
Sýningaopnun: Í skugganum og Nicoline Weywadt
Konur í hópi frumkvöðla á sviði ljósmyndunar eru í forgrunni sýningar sem opnar í ljósmyndasal Þjóðminjasafns Íslands þann 21. maí kl. 14. Sýningin Í skugganum varpar ljósi á tíu konur sem lögðu stund á ljósmyndun í Danmörku, Íslandi og Færeyjum á síðari hluta 19. aldar. Í Ljósmyndasalnum verður einnig sérsýning á verkum fyrsta íslenska kvenljósmyndarans, Nicoline Weywadt. Verið öll velkomin.
Fyrirsagnalisti

Í skugganum
Konur í hópi frumkvöðla á sviði ljósmyndunar eru í forgrunni sýningar sem opnar í ljósmyndasal Þjóðminjasafns Íslands þann 21. maí. Sýningin Í skugganum varpar ljósi á tíu konur sem lögðu stund á ljósmyndun í Danmörku, Íslandi og Færeyjum á síðari hluta 19. aldar.

Nicoline Weywadt
Í tengslum við farandsýninguna Í skugganum opnar sérsýning á verkum fyrsta íslenska kvenljósmyndarans, Nicoline Weywadt, á Veggnum á 1. hæð Þjóðminjasafns Íslands. Á sýningunni eru nokkrar ljósmyndir hennar auk teikningar af ljósmyndastúdíóinu sem hún lét byggja á Teigarhorni.

Úr mýri í málm
Á öldum áður unnu Íslendingar járn úr mýrum. Það var gert með rauðablæstri sem stundaður var í töluverðu mæli fram eftir miðöldum. Þá fór að draga verulega úr járngerð hér á landi og mun rauðablástur hafa lagst endanlega af á 17. eða 18. öld. Við það gleymdist margt varðandi þetta forna handverk og enn er ekki að fullu ljóst hvernig rauðablásturinn fór fram.

Saga úr jörðu. Hofstaðir í Mývatnssveit
Á Hofstöðum í Mývatnssveit er merkileg minjaheild allt frá víkingaöld og fram á þá tuttugustu. Þar er gríðarstór veisluskáli sem er eitt stærsta mannvirki sem rannsakað hefur verið á Íslandi. Að auki eru þar minni mannvirki sem hvert hafði sitt hlutverk. Nafn jarðarinnar og skálatóftin mikla sem talin var hofið sem bæjarnafnið vísaði til varð til þess að fræðimenn fengu snemma áhuga á staðnum.

Má bjóða þér til Stofu?
Stofa er fyrir fjölskyldur, skólahópa og alla forvitna gesti. Hún breytist eftir þörfum úr setustofu í rannsóknarstofu eða kennslustofu.

Heimili Ingibjargar og Jóns. Miðstöð Íslendinga í Kaupmannahöfn 1852-1879
Jón var leiðtogi Íslendinga í baráttunni fyrir sjálfstæðu sambandi Íslands við Danakonung og fyrirmynd í sjálfstæðisbaráttu síðari tíma. Heimilið var oft á tíðum líflegt og mannmargt og þar voru haldnir mikilvægustu stjórnmálafundir Íslendinga í Kaupmannahöfn.

Þjóð verður til. Menning og samfélag í 1200 ár
Á grunnsýningu Þjóðminjasafnsins er leitast við að draga upp skýra og heillega mynd af menningarsögu Íslendinga. Gripir safnsins eru settir í sögulegt samhengi þar sem tekið er mið af tiltækum rannsóknum. Ýmsum aðferðum í sýningargerð er beitt til að miðla til gesta fjölbreyttum menningararfi þjóðarinnar.
TItill

Málshættir
Ár hvert, þann 16. nóvember, er dagur íslenskrar tungu. Að því tilefni eru hér nokkrir gripir af sýningu Þjóðminjasafnsins Þjóð verður til, menning og samfélag í 1200 ár ásamt málshætti sem nefnir gripinn.
Lesa meira
Farsóttir á Íslandi
Svartidauði, mislingar, berklar og spænska veikin. Hér er stiklað á stóru um sögu farsótta á Íslandi.
Lesa meira
Greining á beinagrind úr safni Þjóðminjasafns Íslands
Þjóðminjasafn Íslands varðveitir samkvæmt lögum jarðfundna gripi og beinagrindur við kjöraðstæður. Hér gefur Joe Walser sérfræðingur munasafns innsýn í hvernig beinagrindur eru varðveittar og hvernig hægt er að nýta þær til rannsókna á lífi, heilsufari og lifnaðarháttum fólks fyrr á tímum.
Lesa meira
Á þeysireið um Þjóðminjasafnið
Föstudaginn 3. apríl 2020 voru safnkennarar Þjóðminjasafnins, þær Hrafnhildur og Jóhanna, í beinni útsendingu á Facebooksíðu safnsins og fóru í gegnum einn af ratleikjum Þjóðminjasafnsins. Ratleikirnir eru góð leið til að kynnast safninu á léttan og líflegan hátt.
Lesa meira
Þinn eigin Sölvi Helgason
Í Þjóðminjasafni Íslands er varðveitt stærsta safn verka eftir alþýðulistamanninn, flakkarann, heimspekinginn og sérvitringinn Sölva Helgason (Sólon Íslandus), um 150 myndverk og mikill fjöldi ritaðrara blaða með smáskrift Sölva.
Lesa meira
Litabók
Litabók með myndum af völdum gripum sem varðveittir
eru á Þjóðminjasafni Íslands. Teikning og uppsetning/Illustration and layout: Sól Hrafnsdóttir.

Mjólkurpósturinn
Á tímum þar sem margir fá matvörur sendar heim að dyrum í stað þess að fara í verslanir er gaman að líta til baka til þess tíma þegar mjólk var á sumum stöðum á landinu flutt heim að dyrum með mjólkurpóstinum. Í þjóðháttasafni Þjóðminjasafnsins eru frásagnir af ungum drengjum sem voru sendir í sveit á sumrin og störfuðu þar meðal annars sem mjólkurpóstar.
Lesa meira
Þjóðháttasöfnun í 60 ár
Ágúst Ólafur Georgsson sérfræðingur þjóðháttasafns segir frá þjóðháttasöfnun í Þjóðminjasafni Íslands
Lesa meira
Árabáturinn Ingjaldur í hús
Safnkennarar Þjóðminjasafnis eru stundum spurðir að því hvernig í ósköpunum árabáturinn hafi komist inn í sýningarsalinn. Í þessu myndbandi má sjá svarið við því. Ljósmyndirnar voru teknar þann 13. apríl árið 2004 en þá urðu þau tímamót í undirbúningi grunnsýningarinnar í Þjóðminjasafni Íslands að fyrsta sýningargripnum, - árabátnum Ingjaldi, var komið fyrir í nýju sýningarrými.
Lesa meiraFréttir
Sýningaopnun: Úr mýri í málm
Þjóðminjasafn Íslands býður til opnunar á sýningunni Úr mýri í málm laugardaginn 30. apríl kl. 14. Sýningin er unnin í samstarfi við Hurstwic LLC og Eiríksstaði. Verið öll velkomin.
Lesa meiraSögur, samvera og sköpun
Sóley Ósk Hafberg Elídóttir kennari í Skóla Ísaks Jónssonar og Anna Leif Auðar Elídóttir safnkennari í Þjóðminjasafninu segja frá þemaverkefni nemenda skólans þar sem söfn eru notuð til að koma til móts við fjölbreyttar kennsluaðferðir og nálganir á viðfangsefni í kennslu. Fyrirlesturinn verður í fyrirlestrasal safnsins 26. apríl kl. 12 og í beinu streymi á YouTube.
Lesa meiraSkrifstofur lokaðar 11. apríl
Skrifstofur Þjóðminjasafnsins í Vesturvör 16-20 og á Tjarnarvöllum 11 verða lokaðar mánudaginn 11. apríl, vegna starfsdags.
Lesa meiraPáskar 2022
Verið velkomin á Þjóðminjasafn Íslands í páskafríinu. Safnið er opið alla daga frá kl. 10 - 17 nema á páskadag er opið frá kl. 10 - 14 og lokað annan í páskum. Heimsókn í safnið er skemmtileg og fræðandi fyrir alla fjölskylduna og við bjóðum uppá margs konar leiðir til að upplifa sýningarnar okkar. Ókeypis fyrir börn yngri en 18 ára.
Lesa meiraRatsjáin á Straumnesfjalli var lítill angi af sögu sem er löngu lokið - og þó ekki
Í tilefni af ljósmyndasýningunni Straumnes sem sýnir leifar ratsjárstöðvar bandaríska hersins verður Albert Jónsson, fyrrverandi sendiherra og sérfræðingur í utanríkis- og varnarmálum með hádegisfyrirlestur í Þjóðminjasafninu 1. apríl næstkomandi. Fyrirlesturinn fjallar um öryggismál Íslands í sögu og samtíma og heitir Ratsjáin á Straumnesfjalli var lítill angi af sögu sem er löngu lokið - og þó ekki. Fyrirlestrinum verður einnig í streymi hér á YouTube rás safnsins.
Lesa meiraFyrirlestrar: Tíska og textíll á víkingaöld
Charlotte Rimstad, Ulla Mannering og Eva Andersson Strand, sérfræðingar í víkingaaldar klæðum flytja erindi í fyrirlestrasal safnsins þriðjudaginn 5. apríl kl. 12 - 14. Fyrirlestrarnir eru í samstarfi fyrirlesaranna, Þjóðminjasafn Danmerkur, Kaupmannahafnarháskóla og Þjóðminjasafn Íslands. Fyrirlestrinum verður streymt af YouTube rás safnsins. Fyrirlesturinn er á ensku (english version here).
Lesa meiraHvað er líkt með herstöð á Straumnesfjalli á Ströndum og gróðurhúsi á Suðurlandi?
Ljósmyndararnir Marinó Thorlacius og Vassilis Triantis taka á móti gestum í Myndasal Þjóðminjasafnsins ásamt Ágústu Kristófersdóttur, framkvæmdastjóra safneignar Þjóðminjasafns Íslands.
Lesa meiraOpnunartími og verð
Aðgöngumiði í safnið kostar 2.500 kr. og gildir í eitt ár
Aðgöngumiðinn veitir aðgang að öllum sýningum og viðburðum á vegum safnsins.
Fyrir börn yngri en 18 ára og öryrkja kostar ekkert að heimsækja safnið
Opið alla daga frá kl. 10 - 17
Nánari upplýsingar