Jólasíða Þjóðminjasafnsins

Jóladagskrá safnsins og fróðleikur um jólasiði Íslendinga 30 nóv. 2023 - 6 jan. 2024 Þjóðminjasafnið á Suðurgötu

 

Jólakötturinn er í felum á safninu. Ratleikur á íslensku, ensku og pólsku. 1 des. 2023 - 6 jan. 2024 Þjóðminjasafnið á Suðurgötu

Jólakötturinn hefur falið sig á tíu stöðum á Þjóðminjasafninu ... innan um hina ýmsu vætti, suma góða en aðra ferlega! Skyldi hann ætla að bjóða þeim til veislu? 

 

Dagskrá til heiðurs dr. Kristjáni Eldjárn 6 des. 2023 12:15 - 13:30 Fyrirlestrasalur Þjóðminjasafns Íslands

Á fæðingardegi dr. Kristjáns Eldjárn, þann 6. desember, bjóða Félag fornleifafræðinga og Þjóðminjasafn Íslands á fyrirlestur í Fyrirlestrasal safnsins við Suðurgötu 41.

 
Með verkum handanna

Sérfræðileiðsögn með Lilju Árnadóttur um sýninguna Með verkum handanna 9 des. 2023 14:00 - 15:00 Þjóðminjasafnið á Suðurgötu

Lilja Árnadóttir leiðir gesti um sýninguna Með verkum handanna, en á henni eru öll íslensku refilsaumsklæðin sem varðveittust á Íslandi. Á sérfræðileiðsögn Lilju í nóvember var fullt út dyrum og þurftu gestir frá að hverfa. Einstakt tækifæri til að njóta þekkingar Lilju á refilsaumsklæðunum íslensku.

 

Íslensku jólasveinarnir koma við á Þjóðminjasafninu kl. 11 12 des. 2023 - 24 des. 2023 10:59 - 11:45 Þjóðminjasafnið á Suðurgötu

Íslensku jólasveinarnir munu koma í Þjóðminjasafnið á hverjum degi, eins og venja er til, frá því að Stekkjastaur kemur til byggða þann 12. des og allt þar til Kertasníkir kemur á aðfangadag. Við tökum á móti þeim klukkan 11 að morgni ... og hlökkum til. 

 

Fyrirsagnalisti

Jólatré Þjóðminjasafnsins 1 des. 2023 - 6 jan. 2024 Þjóðminjasafnið á Suðurgötu

Á aðventu og fram á þrettándann má sjá sýningu á jólatrjám af þeirri gerð sem mörg muna eflaust eftir af æskuheimilum sínum eða úr stofum ömmu og afa eða langömmu og langafa. Jólatrén eru frá því snemma á 20. öld og fram undir 1970. Trén eru úr safneign Þjóðminjasafnsins og eru til sýnis á annarri hæð safnsins.

 
Með verkum handanna

Með verkum handanna 4 nóv. 2023 - 5 maí 2024 Bogasalur - Þjóðminjasafnið Suðurgötu

Dýrgripir íslenskrar listasögu á tímamótasýningu sem haldin er í tilefni af 160 ára afmæli Þjóðminjasafnsins. Öll fimmtán íslensku refilsaumsklæðin sem varðveist hafa verða á sýningunni. Níu klæði eru varðveitt í Þjóðminjasafni Íslands en sex eru í eigu erlendra safna. Þau hafa verið fengin að láni fyrir sýninguna, eitt frá Louvre safninu í París, fjögur frá Nationalmuseet København og eitt frá Rijksmuseum Twente í Hollandi.   

 
Laugarvatn

Sumardvalarstaðurinn Laugarvatn 16 sep. 2023 - 21 feb. 2024 Veggur - Þjóðminjasafnið Suðurgötu

Myndir frá Laugarvatni úr eigu Ljósmyndasafns Íslands.

 
Ljósmyndasýning frá hjólhýsahverfinu við Laugarvatn

Ef garðálfar gætu talað 16 sep. 2023 - 14 feb. 2024 Myndasalur - Þjóðminjasafnið Suðurgötu

Í kjarrinu við rætur Laugarvatnsfjalls var byggð sem teljast verður einstök á landsvísu. Hjólhýsi, gerð til að þjóta um vegi og staldra stutt við urðu hjól-laus, staðbundin, hluti af umhverfinu. Þau stóðu þétt saman og hýstu fólk sem hafði þarna sumardvöl og veitti sköpun sinni útrás með öðrum hætti en heimafyrir.

 

Úr mýri í málm 30 apr. 2022 - 1 maí 2024 Hornið - Þjóðminjasafnið Suðurgötu

Á öldum áður unnu Íslendingar járn úr mýrum. Það var gert með rauðablæstri sem stundaður var í töluverðu mæli fram eftir miðöldum. Þá fór að draga verulega úr járngerð hér á landi og mun rauðablástur hafa lagst endanlega af á 17. eða 18. öld. Við það gleymdist margt varðandi þetta forna handverk og enn er ekki að fullu ljóst hvernig rauðablásturinn fór fram. 

 
Grunnsýning

Þjóð verður til. Menning og samfélag í 1200 ár 1 nóv. 2004 - 1 jan. 2100 Þjóðminjasafnið á Suðurgötu

Á grunnsýningu Þjóðminjasafnsins er leitast við að draga upp skýra og heillega mynd af menningarsögu Íslendinga. Gripir safnsins eru settir í sögulegt samhengi þar sem tekið er mið af tiltækum rannsóknum. Ýmsum aðferðum í sýningargerð er beitt til að miðla til gesta fjölbreyttum menningararfi þjóðarinnar.

 

TItill

Málshættir
  • Nokkrir gripir af grunnsýningu Þjóðminjasafnsins ásamt málshætti sem nefnir gripinn.

Ár hvert, þann 16. nóvember, er dagur íslenskrar tungu. Að því tilefni eru hér nokkrir gripir af sýningu Þjóðminjasafnsins Þjóð verður til, menning og samfélag í 1200 ár ásamt málshætti sem nefnir gripinn. 

Lesa meira

Farsóttir á Íslandi
  • Svartidauði, mislingar, berklar og spænska veikin. Hrafnhildur Eyjólfsdóttir stiklar á stóru um sögu farsótta á Íslandi.

Svartidauði, mislingar, berklar og spænska veikin. Hér er stiklað á stóru um sögu farsótta á Íslandi.

Lesa meira

Kristið goðaveldi, 1000-1200
  • Karólína Þórsdóttir segir frá kristnitöku Íslendinga og þeim breytingum sem kristnitakan hafði á norræna miðaldasamfélagið.

Greining á beinagrind úr safni Þjóðminjasafns Íslands

Þjóðminjasafn Íslands varðveitir samkvæmt lögum jarðfundna gripi og beinagrindur við kjöraðstæður. Hér gefur Joe Walser sérfræðingur munasafns innsýn í hvernig beinagrindur eru varðveittar og hvernig hægt er að nýta þær til rannsókna á lífi, heilsufari og lifnaðarháttum fólks fyrr á tímum. 

Lesa meira

Á þeysireið um Þjóðminjasafnið
  • Ratleikir eru skemmtileg leið til að kynnast Þjóðminjasafninu. Hér spreyta safnkennarar sig á ratleik.

Föstudaginn 3. apríl 2020 voru safnkennarar Þjóðminjasafnins, þær Hrafnhildur og Jóhanna, í beinni útsendingu á Facebooksíðu safnsins og fóru í gegnum einn af ratleikjum Þjóðminjasafnsins. Ratleikirnir eru góð leið til að kynnast safninu á léttan og líflegan hátt.

Lesa meira

Þinn eigin Sölvi Helgason
  • Hér má nálgast „aflitaða“ mynd eftir Sölva til að prenta út og lita að eigin vild.

Í Þjóðminjasafni Íslands er varðveitt stærsta safn verka eftir alþýðulistamanninn, flakkarann, heimspekinginn og sérvitringinn Sölva Helgason (Sólon Íslandus), um 150 myndverk og mikill fjöldi ritaðrara blaða með smáskrift Sölva. 

Lesa meira

Litabók
  • Skemmtilegar myndir sem er hægt að prenta út og lita

Litabók með myndum af völdum gripum sem varðveittir
eru á Þjóðminjasafni Íslands. Teikning og uppsetning/Illustration and layout: Sól Hrafnsdóttir.

Lesa meira

Mjólkurpósturinn
  • Mismunandi mjólkurumbúðir

Á tímum þar sem margir fá matvörur sendar heim að dyrum í stað þess að fara í verslanir er gaman að líta til baka til þess tíma þegar mjólk var á sumum stöðum á landinu flutt heim að dyrum með mjólkurpóstinum. Í þjóðháttasafni Þjóðminjasafnsins eru frásagnir af ungum drengjum sem voru sendir í sveit á sumrin og störfuðu þar meðal annars sem mjólkurpóstar.

Lesa meira

Þjóðháttasöfnun í 60 ár
  • Ágúst Ólafur Georgsson segir frá Þjóðháttasafninu

Ágúst Ólafur Georgsson sérfræðingur þjóðháttasafns segir frá þjóðháttasöfnun í Þjóðminjasafni Íslands

Lesa meira

Árabáturinn Ingjaldur í hús
  • 13. apríl árið 2004 var fyrsta grip grunnsýningarinnar, komið fyrir í sýningarsalnum. En hvernig komst árabátur inn í safnið?

Safnkennarar Þjóðminjasafnis eru stundum spurðir að því hvernig í ósköpunum árabáturinn hafi komist inn í sýningarsalinn. Í þessu myndbandi má sjá svarið við því. Ljósmyndirnar voru teknar þann 13. apríl árið 2004 en þá urðu þau tímamót í undirbúningi grunnsýningarinnar í Þjóðminjasafni Íslands að fyrsta sýningargripnum, - árabátnum Ingjaldi, var komið fyrir í nýju sýningarrými.

Lesa meira

Fréttir

1.12.2023 : Með verkum handanna tilnefnd til Íslensku bókmenntaverðlaunanna

Með verkum handanna er tilnefnd til Íslensku bókmenntaverðlaunanna.

Lesa meira

20.11.2023 : 60 milljóna króna styrkur frá A.P. Møller sjóðnum til rannsóknarsamstarfs og sýningarhalds í Nesstofu

Danski sjóðurinn A.P. Møller og Hustru Chastine Mc-Kinney Møllers Fond til almene Formaal hefur ákveðið að styrkja nýtt rannsóknarverkefni og sýningu í Nesstofu sem tengist Ferðabók Eggerts Ólafssonar og Bjarna Pálssonar um ríflega 60 milljónir króna. Mótframlag íslenska ríkisins er 45 milljónir króna sem menningar- og viðskiptaráðuneytið og háskóla-, iðnaðar- og nýsköpunarráðuneytið munu fjármagna í sameiningu.

Lesa meira

15.11.2023 : Samstarfsverkefni með Borgarsögusafninu í Varsjá

Þjóðminjasafn Íslands tekur nú um stundir þátt í samstarfsverkefni með Borgarsögusafninu í Varsjá. Verkefnið er unnið með styrk frá Uppbyggingarsjóði EES/EEA Grant. 

Lesa meira

6.11.2023 : 400 gestir voru við opnun sýningarinnar Með verkum handanna

Laugardaginn 4. nóvember opnaði stærsta sýning Þjóðminjasafnsins á 160 ára afmælisári. Með verkum handanna. Á sýningunni eru öll íslensku refilsaumsklæðin sem eru einstök í íslenskri og alþjóðlegri listasögu. 

Lesa meira

23.10.2023 : Gögn úr Reykjavíkurupp-gröftum Borgarsögusafns afhent Þjóðminjasafni Íslands

Borgarsögusafn hefur nú formlega afhent Þjóðminjasafni Íslands til varðveislu öll gögn úr Reykjavíkuruppgröftum á tímabilinu 1972-1999. 

Lesa meira

18.9.2023 : Troðfullt hús við opnun ljósmyndasýninga um helgina

Þann 16. september opnuðu tvær ljósmyndasýningar í Þjóðminjasafninu. Fjölmargt var við opnunina og góður rómur gerður að sýningunum. 

Lesa meira

Fréttasafn


Opnunartími og verð

Aðgöngumiði í safnið kostar 2.500 kr. og gildir í eitt ár

Aðgöngumiðinn veitir aðgang að öllum sýningum og viðburðum á vegum safnsins.

Fyrir börn yngri en 18 ára og öryrkja kostar ekkert að heimsækja safnið

Opið alla daga frá kl. 10 - 17

Nánari upplýsingar