Málþing: Lifandi samspil þjóðfræði og nærsamfélags 19 sep. 2024 13:00 - 15:00 Fyrirlestrasalur Þjóðminjasafns Íslands

Fimmtudaginn 19. september munu Joanna Kościańska og Justyna Orlikowska frá Félagi pólskra þjóðfræðirannsókna kynna starfsemi og verkefni félagsins í fyrirlestrasal Þjóðminjasafnsins.

 
Sibyl

Spurt og svarað með Sibyl Urbancic 21 sep. 2024 14:00 - 15:00 Fyrirlestrasalur Þjóðminjasafns Íslands

Nýlega kom út bókin Tónar útlaganna - Þrír landflótta tónlistarmenn sem mótuðu íslenskt menningarlíf eftir Árna Heimi Ingólfsson. Í bókinni er fjallað um þrjá erlenda tónlistarmenn – Róbert Abraham, Heinz Edelstein og Victor Urbancic – sem flúðu nasismann til Íslands á fjórða áratug síðustu aldar. Hér reyndust þeir sannkallaðir kraftaverkamenn í íslensku tónlistarlífi og með elju sinni og ákafa lögðu þeir grunninn að því gróskumikla tónlistarlífi sem við þekkjum í dag.

 
Þjóðminjasafn Íslands

Stofnun lýðveldis á Íslandi. Sunnudagsbíó fyrir þjóðina. 13 okt. 2024 14:00 - 15:30 Þjóðminjasafnið á Suðurgötu

Þá er komið að því! Þann 13. október verður sýnd kvikmynd sem íslenska ríkið lét taka við stofnun lýðveldis á Íslandi árið 1944. Framleiðsla myndarinnar átti eftir að draga dilk á eftir sér og varð hún helst þekkt fyrir það að vera nánast ónothæf til sýninga um þennan merkilega viðburð. En eftir sem áður er myndin ómetanleg heimild um lýðveldisstofnunina.

 

Fyrirsagnalisti

Lögréttutjöldin 14 jún. 2024 - 1 jún. 2025 Hornið - Þjóðminjasafnið Suðurgötu

Í tilefni 80 ára afmælishátíðar lýðveldis á Íslandi sýnir Þjóðminjasafn Íslands í samstarfi við Þjóðgarðinn á Þingvöllum tjöld sem eru talin hafa hangið í Lögréttuhúsinu á Þingvöllum á síðari hluta 18. aldar. 

 

Þjóð í mynd: Myndefni frá stofnun lýðveldis 1944 14 jún. 2024 - 5 jan. 2025 Þjóðminjasafnið á Suðurgötu

Þjóðminjasafn Íslands og Kvikmyndasafn Íslands hafa tekið saman höndum um sýningu á efni frá atburðum þeim sem áttu sér stað í maí og júní árið 1944 og leiddu til lýðveldisstofnunarinnar þann 17. júní. 

 

Brot úr framtíð 8 jún. 2024 - 10 nóv. 2024 Bogasalur - Þjóðminjasafnið Suðurgötu

Sýningin Brot úr framtíð í Bogasal Þjóðminjasafns Íslands byggir á listrannsókn og myndlistarverkefni Þorgerðar Ólafsdóttur þar sem hún veltir fyrir sér fyrirbærum tengdum mannöld og hugmyndum okkar um menningar- og náttúruarf. 

 
Myndasalur í 20 ár

Myndasalur í 20 ár | Úr safneign 16 mar. 2024 - 5 jan. 2025 Myndasalur - Þjóðminjasafnið Suðurgötu

Sýndar verða ljósmyndir eftir samtímaljósmyndara sem sýnt hafa verk sín í Myndasal frá því hann var opnaður árið 2004.

 
Grunnsýning

Þjóð verður til. Menning og samfélag í 1200 ár 1 nóv. 2004 - 1 jan. 2100 Þjóðminjasafnið á Suðurgötu

Á grunnsýningu Þjóðminjasafnsins er leitast við að draga upp skýra og heillega mynd af menningarsögu Íslendinga. Gripir safnsins eru settir í sögulegt samhengi þar sem tekið er mið af tiltækum rannsóknum. Ýmsum aðferðum í sýningargerð er beitt til að miðla til gesta fjölbreyttum menningararfi þjóðarinnar.

 

TItill

Málshættir
  • Nokkrir gripir af grunnsýningu Þjóðminjasafnsins ásamt málshætti sem nefnir gripinn.

Ár hvert, þann 16. nóvember, er dagur íslenskrar tungu. Að því tilefni eru hér nokkrir gripir af sýningu Þjóðminjasafnsins Þjóð verður til, menning og samfélag í 1200 ár ásamt málshætti sem nefnir gripinn. 

Lesa meira

Farsóttir á Íslandi
  • Svartidauði, mislingar, berklar og spænska veikin. Hrafnhildur Eyjólfsdóttir stiklar á stóru um sögu farsótta á Íslandi.

Svartidauði, mislingar, berklar og spænska veikin. Hér er stiklað á stóru um sögu farsótta á Íslandi.

Lesa meira

Kristið goðaveldi, 1000-1200
  • Karólína Þórsdóttir segir frá kristnitöku Íslendinga og þeim breytingum sem kristnitakan hafði á norræna miðaldasamfélagið.

Greining á beinagrind úr safni Þjóðminjasafns Íslands

Þjóðminjasafn Íslands varðveitir samkvæmt lögum jarðfundna gripi og beinagrindur við kjöraðstæður. Hér gefur Joe Walser sérfræðingur munasafns innsýn í hvernig beinagrindur eru varðveittar og hvernig hægt er að nýta þær til rannsókna á lífi, heilsufari og lifnaðarháttum fólks fyrr á tímum. 

Lesa meira

Á þeysireið um Þjóðminjasafnið
  • Ratleikir eru skemmtileg leið til að kynnast Þjóðminjasafninu. Hér spreyta safnkennarar sig á ratleik.

Föstudaginn 3. apríl 2020 voru safnkennarar Þjóðminjasafnins, þær Hrafnhildur og Jóhanna, í beinni útsendingu á Facebooksíðu safnsins og fóru í gegnum einn af ratleikjum Þjóðminjasafnsins. Ratleikirnir eru góð leið til að kynnast safninu á léttan og líflegan hátt.

Lesa meira

Þinn eigin Sölvi Helgason
  • Hér má nálgast „aflitaða“ mynd eftir Sölva til að prenta út og lita að eigin vild.

Í Þjóðminjasafni Íslands er varðveitt stærsta safn verka eftir alþýðulistamanninn, flakkarann, heimspekinginn og sérvitringinn Sölva Helgason (Sólon Íslandus), um 150 myndverk og mikill fjöldi ritaðrara blaða með smáskrift Sölva. 

Lesa meira

Litabók
  • Skemmtilegar myndir sem er hægt að prenta út og lita

Litabók með myndum af völdum gripum sem varðveittir
eru á Þjóðminjasafni Íslands. Teikning og uppsetning/Illustration and layout: Sól Hrafnsdóttir.

Lesa meira

Mjólkurpósturinn
  • Mismunandi mjólkurumbúðir

Á tímum þar sem margir fá matvörur sendar heim að dyrum í stað þess að fara í verslanir er gaman að líta til baka til þess tíma þegar mjólk var á sumum stöðum á landinu flutt heim að dyrum með mjólkurpóstinum. Í þjóðháttasafni Þjóðminjasafnsins eru frásagnir af ungum drengjum sem voru sendir í sveit á sumrin og störfuðu þar meðal annars sem mjólkurpóstar.

Lesa meira

Þjóðháttasöfnun í 60 ár
  • Ágúst Ólafur Georgsson segir frá Þjóðháttasafninu

Ágúst Ólafur Georgsson sérfræðingur þjóðháttasafns segir frá þjóðháttasöfnun í Þjóðminjasafni Íslands

Lesa meira

Árabáturinn Ingjaldur í hús
  • 13. apríl árið 2004 var fyrsta grip grunnsýningarinnar, komið fyrir í sýningarsalnum. En hvernig komst árabátur inn í safnið?

Safnkennarar Þjóðminjasafnis eru stundum spurðir að því hvernig í ósköpunum árabáturinn hafi komist inn í sýningarsalinn. Í þessu myndbandi má sjá svarið við því. Ljósmyndirnar voru teknar þann 13. apríl árið 2004 en þá urðu þau tímamót í undirbúningi grunnsýningarinnar í Þjóðminjasafni Íslands að fyrsta sýningargripnum, - árabátnum Ingjaldi, var komið fyrir í nýju sýningarrými.

Lesa meira

Fréttir

20.6.2024 : Sýningaropnun: Þjóð í mynd og Lögréttutjöldin

Fjölmenni var í Þjóðminjasafninu þann 14. júní, en þá voru opnaðar tvær sýningar í tilefni 80 ára afmælis lýðveldisins.

Lesa meira

31.5.2024 : Þjóðháttasafn birtir nýja spurningaskrá í tilefni Sjómannadagsins

Þjóðháttasafn Þjóðminjasafnsins hefur birt nýja spurningaskrá á Sarpi sem hefur það að markmiði að safna sögum um þjóðtrú og siði sem tengjast sjómennsku.

Lesa meira

26.4.2024 : Með verkum handanna er tilnefnd til Íslensku safnaverðlaunanna 2024

Á sumardaginn fyrsta voru tilnefningar til Íslensku safnaverðlaunanna tilkynntar. Sýningin Með verkum handanna hlaut tilnefningu. Íslensku safnaverðlaunin eru viðurkenning sem fellur í skaut íslensku safni fyrir framúrskarandi starfsemi á sínu sviði.

Lesa meira

19.3.2024 : Góðir gestir á sýningaropnun á laugardag

Á laugardaginn voru opnaðar tvær sýningar í safninu: Pólskar rætur og Myndasalur í 20 ár.
Sendiherra Póllands, Gerard Pokruszyński opnaði sýningarnar og Lilja Alfreðsdóttir ráðherra flutti ávarp. 

Lesa meira

19.3.2024 : Prósent gerir þjónusturannsókn fyrir Þjóðminjasafnið

Þjóðminjasafnið er eitt þriggja höfuðsafna á Íslandi. Þjóðminjasafnið leggur mikla áherslu á að þjóna öllum þeim sem heimsækja okkur eða nýtja sér þjónustu okkar með öðrum hætti eins og best verður á kosið. 

Lesa meira

7.3.2024 : Með verkum handanna hlýtur Fjöruverðlaunin

Fjöruverðlaunin - bókmenntaverðlaun kvenna voru afhent í dag í Höfða. Með verkum handanna eftir Elsu E. Guðjónsson hlaut verðlaunin í flokki fræðirita. Lilja Árnadóttir tók við verðlaununum en hún ritstýrði bókinni og bjó til prentunar en Elsa lést árið 2010. Bókin byggir á áratugarannsóknum Elsu og var gefin út í október árið 2023, skömmu áður en samnefnd sýning opnaði í Þjóðminjasafni Íslands.
 
 
 
Lesa meira

8.2.2024 : Lilja Árnadóttir og Mörður Árnason eru tilnefnd til Viðurkenningar Hagþenkis

Hagþenkir hefur tilkynnt tilnefningar til Viðurkenningar Hagþenkis. Með verkum handanna var meðal þeirra tíu verka sem hlutu tilnefningu að þessu sinni. 

Lesa meira

Fréttasafn


Opnunartími og verð

Aðgöngumiði í safnið kostar 2.500 kr. og gildir í eitt ár

Aðgöngumiðinn veitir aðgang að öllum sýningum og viðburðum á vegum safnsins.

Fyrir börn yngri en 18 ára og öryrkja kostar ekkert að heimsækja safnið

Opið alla daga frá kl. 10 - 17

Nánari upplýsingar