Leiðsögn/kynning: Saga úr jörðu. Hofstaðir í Mývatnssveit 25 feb. 2020 12:00 - 13:00 Fyrirlestrasalur Þjóðminjasafns Íslands

Þriðjudaginn 25. febrúar verður fyrirlestur og leiðsögn um sýninguna Saga úr jörðu. Hofstaðir í Mývatnssveit. Hrönn Konráðsdóttir, verkefnastjóri sýningarinnar og dr. Hildur Gestsdóttir, fornleifafræðingur og stjórnandi uppgraftarins á Hofstöðum munu halda stutta kynningu í fyrirlestrasal og ganga svo með gesti um sýninguna í Bogasal.

 

Gripir Náttúruminjasafns Íslands 8 mar. 2020 14:00 - 14:45 Safnahúsið við Hverfisgötu

Sunnudaginn 8. mars klukkan 14 leiðir sérfræðingur frá Náttúruminjasafni Íslands gesti um sýninguna Sjónarhorn - ferðalag um íslenskan myndheim í Safnahúsinu við Hverfisgötu.

 

Ráðstefna: Börn í forgrunni 12 mar. 2020 13:00 - 17:00 Safnahúsið við Hverfisgötu

Samstarfsverkefni Listasafns Íslands og Þjóðminjasafns Íslands Menntun barna í söfnum býður þér á ráðstefnuna: Börn í forgrunni - um öflugt barnastarf í söfnum fimmtudaginn 12. mars kl. 13:00-17:00 í Safnahúsinu við Hverfisgötu.

 

Leiðsögn: Fatnaður og tíska fyrri alda 15 mar. 2020 14:00 - 14:45 Þjóðminjasafnið á Suðurgötu

Leiðsögn í Þjóðminjasafni Íslands um fatnað og tísku fyrri alda.

 

Fyrirsagnalisti

Grunnsýning

Þjóð verður til. Menning og samfélag í 1200 ár 1 nóv. 2004 - 1 jan. 2100 Þjóðminjasafnið á Suðurgötu

Á grunnsýningu Þjóðminjasafnsins er leitast við að draga upp skýra og heillega mynd af menningarsögu Íslendinga. Gripir safnsins eru settir í sögulegt samhengi þar sem tekið er mið af rannsóknum. Ýmsum aðferðum í sýningargerð er beitt til að miðla gestum fjölbreyttum menningararfi þjóðarinnar.

 

Sjónarhorn – ferðalag um íslenskan myndheim 18 apr. 2015 - 18 apr. 2021 Safnahúsið við Hverfisgötu

Sjónarhorn er grunnsýning á sjónrænum menningararfi Íslendinga en þar eru sýnd verk úr safneign Þjóðminjasafns Íslands, Listasafns Íslands, Náttúruminjasafns Íslands, Þjóðskjalasafns Íslands, Landsbókasafns Íslands - Háskólabókasafns og Stofnunar Árna Magnússonar. Þjóðminjasafnið sér um rekstur hússins. 

 

Kirkjur Íslands: Leitin að klaustrunum 26 maí 2018 - 21 mar. 2021 Hornið - Þjóðminjasafnið Suðurgötu

Klausturhald á Íslandi hófst með stofnun klausturs í Bæ í Borgarfirði árið 1030. Samtals voru þrettán klaustur stofnuð á fjórtán stöðum á kaþólsku tímaskeiði hérlendis en því síðasta var komið á fót á Skriðuklaustri árið 1493. Klaustrin urðu ásamt biskupsstólunum að umsvifamestu kirkjulegu stofnunum í landinu fram til siðaskipta. Þá var þeim lokað og kaþólsk trú bönnuð með lögum. Klausturhald féll í gleymsku og minjar úr klaustrum týndust. 

 

Heimili Ingibjargar og Jóns Miðstöð Íslendinga í Kaupmannahöfn 1852-1879 6 des. 2018 - 6 des. 2022 Jónshús

Jón var leiðtogi Íslendinga í baráttunni fyrir sjálfstæðu sambandi Íslands við Danakonung og fyrirmynd í sjálfstæðisbaráttu síðari tíma. Heimilið var oft á tíðum líflegt og mannmargt og þar voru haldnir mikilvægustu stjórnmálafundir Íslendinga í Kaupmannahöfn. 

 

Óravíddir - orðaforðinn í nýju ljósi 7 jún. 2019 - 31 maí 2020 10:00 - 17:00 Safnahúsið við Hverfisgötu

Óravíddir – orðaforðinn í nýju ljósi er innsetning á myndrænni birtingu íslensks orðaforða í þrívídd sem unnin er upp úr Íslensku orðaneti eftir Jón Hilmar Jónsson.

 

Ganýmedes eftir Bertel Thorvaldsen 13 jún. 2019 - 31 maí 2020 10:00 - 17:00 Safnahúsið við Hverfisgötu

Einn af kjörgripum Listasafns Íslands er höggmyndin Ganýmedes eftir Bertel Thorvaldsen (1770–1844). Thorvaldsen, sem var af íslenskum ættum, var einn þekktasti listamaður Evrópu um sína daga og talinn einn helsti fulltrúi nýklassíska stílsins í höggmyndalist. Frummyndina að Ganýmedes gerði Thorvaldsen í Róm árið 1804 og er marmaramyndin sem nú er sýnd í Safnahúsinu meðal elstu verka í safneign Listasafns Íslands og eina höggmyndin sem safnið á eftir Thorvaldsen. 

 

Má bjóða þér til Stofu? 17 jún. 2019 - 18 jún. 2030 Þjóðminjasafnið á Suðurgötu

Stofa er fyrir fjölskyldur, skólahópa og alla forvitna gesti. Hún breytist eftir þörfum úr setustofu í rannsóknarstofu eða kennslustofu.

 

Í ljósmálinu 18 jan. 2020 - 30 ágú. 2020 Myndasalur - Þjóðminjasafnið Suðurgötu

Reykvíkingurinn og áhugaljósmyndarinn Gunnar Pétursson átti langan og einstakan feril. Hvort sem hann myndaði náttúru, borg eða mannlíf þá einkenndust öll verk hans af óhlutstæðri sýn hans á umhverfið. Hann sá fleti, form og áferð og lagði alúð í að fanga ljós og hreyfingu í myndum sínum. Hann var virkur í bylgju áhugaljósmyndara eftirstríðsáranna í íslensku samfélagi þegar ný sýn og nýir straumar hösluðu sér völl og listræn ljósmyndun komst á dagskrá.

 

Horft til norðurs 18 jan. 2020 - 30 ágú. 2020 Veggur - Þjóðminjasafnið Suðurgötu

Ljósmyndararinn Jessica Auer fer í einskonar könnunarleiðangur um ferðamannastaði Íslands og skrásetur umhverfi ferðamannsins. Í myndum hennar verða ferðalangurinn og efnisheimur hans hluti af náttúrusvæðum og áningarstöðum.

 

Opnunartími og verð

Árskort í safnið kostar 2000 kr.

Árskort veitir aðgang að öllum sýningum og viðburðum á vegum safnsins í Þjóðminjasafninu við Suðurgötu og Safnahúsinu við Hverfisgötu

Fyrir börn 17 ára og yngri og öryrkja kostar ekkert að heimsækja safnið

Opið alla nema mánudaga frá kl. 10 - 17

Nánari upplýsingar


Má bjóða þér til Stofu?

Stofa er fyrir fjölskyldur, skólahópa og alla forvitna gesti. Hún breytist eftir þörfum úr setustofu í rannsóknarstofu eða kennslustofu.

Árskort veitir aðgang að öllum viðburðum

Það tekur tíma að fara í ferðalag sem nær yfir 1200 ár.  Árskort veitir aðgang að öllum sýningum og viðburðum á vegum safnsins í Þjóðminjasafninu við Suðurgötu og Safnahúsinu við Hverfisgötu.  

Leiðsögn

Þjóðminjasafn Íslands býður upp á almenna leiðsögn um grunnsýningar og sérsýningar safnsins. Leiðsagnir eru auglýstar hér á síðunni undir viðburðir. 


Fréttir

21.2.2020 : Ráðstefna: Börn í forgrunni

Samstarfsverkefni Listasafns Íslands og Þjóðminjasafns Íslands Menntun barna í söfnum býður þér á ráðstefnuna: Börn í forgrunni - um öflugt barnastarf í söfnum fimmtudaginn 12. mars kl. 13:00-17:00 í Safnahúsinu við Hverfisgötu.

Lesa meira

14.2.2020 : Lokað vegna veðurs / Closed due to weather

Þjóðminjasafn Íslands verður lokað í dag, 14. febrúar vegna veðurs. // The National Museum is closed today, February 14 due to weather conditions.

13.2.2020 : Lokað vegna veðurs föstudaginn 14. febrúar til kl. 12

Í ljósi slæmrar veðurspár verður Þjóðminjasafn Íslands og Safnahúsið lokað til kl. 12, föstudaginn 14. febrúar. Við hvetjum alla til að fara varlega og fylgjast með tilkynningum frá Almannavörnum. 

Lesa meira

13.2.2020 : Sýningaropnun: Saga úr jörðu. Hofstaðir í Mývatnssveit

Þjóðminjasafn Íslands býður þér að vera við opnun sýningarinnar
Saga úr jörðu. Hofstaðir í Mývatnssveit. Sýningin er unnin í samstarfi við Fornleifastofnun Íslands.

Lesa meira

24.1.2020 : Jessica Auer er vinningshafi ljósmyndarýni Ljósmyndahátíðar Íslands 2020

Kanadíski ljósmyndarinn Jessica Auer hlaut 400.000 kr. styrk úr minningarsjóði Magnúsar Ólafssonar ljósmyndara (1862-1937). Ljósmyndir Jessicu eru til sýnis á Vegg í Þjóðminjasafni Íslands. Sýningin, Horft til norðurs stendur yfir til 30. ágúst 2020 og er framlag safnsins til Ljósmyndahátíðar Íslands 2020. Við óskum Jessicu innilega til hamingju með styrkinn.

Lesa meira

22.1.2020 : Útgáfuhóf og leiðsögn: Í Ljósmálinu - Gunnar Pétursson

Á sunnudaginn 16. febrúar fögnum við útgáfu bókarinnar Í ljósmálinu – Gunnar Pétursson í Myndasal þar sem stendur yfir samnefnd ljósmyndasýning. Reykvíkingurinn og áhugaljósmyndarinn Gunnar Pétursson (1928-2012) átti nokkuð einstakan feril. Hann tók mannlífsmyndir á 6. áratugnum en ferða- og náttúrumyndir eiga hjarta hans síðar á ævinni. Safn ljósmynda Gunnars frá ólíkum tímaskeiðum er að finna í bókinni og sýnir vel hve hugfanginn Gunnar var af hinu óhlutbundna, tilraunakennda og formfagra.

Lesa meira

20.1.2020 : Þjóðminjasafnið í hópi þeirra bestu

Þjóðminjasafn Íslands er í flokki tíu bestu safna í höfuðborgum Evrópu, samkvæmt nýlegri úttekt breska blaðsins The Guardian.

Lesa meira

Fréttasafn