Keldur

Keldur á Rangárvöllum 1 jún. 2019 - 31 ágú. 2019 10:00 - 18:00 Keldur á Rangárvöllum

 Á Keldum er torfbær af fornri gerð og er hann jafnframt eini stóri torfbærinn sem varðveist hefur á Suðurlandi. Timburgrind skálans er með stafverki, prýdd strikum af rómanskri gerð. Úr skálanum liggja jarðgöng, sem talin eru frá 12. eða 13. öld og eru líklega undankomuleið á ófriðartímum. Auk þess hefur fjöldi útihúsa varðveist. Opið  1. júní - 31. ágúst alla daga 10 -18. Verð: 1200 kr á mann. 1000 kr fyrir hópa (10+).

 
hola hoops

Menningarnótt 24 ágú. 2019 10:00 - 17:00 Þjóðminjasafnið á Suðurgötu

Menningarnótt sem haldin er á hverju ári í ágúst, hefur skapað sér fastan sess í hugum Reykjavíkurbúa.

 

Menningarnótt í Safnahúsinu 24 ágú. 2019 10:00 - 22:00 Safnahúsið við Hverfisgötu

Í Safnahúsinu við Hverfisgötu verður fjölbreytt dagskrá á Menningarnótt. Opið frá kl. 10 - 22. Verið öll velkomin.

 

Fyrirsagnalisti

Grunnsýning

Þjóð verður til. Menning og samfélag í 1200 ár 1 nóv. 2004 - 1 jan. 2030 Þjóðminjasafnið á Suðurgötu

Á grunnsýningu Þjóðminjasafnsins er leitast við að draga upp skýra og heillega mynd af menningarsögu Íslendinga. Gripir safnsins eru settir í sögulegt samhengi þar sem tekið er mið af rannsóknum. Ýmsum aðferðum í sýningargerð er beitt til að miðla gestum fjölbreyttum menningararfi þjóðarinnar.

 

Sjónarhorn – ferðalag um íslenskan myndheim 18 apr. 2015 - 18 apr. 2020 Safnahúsið við Hverfisgötu

Sjónarhorn er grunnsýning á sjónrænum menningararfi Íslendinga en þar eru sýnd verk úr safneign Þjóðminjasafns Íslands, Listasafns Íslands, Náttúruminjasafns Íslands, Þjóðskjalasafns Íslands, Landsbókasafns Íslands - Háskólabókasafns og Stofnunar Árna Magnússonar. Þjóðminjasafnið sér um rekstur hússins. 

 

Kirkjur Íslands: Leitin að klaustrunum 26 maí 2018 - 1 mar. 2020 Hornið - Þjóðminjasafnið Suðurgötu

Klausturhald á Íslandi hófst með stofnun klausturs í Bæ í Borgarfirði árið 1030. Samtals voru þrettán klaustur stofnuð á fjórtán stöðum á kaþólsku tímaskeiði hérlendis en því síðasta var komið á fót á Skriðuklaustri árið 1493. Klaustrin urðu ásamt biskupsstólunum að umsvifamestu kirkjulegu stofnunum í landinu fram til siðaskipta. Þá var þeim lokað og kaþólsk trú bönnuð með lögum. Klausturhald féll í gleymsku og minjar úr klaustrum týndust. 

 

Kirkjur Íslands: Skrúði og áhöld. Straumar og stefnur 24 nóv. 2018 - 24 okt. 2019 Bogasalur - Þjóðminjasafnið Suðurgötu

Eftir nærri tveggja áratuga vinnu við rannsóknir og útgáfu bókaflokksins Kirkjur Íslands, efnir Þjóðminjasafn Íslands til sýningarinnar Skrúði og áhöld. Straumar og stefnur. Ný og einstæð yfirsýn hefur fengist yfir kirkjugripi í friðuðum kirkjum landsins í tengslum við útgáfuna.

 

Heimili Ingibjargar og Jóns Miðstöð Íslendinga í Kaupmannahöfn 1852-1879 6 des. 2018 - 6 des. 2019 Jónshús

Jón var leiðtogi Íslendinga í baráttunni fyrir sjálfstæðu sambandi Íslands við Danakonung og fyrirmynd í sjálfstæðisbaráttu síðari tíma. Heimilið var oft á tíðum líflegt og mannmargt og þar voru haldnir mikilvægustu stjórnmálafundir Íslendinga í Kaupmannahöfn. 

 

Lífið fyrir umbreytinguna 4 maí 2019 - 1 sep. 2019 Veggur - Þjóðminjasafnið Suðurgötu

Enn eimir eftir af gamla Íslandi. Ljósmyndir Yrsu Roca Fannberg veita innsýn í líf fólks sem lifir í einstökum samhljómi við dýr og náttúru. Þær sýna lífið í Árneshreppi á Ströndum rétt fyrir umbreytinguna sem virðist vera handan við hornið.

 

Goðsögn um konu 4 maí 2019 - 1 sep. 2019 Myndasalur - Þjóðminjasafnið Suðurgötu

Agnieszka Sosnowska flutti til Íslands fyrir 13 árum. Ljósmyndir hennar festa á filmu vegferð sem hún hvorki skipulagði né átti von á. Hún ljósmyndar sjálfa sig, nemendur sína, nýja fjölskyldumeðlimi og vini. Innblástur sækir hún til kvenlega kraftsins sem hún upplifir á Íslandi.

 

Óravíddir - orðaforðinn í nýju ljósi 7 jún. 2019 - 31 maí 2020 10:00 - 17:00 Safnahúsið við Hverfisgötu

Óravíddir – orðaforðinn í nýju ljósi er sýning sem Stofnun Árna Magnússonar í íslenskum fræðum setur upp í Safnahúsinu við Hverfisgötu.

 

Ganýmedes eftir Bertel Thorvaldsen 13 jún. 2019 - 31 maí 2020 10:00 - 17:00 Safnahúsið við Hverfisgötu

Einn af kjörgripum Listasafns Íslands er höggmyndin Ganýmedes eftir Bertel Thorvaldsen (1770–1844). Thorvaldsen, sem var af íslenskum ættum, var einn þekktasti listamaður Evrópu um sína daga og talinn einn helsti fulltrúi nýklassíska stílsins í höggmyndalist. Frummyndina að Ganýmedes gerði Thorvaldsen í Róm árið 1804 og er marmaramyndin sem nú er sýnd í Safnahúsinu meðal elstu verka í safneign Listasafns Íslands og eina höggmyndin sem safnið á eftir Thorvaldsen. 

 

Opnunartími og verð

Árskort í safnið kostar 2000 kr.*

Almennur aðgangseyrir 2.000 kr.

67 ára og eldri 1.000 kr.

Fyrir börn 17 ára og yngri og öryrkja kostar ekkert að heimsækja safnið

Opið alla daga frá kl. 10 - 17

*Kortið gildir til 30. nóvember 2019 Nánari upplýsingar


Má bjóða þér til Stofu?

Stofa er fyrir fjölskyldur, skólahópa og alla forvitna gesti. Hún breytist eftir þörfum úr setustofu í rannsóknarstofu eða kennslustofu.

Almennur aðgangsmiði gildir út árið

Það tekur tíma að fara í ferðalag sem nær yfir 1200 ár. Nú er miðinn þinn í Þjóðminjasafnið og Safnahúsið líka árskort. Þú hefur nægan tíma og ert velkomin/n eins oft og þú vilt. Aðgöngumiðinn fæst í Þjóðminjasafni Íslands og gildir til 30. nóvember 2019. 

Leiðsögn

Þjóðminjasafn Íslands býður upp á almenna leiðsögn um grunnsýningar og sérsýningar safnsins. Leiðsagnir eru auglýstar hér á síðunni undir viðburðir. 


Fréttir

24.6.2019 : Opnun Stofu 17. júní

Á þjóðhátíðardaginn 17. júní opnaði Lilja Dögg Alfreðsdóttir, mennta- og menningarmálaráðherra, barna og fjölskyldurýmið Stofuna. Stofa er nýtt rými fyrir börn og fjölskyldur, skólahópa og alla forvitna gesti.

Lesa meira

14.6.2019 : Barnadagskrá á 17. júní

Í tilefni 75 ára afmælis lýðveldisins 17. júní kl. 14 opnar Lilja Dögg Alfreðsdóttir, mennta- og menningarmálaráðherra, barna og fjölskyldurýmið Stofuna í Þjóðminjasafni Íslands.

Lesa meira

11.6.2019 : Má bjóða þér til Stofu?

Í tilefni 75 ára afmælis lýðveldisins 17. júní kl. 14 opnar Lilja Dögg Alfreðsdóttir, mennta- og menningarmálaráðherra, barna og fjölskyldurýmið Stofuna í Þjóðminjasafni Íslands. Stofa er nýtt rými fyrir börn og fjölskyldur, skólahópa og alla forvitna gesti. Hún breytist eftir þörfum úr stofu í baðstofu, rannsóknarstofu eða kennslustofu. 

Lesa meira

4.6.2019 : Verk Sölva Helgasonar

Í Listasafni Reykjavíkur stendur yfir sýning á verkum Sölva Helgasonar: Blómsturheimar. Á sýningunni eru 18 áður óþekkt verk eftir Sölva sem varðveist hafa í Danmörku. Flest verkin á sýningunni eru þó fengin að láni frá Þjóðminjasafni Íslands og Landsbókasafni Íslands auk eins höfuðverks sem Minjasafnið á Akureyri varðveitir. 

Lesa meira

27.5.2019 : Styrkur úr Barnamenningarsjóði

Úthlutun úr Barnamenningarsjóði Íslands 2019 fór fram við hátíðlega athöfn í Alþingishúsinu sunnudaginn 26. maí. Þjóðminjasafn Íslands og Listasafn Íslands hlutu 5.300.000 kr. styrk fyrir verkefnið Menntun barna í söfnum. 

Lesa meira

21.5.2019 : Endurmörkun safnsins tilnefnd til D&AD verðlauna

Endurmörkun Þjóðminjasafns Íslands er tilnefnd til D&AD (Design & Art Direction) verðlaunanna, alþjóðlegrar hönnunarkeppni sem haldin er í Bretlandi. 

Lesa meira

6.5.2019 : Spurningaskrá um Eurovision hefðir

Þjóðminjasafn Íslands leitar eftir aðstoð almennings við að safna upplýsingum um Eurovision hefðir.

Lesa meira

Fréttasafn