
Halldór Baldursson mætir Halldóri Péturssyni. Teiknismiðja fyrir börn og fjölskyldur
Nafnarnir Halldór Baldursson og Halldór Pétursson eru þjóðkunnir teiknarar báðir tveir. Sá fyrrnefndi leiðbeinir börnum og fylgifiskum að teikna dýr og fólk, sveit og borg, eða annað sem viðstöddum blæs í brjóst í tengslum við sýningu á verkum Halldórs Péturssonar (1916-1977) sem stendur yfir í Myndasal Þjóðminjasafnsins til og með 14. mars. Sýningin nefnist Teiknað fyrir þjóðina – myndheimur Halldórs Péturssonar. Verið hjartanlega velkomin með börnin að skoða sýninguna og teikna undir handleiðslu eins reyndasta teiknara þjóðarinnar. Allt efni innifalið. Athugið ekki þarf að skrá sig fyrirfram á viðburðinn.

Sérfræðibókasafn í sögulegu ljósi
Gróa Finnsdóttir, bókasafns- og upplýsingafræðingur í Þjóðminjasafni Íslands, flytur hádegisfyrirlestur í fyrirlestrasal safnsins 9. mars kl. 12. Vegna fjöldatakmarkana er nauðsynlegt að bóka sig hér eða með því að hringja í síma 530 2202. Fyrirlestrinum verður einnig streymt í gegnum YouTube rás safnsins.

Leiðsögn: Unnar Örn sýningarstjóri
Unnar Örn Auðarson, sýningarstjóri og listamaður fer með gesti um sýninguna Teiknað fyrir þjóðina – Myndheimur Halldórs Péturssonar á sunnudaginn 14. mars kl. 14. Þetta er jafnframt síðasti sýningadagurinn í Myndasal.
Fyrirsagnalisti

Víkingaþrautin
Allir forvitnir og ævintýragjarnir krakkar ættu að leggja leið sína í Þjóðminjasafnið og feta í fótspor Ellu, Jóa, Kalla og Selmu úr sjónvarpsþáttunum Víkingaþrautin í Stundinni okkar. Fjórmenningarnir áttu að vinna skólaverkefni í Þjóðminjasafninu en leystu í staðinn óvænt ævafornan víking úr álögum! Til að hjálpa víkingnum að komast til Valhallar, stað hinna föllnu hetja, þurftu þau að leysa sérstakar víkingaþrautir og ráða rúnagátur. Um leið komust þau að því hver það var sem hneppti víkinginn í álög. Hver ætli það sé?

Teiknað fyrir þjóðina. Myndheimur Halldórs Péturssonar
Fáir hafa teiknað sig eins djúpt inni í hjarta þjóðarinnar og listamaðurinn Halldór Pétursson (1916-1977). Á blómatíma hans sem teygði sig yfir marga áratugi voru verk hans alltumlykjandi í íslensku samfélagi. Hann myndskreytti fjöldann allan af bókum, teiknaði forsíður vinsælla tímarita, vann frímerki og peningaseðla og teiknaði andlitsmyndir.

Tónlist, dans og tíska
Andrúm menningarlífsins í Reykjavík kemur sterkt fram í sérvöldum ljósmyndum Vigfúsar Sigurgeirssonar (1900 - 1984) ljósmyndara frá árum seinni heimstyrjaldarinnar. Þar má sjá dansmeyjar og tónlistarmenn í bland við einstakar myndir af tískusýningu á Hótel Borg. Glæsileiki og fágun eru alsráðandi í myndatökunum.

Vigdís, forseti nýrra tíma
Á Torginu í Þjóðminjasafni má nú sjá ljósmyndasýninguna Vigdís, forseti nýrra tíma sem er tileinkuð Vigdísi Finnbogadóttur fyrrum forseta. Í ár fagnaði Vigdís 90 ára afmæli en einnig eru liðin 40 ár frá sögulegu kjöri hennar sem forseti. Vigdís gegndi embætti forseta í 16 ár frá 1980 til 1996.

Saga úr jörðu. Hofstaðir í Mývatnssveit
Á Hofstöðum í Mývatnssveit er merkileg minjaheild allt frá víkingaöld og fram á þá tuttugustu. Þar er gríðarstór veisluskáli sem er eitt stærsta mannvirki sem rannsakað hefur verið á Íslandi. Að auki eru þar minni mannvirki sem hvert hafði sitt hlutverk. Nafn jarðarinnar og skálatóftin mikla sem talin var hofið sem bæjarnafnið vísaði til varð til þess að fræðimenn fengu snemma áhuga á staðnum.

Má bjóða þér til Stofu?
Stofa er fyrir fjölskyldur, skólahópa og alla forvitna gesti. Hún breytist eftir þörfum úr setustofu í rannsóknarstofu eða kennslustofu.

Ganýmedes eftir Bertel Thorvaldsen
Einn af kjörgripum Listasafns Íslands er höggmyndin Ganýmedes eftir Bertel Thorvaldsen (1770–1844). Thorvaldsen, sem var af íslenskum ættum, var einn þekktasti listamaður Evrópu um sína daga og talinn einn helsti fulltrúi nýklassíska stílsins í höggmyndalist. Frummyndina að Ganýmedes gerði Thorvaldsen í Róm árið 1804 og er marmaramyndin sem nú er sýnd í Safnahúsinu meðal elstu verka í safneign Listasafns Íslands og eina höggmyndin sem safnið á eftir Thorvaldsen.

Óravíddir - orðaforðinn í nýju ljósi
Óravíddir – orðaforðinn í nýju ljósi er innsetning á myndrænni birtingu íslensks orðaforða í þrívídd sem unnin er upp úr Íslensku orðaneti eftir Jón Hilmar Jónsson.

Heimili Ingibjargar og Jóns. Miðstöð Íslendinga í Kaupmannahöfn 1852-1879
Jón var leiðtogi Íslendinga í baráttunni fyrir sjálfstæðu sambandi Íslands við Danakonung og fyrirmynd í sjálfstæðisbaráttu síðari tíma. Heimilið var oft á tíðum líflegt og mannmargt og þar voru haldnir mikilvægustu stjórnmálafundir Íslendinga í Kaupmannahöfn.
TItill

Málshættir
Ár hvert, þann 16. nóvember, er dagur íslenskrar tungu. Að því tilefni eru hér nokkrir gripir af sýningu Þjóðminjasafnsins Þjóð verður til, menning og samfélag í 1200 ár ásamt málshætti sem nefnir gripinn.
Lesa meira
Farsóttir á Íslandi
Svartidauði, mislingar, berklar og spænska veikin. Hér er stiklað á stóru um sögu farsótta á Íslandi.
Lesa meira
Sölvi Helgason
Alþýðulistamaðurinn, flakkarinn, heimspekingurinn og sérvitringurinn Sölvi Helgason (Sólon Íslandus) fæddist í Skagafirði fyrir 200 árum, þann 16. ágúst 1820. Í Þjóðminjasafni Íslands er varðveitt stærsta safn verka eftir hann og í tilefni þessara tímamóta opnar nú vefsýning á verkum Sölva í menningarsögulega gagnagrunninum Sarpi. Sýningarstjóri er Freyja Hlíðkvist Ómarsdóttir Sesseljudóttir
Lesa meira
Greining á beinagrind úr safni Þjóðminjasafns Íslands
Þjóðminjasafn Íslands varðveitir samkvæmt lögum jarðfundna gripi og beinagrindur við kjöraðstæður. Hér gefur Joe Walser sérfræðingur munasafns innsýn í hvernig beinagrindur eru varðveittar og hvernig hægt er að nýta þær til rannsókna á lífi, heilsufari og lifnaðarháttum fólks fyrr á tímum.
Lesa meira
Á þeysireið um Þjóðminjasafnið
Föstudaginn 3. apríl 2020 voru safnkennarar Þjóðminjasafnins, þær Hrafnhildur og Jóhanna, í beinni útsendingu á Facebooksíðu safnsins og fóru í gegnum einn af ratleikjum Þjóðminjasafnsins. Ratleikirnir eru góð leið til að kynnast safninu á léttan og líflegan hátt.
Lesa meira
Greining á beinagrind í beinni útsendingu
Sérfræðingar Þjóðminjasafnsins sátu fyrir svörum í beinni útsendingu miðvikudaginn 15. apríl kl. 11 og svöruðu spurningum sem snúa að heilsufari og sjúkdómum fyrr á öldum, og öðru sem lesa má úr beinagrindum.
Lesa meira
"Lífið á tímum kórónuveirunnar."
Mikilvægt er að safnað verði heimildum um daglegt líf fólks meðan á kórónuveirufaraldrinum stendur, reynslu þess og upplifanir, á þessum afar sérstæðu tímum.
Lesa meira
Þinn eigin Sölvi Helgason
Í Þjóðminjasafni Íslands er varðveitt stærsta safn verka eftir alþýðulistamanninn, flakkarann, heimspekinginn og sérvitringinn Sölva Helgason (Sólon Íslandus), um 150 myndverk og mikill fjöldi ritaðrara blaða með smáskrift Sölva.
Lesa meira
Litabók
Litabók með myndum af völdum gripum sem varðveittir
eru á Þjóðminjasafni Íslands. Teikning og uppsetning/Illustration and layout: Sól Hrafnsdóttir.
Fréttir
Safnahúsið afhent Listasafni Íslands
Að fenginni tillögu Þjóðminjasafns Íslands og Listasafns Íslands til mennta- og menningarmálaráðuneytisins hefur ráðherra tekið ákvörðun um að verkefni Safnahússins við Hverfisgötu færist til Listasafnsins frá og með 1. mars. Safnahúsið verður því áfram vettvangur fyrir spennandi safnastarf með nýrri grunnsýningu Listasafns Íslands sem ráðgert er að opna á Menningarnótt.
Lesa meiraÖll vötn renna til sjávar. Móttaka gripa úr fornleifarannsóknum 2020
Ármann Guðmundsson og Hrönn Konráðsdóttir, sérfræðingar í Munasafni Þjóðminjasafns Íslands, flytja hádegisfyrirlestur í fyrirlestrasal safnsins 23. febrúar kl. 12. Vegna fjöldatakmarkana er nauðsynlegt að bóka sig hér eða hringja í síma 530 2202. Grímuskylda og 2 metra reglan gildir á safninu. Fyrirlestrinum verður einnig streymt í gegnum YouTube rás safnsins.
Lesa meiraStarfsfólk Þjóðminjasafns Íslands tekur vel á móti fjölskyldum í vetrarfríi
Heimsókn í Þjóðminjasafnið er skemmtileg og fræðandi fyrir alla fjölskylduna og við bjóðum uppá margs konar leiðir til að upplifa sýningarnar okkar.
Lesa meiraLeiðsögn: Ágústa Kristófersdóttir sviðstjóri í Þjóðminjasafni Íslands
Ágústa Kristófersdóttir, safnafræðingur og sviðsstjóri munasafns Þjóðminjasafns Íslands, leiðir gesti um sýninguna og ræðir þau sjónarhorn á menningararfinn sem þar má finna. Samspil myndlistar, náttúruminja, skjallegra heimilda og menningarminja verður skoðað og rætt um hvað gripirnir segja og um hvað þeir þegja.
Lesa meiraFyrirlestur: Á stríðsárunum. Tónlist, dans og tíska
Ath. Fullbókað er í fyrirlestrasalinn. Við bendum gestum á beint streymi í gegnum YouTube.
Páll Baldvin Baldvinsson, rithöfundur mun flytja hádegisfyrirlestur 9. febrúar kl. 12 í fyrirlestrasal Þjóðminjasafnsins. Tilefnið er yfirstandandi ljósmyndasýning „Tónlist, dans og tíska“ með einstökum myndum Vigfúsar Sigurgeirssonar frá menningarlífi Reykjavíkurborgar á tímum seinni heimstyrjaldarinnar. Páll Baldvin er afar fróður um þetta tímabil í sögu þjóðarinnar og árið 2015 kom út bókin hans „Stríðsárin 1938-1945“. Margar sjaldséðar myndir Vigfúsar birtust einmitt í þeirri bók.
Lesa meiraVetrarhátíð 2021. Steinglersgluggar eftir Nínu Tryggvadóttur
Þrjú litrík steinglersverk eftir Nínu Tryggvadóttur eru í röð niður eftir þeirri hlið Þjóðminjasafnins sem að Hringbraut snýr. Verkin eru sérstaklega unnin með staðsetninguna og tengingar við íslenska menningarsögu í huga. Gluggarnir eru hluti af heildarmynd safnsins en í tilefni Vetrarhátíðar er athygli vegfarenda vakin á hinum fögru litum og formum verkanna með sérstakri lýsingu.
Lesa meiraMálþing til heiðurs Þóru Kristjánsdóttur, listfræðingi
Listfræðafélag Íslands og Þjóðminjasafn Íslands standa fyrir málþingi til heiðurs Þóru Kristjánssdóttur, listfræðingi. Málþingið er haldið í fyrirlestrarsal safnsins við Suðurgötu á afmælisdegi Þóru laugardaginn 23. janúar klukkan 13:00 – 15:00. Þóra Kristjánsdóttir var valin fyrsti heiðursfélagi Listfræðafélags Íslands árið 2020.
Lesa meiraOpnunartími og verð
Aðgöngumiði í safnið kostar 2.000 kr. og gildir sem árskort
Aðgöngumiðinn veitir aðgang að öllum sýningum og viðburðum á vegum safnsins.
Fyrir börn yngri en 18 ára og öryrkja kostar ekkert að heimsækja safnið
Opið alla daga nema mánudaga frá kl. 10 - 17
Nánari upplýsingar