóðhættir og hús). Aðalstarfsstöð viðkomandi starfsmanns er á Tjarnarvöllum 11 í Hafnarfirði.

Lesa meira

27.9.2022 : Hallgerðarríma

Miðvikudaginn 28. september kl. 15 verður dagskrá helguð Hallgerði Gísladóttur þjóðfræðingi í fyrirlestrasal Þjóðminjasafnsins. Þar verða flutt stutt ávörp, kveðskapur og kvæðalög, vísnasöngur o.fl. Kynnt verður fyrirhuguð ný og aukin útgáfa bókar Hallgerðar, Íslensk matarhefð ásamt 10 fræðigreinum. Bókin kom út árið 1999 og hefur lengi verið ófáanleg. Hún er aðalrit Hallgerðar og hlaut hún fyrir bókina viðurkenningu Hagþenkis. Hún var tilnefnd til Íslensku bókmenntaverðlaunanna þegar hún kom út. Hægt er að panta eintak hér. https://form.123formbuilder.com/6122103. Verið öll velkomin.

Lesa meira

8.9.2022 : Sýningaropnun: Á elleftu stundu

Þjóðminjasafn Íslands býður til opnunar á sýningunni Á elleftu stundu laugardaginn 17. september kl. 14. Adam Grønholm, staðgengill sendiherra hjá danska sendiráðinu opnar sýninguna. Klukkan 13 verður sýningaspjall með þeim Kirsten Simonsen sýningarhöfundi og arkitektunum Poul Nedergaard Jensen og Jens Frederiksen en sá dagskrárliður mun fara fram á dönsku. Verið öll velkomin.

Lesa meira

26.8.2022 : Harpa Þórsdóttir er nýr þjóðminjavörður

Lilja Dögg Alfreðsdóttir menningar- og viðskiptaráðherra hefur skipað Hörpu Þórsdóttur til að gegna embætti þjóðminjavarðar.

Lesa meira

7.6.2022 : Drasl eða dýrgripir?

Í safninu eru nú til sýnis íslenskar umbúðir, sem Andrés Johnson rakari og safnari í Ásbúð í Hafnarfirði hirti. Án hans áhuga á hönnun væri þessi gripaheild ekki til. Sælgæti, tóbak, bón, happdrættismiðar, skömmtunarseðlar og fleira frá því um 1930-60.

Lesa meira

25.4.2022 : Sýningaopnun: Úr mýri í málm

Þjóðminjasafn Íslands býður til opnunar á sýningunni Úr mýri í málm laugardaginn 30. apríl kl. 14. Sýningin er unnin í samstarfi við Hurstwic LLC og Eiríksstaði. Verið öll velkomin.

Lesa meira

13.4.2022 : Sögur, samvera og sköpun

Sóley Ósk Hafberg Elídóttir kennari í Skóla Ísaks Jónssonar og Anna Leif Auðar Elídóttir safnkennari í Þjóðminjasafninu segja frá þemaverkefni nemenda skólans þar sem söfn eru notuð til að koma til móts við fjölbreyttar kennsluaðferðir og nálganir á viðfangsefni í kennslu. Fyrirlesturinn verður í fyrirlestrasal safnsins 26. apríl kl. 12 og í beinu streymi á YouTube.

Lesa meira

Fréttasafn


Opnunartími og verð

Aðgöngumiði í safnið kostar 2.500 kr. og gildir í eitt ár

Aðgöngumiðinn veitir aðgang að öllum sýningum og viðburðum á vegum safnsins.

Fyrir börn yngri en 18 ára og öryrkja kostar ekkert að heimsækja safnið

Opið alla daga nema mánudaga frá kl. 10 - 17

Nánari upplýsingar