Með verkum handanna

Útgáfa: Með verkum handanna - Íslenskur refilsaumur fyrri alda eftir Elsu E. Guðjónsson 5 okt. 2023 17:00 - 18:00 Fyrirlestrasalur Þjóðminjasafns Íslands

Bókin kemur út 5. október

 
Fyrirlestrarröð: Eru söfn einhvers virði?

Eru söfn einhvers virði? Næsti fyrirlestur verður föstudaginn 6. október kl. 12. 6 okt. 2023 12:00 - 13:00 Fyrirlestrasalur Þjóðminjasafns Íslands

Næsti fyrirlestur verður föstudaginn 6. október kl: 12:00, en þá flytur Dr. Anna Heiða Baldursdóttir, nýdoktor við Landbúnaðarsafnið á Hvanneyri erindið: (Ó)Þarfar rannsóknir á söfnum

 

Handverkshersar Rimmugýgjar sýna listir sínar 5 nóv. 2023 13:00 - 16:30 Þjóðminjasafnið á Suðurgötu

Rimmugýgur miðlar menningu landnámsaldar á lifandi og skemmtilegan hátt í Þjóðminjasafninu í haust. Sjón er sögu ríkari!

 

Barnaleiðsögn: Fara á brott með víkingum! 5 nóv. 2023 14:00 - 14:45 Þjóðminjasafnið á Suðurgötu

Barnadagskrá með safnkennurum er fyrsta sunnudag hvers mánaðar kl. 14:00. Í haust beinum við sjónum okkar að landnámsöld og víkingum. Víkingafélagið Rimmugýgur heimsækir safnið á sömu dögum og sýna listir sínar milli kl. 13:00 og 16:30. 

Skemmtilegir sunnudagar á safninu!

 

Fyrirsagnalisti

Laugarvatn

Sumardvalarstaðurinn Laugarvatn 16 sep. 2023 - 21 feb. 2024 Veggur - Þjóðminjasafnið Suðurgötu

Myndir frá Laugarvatni úr eigu Ljósmyndasafns Íslands.

 
Ljósmyndasýning frá hjólhýsahverfinu við Laugarvatn

Ef garðálfar gætu talað 16 sep. 2023 - 14 feb. 2024 Myndasalur - Þjóðminjasafnið Suðurgötu

Í kjarrinu við rætur Laugarvatnsfjalls var byggð sem teljast verður einstök á landsvísu. Hjólhýsi, gerð til að þjóta um vegi og staldra stutt við urðu hjól-laus, staðbundin, hluti af umhverfinu. Þau stóðu þétt saman og hýstu fólk sem hafði þarna sumardvöl og veitti sköpun sinni útrás með öðrum hætti en heimafyrir.

 

Úr mýri í málm 30 apr. 2022 - 1 maí 2024 Hornið - Þjóðminjasafnið Suðurgötu

Á öldum áður unnu Íslendingar járn úr mýrum. Það var gert með rauðablæstri sem stundaður var í töluverðu mæli fram eftir miðöldum. Þá fór að draga verulega úr járngerð hér á landi og mun rauðablástur hafa lagst endanlega af á 17. eða 18. öld. Við það gleymdist margt varðandi þetta forna handverk og enn er ekki að fullu ljóst hvernig rauðablásturinn fór fram. 

 
Grunnsýning

Þjóð verður til. Menning og samfélag í 1200 ár 1 nóv. 2004 - 1 jan. 2100 Þjóðminjasafnið á Suðurgötu

Á grunnsýningu Þjóðminjasafnsins er leitast við að draga upp skýra og heillega mynd af menningarsögu Íslendinga. Gripir safnsins eru settir í sögulegt samhengi þar sem tekið er mið af tiltækum rannsóknum. Ýmsum aðferðum í sýningargerð er beitt til að miðla til gesta fjölbreyttum menningararfi þjóðarinnar.

 

TItill

Málshættir
  • Nokkrir gripir af grunnsýningu Þjóðminjasafnsins ásamt málshætti sem nefnir gripinn.

Ár hvert, þann 16. nóvember, er dagur íslenskrar tungu. Að því tilefni eru hér nokkrir gripir af sýningu Þjóðminjasafnsins Þjóð verður til, menning og samfélag í 1200 ár ásamt málshætti sem nefnir gripinn. 

Lesa meira

Farsóttir á Íslandi
  • Svartidauði, mislingar, berklar og spænska veikin. Hrafnhildur Eyjólfsdóttir stiklar á stóru um sögu farsótta á Íslandi.

Svartidauði, mislingar, berklar og spænska veikin. Hér er stiklað á stóru um sögu farsótta á Íslandi.

Lesa meira

Kristið goðaveldi, 1000-1200
  • Karólína Þórsdóttir segir frá kristnitöku Íslendinga og þeim breytingum sem kristnitakan hafði á norræna miðaldasamfélagið.

Greining á beinagrind úr safni Þjóðminjasafns Íslands

Þjóðminjasafn Íslands varðveitir samkvæmt lögum jarðfundna gripi og beinagrindur við kjöraðstæður. Hér gefur Joe Walser sérfræðingur munasafns innsýn í hvernig beinagrindur eru varðveittar og hvernig hægt er að nýta þær til rannsókna á lífi, heilsufari og lifnaðarháttum fólks fyrr á tímum. 

Lesa meira

Á þeysireið um Þjóðminjasafnið
  • Ratleikir eru skemmtileg leið til að kynnast Þjóðminjasafninu. Hér spreyta safnkennarar sig á ratleik.

Föstudaginn 3. apríl 2020 voru safnkennarar Þjóðminjasafnins, þær Hrafnhildur og Jóhanna, í beinni útsendingu á Facebooksíðu safnsins og fóru í gegnum einn af ratleikjum Þjóðminjasafnsins. Ratleikirnir eru góð leið til að kynnast safninu á léttan og líflegan hátt.

Lesa meira

Þinn eigin Sölvi Helgason
  • Hér má nálgast „aflitaða“ mynd eftir Sölva til að prenta út og lita að eigin vild.

Í Þjóðminjasafni Íslands er varðveitt stærsta safn verka eftir alþýðulistamanninn, flakkarann, heimspekinginn og sérvitringinn Sölva Helgason (Sólon Íslandus), um 150 myndverk og mikill fjöldi ritaðrara blaða með smáskrift Sölva. 

Lesa meira

Litabók
  • Skemmtilegar myndir sem er hægt að prenta út og lita

Litabók með myndum af völdum gripum sem varðveittir
eru á Þjóðminjasafni Íslands. Teikning og uppsetning/Illustration and layout: Sól Hrafnsdóttir.

Lesa meira

Mjólkurpósturinn
  • Mismunandi mjólkurumbúðir

Á tímum þar sem margir fá matvörur sendar heim að dyrum í stað þess að fara í verslanir er gaman að líta til baka til þess tíma þegar mjólk var á sumum stöðum á landinu flutt heim að dyrum með mjólkurpóstinum. Í þjóðháttasafni Þjóðminjasafnsins eru frásagnir af ungum drengjum sem voru sendir í sveit á sumrin og störfuðu þar meðal annars sem mjólkurpóstar.

Lesa meira

Þjóðháttasöfnun í 60 ár
  • Ágúst Ólafur Georgsson segir frá Þjóðháttasafninu

Ágúst Ólafur Georgsson sérfræðingur þjóðháttasafns segir frá þjóðháttasöfnun í Þjóðminjasafni Íslands

Lesa meira

Árabáturinn Ingjaldur í hús
  • 13. apríl árið 2004 var fyrsta grip grunnsýningarinnar, komið fyrir í sýningarsalnum. En hvernig komst árabátur inn í safnið?

Safnkennarar Þjóðminjasafnis eru stundum spurðir að því hvernig í ósköpunum árabáturinn hafi komist inn í sýningarsalinn. Í þessu myndbandi má sjá svarið við því. Ljósmyndirnar voru teknar þann 13. apríl árið 2004 en þá urðu þau tímamót í undirbúningi grunnsýningarinnar í Þjóðminjasafni Íslands að fyrsta sýningargripnum, - árabátnum Ingjaldi, var komið fyrir í nýju sýningarrými.

Lesa meira

Fréttir

18.9.2023 : Troðfullt hús við opnun ljósmyndasýninga um helgina

Þann 16. september opnuðu tvær ljósmyndasýningar í Þjóðminjasafninu. Fjölmargt var við opnunina og góður rómur gerður að sýningunum. 

Lesa meira

4.9.2023 : Margir gestir komu til að fylgjast með handverkshersum Rimmugýgjar við vattarsaum

Sunnudaginn 3. september var fyrsti handverksviðburður af þremur sem Rimmugýgur stendur fyrir í Þjóðminjasafninu í haust. Þá kynntu uppáklæddir handverkshersar vattarsaum. 

Lesa meira

11.8.2023 : Útgáfa: Á elleftu stundu / I den ellevte time eftir Kirsten Simonsen

Eftir Kirsten Simonsen. Bókin kom út í kjölfar samnefndrar sýningar sem haldin var í Þjóðminjasafninu veturinn 2022-2023.

Lesa meira

3.5.2023 : Guðný og Jósef ólust upp í baðstofunni á Skörðum í Dalasýslu sem nú er á Þjóðminjasafni Íslands

Þau systkin, sem eru á tíræðisaldri ólust upp í baðstofunni, en hún var á Skörðum Í Dalasýslu.

Lesa meira

23.3.2023 : Safnaþrennan: Vel heppnað verkefni verður námskeið í öllum framhaldsskólum.

Hvernig er hægt að vekja áhuga ungs fólks á samfélagi, listum og náttúru í gegnum söfn? Hvernig má nýta safnheimsóknir til að hvetja nemendur til sjálfstæðra vinnubragða og túlkunar?

Lesa meira

20.3.2023 : Innan girðingar og utan. Söfnun frásagna um varnarliðið á Miðnesheiði.

Byggðasafn Reykjanesbæjar og Þjóðminjasafn Íslands safna frásögnum um varnarliðið á Miðnesheiði og áhrif þess á líf og störf Íslendinga. Markmiðið er að safna heimildum um persónulega upplifun fólks.

Lesa meira

Fréttasafn


Opnunartími og verð

Aðgöngumiði í safnið kostar 2.500 kr. og gildir í eitt ár

Aðgöngumiðinn veitir aðgang að öllum sýningum og viðburðum á vegum safnsins.

Fyrir börn yngri en 18 ára og öryrkja kostar ekkert að heimsækja safnið

Opið alla daga frá kl. 10 - 17

Nánari upplýsingar