Fyrirlestur: Vísnabókin 24 nóv. 2020 12:00 - 13:00 Fyrirlestrasalur Þjóðminjasafns Íslands

Anna Þorbjörg Ingólfsdóttir, lektor við Háskóla Íslands verður með hádegisfyrirlestur í Þjóðminjasafni Íslands þriðjudaginn 24. nóvember þar sem hún fjallar um sögu og gildi Vísnabókarinnar. Bókin hefur sérstöðu meðal íslenskra barnabóka og Anna Þorbjörg veltir upp spurningum um framtíð hennar í þeim ríka myndheimi sem nútímabörn alast upp við. 

 

Jólakattarratleikur; hvar er jólakötturinn? 25 nóv. 2020 - 6 jan. 2021 10:00 - 17:00 Þjóðminjasafnið á Suðurgötu

Jólakötturinn hefur sloppið inn á Þjóðminjasafnið og falið sig á tíu stöðum innan um muni sýningarinnar.

 

Fræðamót: Söfn og loftslagsbreytingar. Áskoranir og samfélagslegar skyldur safna 25 nóv. 2020 11:00 - 16:30 Þjóðminjasafnið á Suðurgötu

English and Danish version follow

Þjóðminjasafn Íslands og Háskóli Íslands kynna Fræðamót, sem haldið verður miðvikudaginn 25. nóvember 2020 kl. 11.00-16.30.
Á málþinginu verður sjónum beint að áhrifum loftlagsbreytinga á safnastarf og þeim áskorunum og tækifærum sem söfn standa frammi fyrir tengdum þessari yfirvofandi vá. Rætt verður hvernig söfn geti tekist á við samfélagslega kröfu um aukna sjálfbærni og jafnframt stuðlað að upplýstri umræðu um loftlagsbreytingar og afleiðingar þeirra. Málþingið fer að þessu sinni fram gegnum fundarkerfið Teams, en hægt er að taka þátt og hlusta á fyrirlestra með því að smella á meðfylgjandi link. Gestir eru beðnir um að stilla hljóðnema sína á hljóðlaust. 

The National Museum of Iceland and the University of Iceland present the remote conference Interdisciplinary Meeting which will be held on Wednesday 25th of November 2020 at 11.00-16.30. The seminar takes place through the Teams meeting system. 

 

Grýla, Leppalúði og Ragnheiður Gröndal 6 des. 2020 14:00 - 15:00 Þjóðminjasafnið á Suðurgötu

Sunnudaginn 6. desember klukkan 14 skemmta Grýla og Leppalúði gestum Þjóðminjasafnsins. Með þeim verður söngkonan Ragnheiður Gröndal. Viðburðinum verður streymt á YouTube rás safnsins.

 

Stekkjastaur 12 des. 2020 11:00 - 11:30 Þjóðminjasafnið á Suðurgötu

Jólasveinarnir þjóðlegu koma nú vel klæddir í Þjóðminjasafnið á slaginu 11 frá og með 12. desember. Í dag er það hann Stekkjarstaur sem reyndi hér áður fyrr að sjúga ærnar í fjárhúsunum hjá bændum. Viðburðinum verður streymt frá YouTube rás safnsins.

 

Giljagaur 13 des. 2020 11:00 - 11:30 Þjóðminjasafnið á Suðurgötu

13. desember kemur Giljagaur. Áður en mjaltavélar komu til sögu var hann vanur að laumast inn í fjós og stela froðu ofan af mjólkurfötum. Viðburðinum verður streymt.

 

Stúfur 14 des. 2020 11:00 - 11:30 Þjóðminjasafnið á Suðurgötu

Jólasveinninn sem kemur til byggða 14. desember heitir Stúfur og er heldur lágur til hnésins. Hann er líka stundum kallaður Pönnuskefill, því í gamla daga reyndi hann að hnupla matarögnum af steikarpönnunni.

 

Fyrirsagnalisti

Teiknað fyrir þjóðina. Myndheimur Halldórs Péturssonar 12 sep. 2020 - 14 mar. 2021 Myndasalur - Þjóðminjasafnið Suðurgötu

Fáir hafa teiknað sig eins djúpt inni í hjarta þjóðarinnar og listamaðurinn Halldór Pétursson (1916-1977). Á blómatíma hans sem teygði sig yfir marga áratugi voru verk hans alltumlykjandi í íslensku samfélagi. Hann myndskreytti fjöldann allan af bókum, teiknaði forsíður vinsælla tímarita, vann frímerki og peningaseðla og teiknaði andlitsmyndir. 

 

Tónlist, dans og tíska 12 sep. 2020 - 14 mar. 2021 Veggur - Þjóðminjasafnið Suðurgötu

Andrúm menningarlífsins í Reykjavík kemur sterkt fram í sérvöldum ljósmyndum Vigfúsar Sigurgeirssonar (1900 - 1984) ljósmyndara frá árum seinni heimstyrjaldarinnar. Þar má sjá dansmeyjar og tónlistarmenn í bland við einstakar myndir af tískusýningu á Hótel Borg. Glæsileiki og fágun eru alsráðandi í myndatökunum.

 
Börn skoða ríkisfánann á forsetabílnum með Vigdísi í ferð hennar um Húnavatnssýslu árið 1988. Ljósmyndari: Gunnar Geir Vigfússon.

Vigdís, forseti nýrra tíma 4 maí 2020 - 31 des. 2020 Þjóðminjasafnið á Suðurgötu

Á Torginu í Þjóðminjasafni má nú sjá ljósmyndasýninguna Vigdís, forseti nýrra tíma sem er tileinkuð Vigdísi Finnbogadóttur fyrrum forseta. Í ár fagnaði Vigdís 90 ára afmæli en einnig eru liðin 40 ár frá sögulegu kjöri hennar sem forseti. Vigdís gegndi embætti forseta í 16 ár frá 1980 til 1996.

 

Saga úr jörðu. Hofstaðir í Mývatnssveit 22 feb. 2020 - 31 des. 2021 Bogasalur - Þjóðminjasafnið Suðurgötu

Á Hofstöðum í Mývatnssveit er merkileg minjaheild allt frá víkingaöld og fram á þá tuttugustu. Þar er gríðarstór veisluskáli sem er eitt stærsta mannvirki sem rannsakað hefur verið á Íslandi. Að auki eru þar minni mannvirki sem hvert hafði sitt hlutverk. Nafn jarðarinnar og skálatóftin mikla sem talin var hofið sem bæjarnafnið vísaði til varð til þess að fræðimenn fengu snemma áhuga á staðnum.

 

Má bjóða þér til Stofu? 17 jún. 2019 - 18 jún. 2030 Þjóðminjasafnið á Suðurgötu

Stofa er fyrir fjölskyldur, skólahópa og alla forvitna gesti. Hún breytist eftir þörfum úr setustofu í rannsóknarstofu eða kennslustofu.

 

Ganýmedes eftir Bertel Thorvaldsen 13 jún. 2019 - 31 des. 2020 10:00 - 17:00 Safnahúsið við Hverfisgötu

Einn af kjörgripum Listasafns Íslands er höggmyndin Ganýmedes eftir Bertel Thorvaldsen (1770–1844). Thorvaldsen, sem var af íslenskum ættum, var einn þekktasti listamaður Evrópu um sína daga og talinn einn helsti fulltrúi nýklassíska stílsins í höggmyndalist. Frummyndina að Ganýmedes gerði Thorvaldsen í Róm árið 1804 og er marmaramyndin sem nú er sýnd í Safnahúsinu meðal elstu verka í safneign Listasafns Íslands og eina höggmyndin sem safnið á eftir Thorvaldsen. 

 

Óravíddir - orðaforðinn í nýju ljósi 7 jún. 2019 - 31 des. 2020 10:00 - 17:00 Safnahúsið við Hverfisgötu

Óravíddir – orðaforðinn í nýju ljósi er innsetning á myndrænni birtingu íslensks orðaforða í þrívídd sem unnin er upp úr Íslensku orðaneti eftir Jón Hilmar Jónsson.

 

Heimili Ingibjargar og Jóns Miðstöð Íslendinga í Kaupmannahöfn 1852-1879 6 des. 2018 - 6 des. 2022 Jónshús

Jón var leiðtogi Íslendinga í baráttunni fyrir sjálfstæðu sambandi Íslands við Danakonung og fyrirmynd í sjálfstæðisbaráttu síðari tíma. Heimilið var oft á tíðum líflegt og mannmargt og þar voru haldnir mikilvægustu stjórnmálafundir Íslendinga í Kaupmannahöfn. 

 

Kirkjur Íslands: Leitin að klaustrunum 26 maí 2018 - 21 mar. 2021 Hornið - Þjóðminjasafnið Suðurgötu

Klausturhald á Íslandi hófst með stofnun klausturs í Bæ í Borgarfirði árið 1030. Samtals voru þrettán klaustur stofnuð á fjórtán stöðum á kaþólsku tímaskeiði hérlendis en því síðasta var komið á fót á Skriðuklaustri árið 1493. Klaustrin urðu ásamt biskupsstólunum að umsvifamestu kirkjulegu stofnunum í landinu fram til siðaskipta. Þá var þeim lokað og kaþólsk trú bönnuð með lögum. Klausturhald féll í gleymsku og minjar úr klaustrum týndust. 

 

TItill

Málshættir
  • Nokkrir gripir af sýningu Þjóðminjasafnsins Þjóð verður til, menning og samfélag í 1200 ár ásamt málshætti sem nefnir gripinn.

Ár hvert, þann 16. nóvember, er dagur íslenskrar tungu. Að því tilefni eru hér nokkrir gripir af sýningu Þjóðminjasafnsins Þjóð verður til, menning og samfélag í 1200 ár ásamt málshætti sem nefnir gripinn. 

Lesa meira

Farsóttir á Íslandi

Svartidauði, mislingar, berklar og spænska veikin. Hér er stiklað á stóru um sögu farsótta á Íslandi.

Lesa meira

Sölvi Helgason
  • 16.08.2020 - 16.08.2021 Vefsýning

Alþýðulistamaðurinn, flakkarinn, heimspekingurinn og sérvitringurinn Sölvi Helgason (Sólon Íslandus) fæddist í Skagafirði fyrir 200 árum, þann 16. ágúst 1820. Í Þjóðminjasafni Íslands er varðveitt stærsta safn verka eftir hann og í tilefni þessara tímamóta opnar nú vefsýning á verkum Sölva í menningarsögulega gagnagrunninum Sarpi.  Sýningarstjóri er Freyja Hlíðkvist Ómarsdóttir Sesseljudóttir 

Lesa meira

Greining á beinagrind úr safni Þjóðminjasafns Íslands

Þjóðminjasafn Íslands varðveitir samkvæmt lögum jarðfundna gripi og beinagrindur við kjöraðstæður. Hér gefur Joe Walser sérfræðingur munasafns innsýn í hvernig beinagrindur eru varðveittar og hvernig hægt er að nýta þær til rannsókna á lífi, heilsufari og lifnaðarháttum fólks fyrr á tímum. 

Lesa meira

Á þeysireið um Þjóðminjasafnið
  • Á þeysireið í beinni föstudaginn 3. apríl kl. 11

Föstudaginn 3. apríl ætla safnkennarar Þjóðminjasafnins, þær Hrafnhildur og Jóhanna, að vera í beinni útsendingu á Facebooksíðu safnsins og fara í gegnum einn af ratleikjum Þjóðminjasafnsins. Ratleikirnir eru góð leið til að kynnast safninu á léttan og líflegan hátt.  Sjáumst hress og kát kl 11:00.

Lesa meira

Greining á beinagrind í beinni útsendingu

Sérfræðingar Þjóðminjasafnsins sátu fyrir svörum í beinni útsendingu miðvikudaginn 15. apríl kl. 11 og svöruðu spurningum sem snúa að heilsufari og sjúkdómum fyrr á öldum, og öðru sem lesa má úr beinagrindum. 

Lesa meira

"Lífið á tímum kórónuveirunnar."
  • Þjóðminjasafnið leitar eftir liðsinni almennings við að svara spurningaskrá á tímum Covid-19

Mikilvægt er að safnað verði heimildum um daglegt líf fólks meðan á kórónuveirufaraldrinum stendur, reynslu þess og upplifanir, á þessum afar sérstæðu tímum. 

Lesa meira

Þinn eigin Sölvi Helgason
  • Hér má nálgast „aflitaða“ mynd eftir Sölva til að prenta út og lita að eigin vild.

Í Þjóðminjasafni Íslands er varðveitt stærsta safn verka eftir alþýðulistamanninn, flakkarann, heimspekinginn og sérvitringinn Sölva Helgason (Sólon Íslandus), um 150 myndverk og mikill fjöldi ritaðrara blaða með smáskrift Sölva. 

Lesa meira

Litabók
  • Skemmtilegar myndir sem er hægt að prenta út og lita

Litabók með myndum af völdum gripum sem varðveittir
eru á Þjóðminjasafni Íslands. Teikning og uppsetning/Illustration and layout: Sól Hrafnsdóttir.

Lesa meira

Fréttir

19.11.2020 : Fræðamót: Söfn og loftslagsbreytingar. Áskoranir og samfélagslegar skyldur safna

English and Danish version follow

Þjóðminjasafn Íslands og Háskóli Íslands kynna Fræðamót, sem haldið verður miðvikudaginn 25. nóvember 2020 kl. 11.00-16.30.
Á málþinginu verður sjónum beint að áhrifum loftlagsbreytinga á safnastarf og þeim áskorunum og tækifærum sem söfn standa frammi fyrir tengdum þessari yfirvofandi vá. Rætt verður hvernig söfn geti tekist á við samfélagslega kröfu um aukna sjálfbærni og jafnframt stuðlað að upplýstri umræðu um loftlagsbreytingar og afleiðingar þeirra. Málþingið fer að þessu sinni fram gegnum fundarkerfið Teams, en hægt er að taka þátt og hlusta á fyrirlestra með því að smella á meðfylgjandi link. Gestir eru beðnir um að stilla hljóðnema sína á hljóðlaust. 

The National Museum of Iceland and the University of Iceland present the remote conference Interdisciplinary Meeting which will be held on Wednesday 25th of November 2020 at 11.00-16.30. The seminar takes place through the Teams meeting system. 

Lesa meira

27.10.2020 : Þjóðminjar í öruggri vörslu hjá Þjóðminjasafni Íslands

Málefnaleg og þörf umræða í fréttaskýringaþættinum Kveik 8. október sl. varpaði ljósi á mikilvægi varðveislu íslenskra menningarverðmæta. Í þættinum kom fram að víða eru ófullnægjandi aðstæður til varðveislu menningararfsins en aðeins gafst þar ráðrúm til að tæpa á þessu mikilvæga málefni sem varðar öryggi menningarminja um land allt. Fjallað var um aðstæður fjölmargra opinberra stofnana sem gegna því lögbundna hlutverki að varðveita menningu og sögu þjóðarinnar. Bent var á að stjórnsýsla safna og menningarstofnana er dreifð og flókin og sérhæfing mismunandi. Það kallar á samræmd viðbrögð stjórnvalda og aukna áherslu á samhenta stjórnsýslu í málaflokknum. Sameiginleg sýn allra sem að honum koma er þó að sjálfsögðu sú að tryggja örugga varðveislu minja, sem og gott aðgengi til þekkingarsköpunar og þróunar. Safnastefna og ný heildarstefnumótun um málefni menningararfs undirstrikar mikilvægi þessa. Verðug verkefni eru framundan við innviðauppbyggingu á fagsviðinu. Stjórnvöld hafa þegar markað stefnu um úrbætur, sem birtist m.a. í nýrri áætlun um ríkisfjármál, og gefur hún fyrirheit um spennandi og samhent átak á komandi árum. Í þessu samhengi er þó full ástæða til að minna á að margt hefur áunnist og mikilvægar ákvarðanir til úrbóta verið teknar í safna- og varðveislumálum í gegnum tíðina.

Lesa meira

20.10.2020 : Sýningasalir safnsins áfram lokaðir vegna samkomutakmarkana

Sýningarsalir Þjóðminjasafns Íslands við Suðurgötu 41 og í Safnahúsinu við Hverfisgötu 15 verða áfram tímabundið lokaðir vegna hertra sóttvarnaraðgerða og samkomutakmarkana. 

Lesa meira

15.10.2020 : Fréttaskýringaþátturinn Kveikur – Íslensk menningarverðmæti í hættu

Þjóðminjasafn Íslands vill koma á framfæri sérstökum þökkum til þáttagerðarmanna fréttaskýringaþáttarins Kveiks fyrir umfjöllun um varðveislu á menningararfi þjóðarinnar. Í þættinum, sem var á dagskrá RÚV 8. október síðastliðinn, var varpað ljósi á alvarlegar brotalamir á þessu sviði.

Lesa meira

10.10.2020 : Ný og endurbyggð Krýsuvíkurkirkja komin í Krýsuvík

Krýsuvíkurkirkja brann 2. janúar 2010 eftir að kveikt hafði verið í henni. Fljótlega eftir brunann var ákveðið að ráðast í endursmíði á kirkjunni og nú í sumar var því verkefni lokið. 

Lesa meira

8.10.2020 : Tímabundin lokun hjá Þjóðminjasafni Íslands

Í ljósi hertra sóttvarnaraðgerða vegna Covid-19 faraldursins og þeirra samkomutakmarkana sem nú eru í gildi á höfuðborgarsvæðinu verða sýningarsalir Þjóðminjasafns Íslands við Suðurgötu 41 og í Safnahúsinu við Hverfisgötu 15 í Reykjavík tímabundið lokaðir frá og með 8. október til og með 19. október. Skrifstofur Varðveislu- og rannsóknamiðstöðar Þjóðminjasafns Íslands að Tjarnarvöllum 11, Hafnarfirði og Ljósmyndasafns Íslands að Vesturvör 16-20 í Kópavogi verða einnig lokaðar gestum á sama tímabili. 

Lesa meira

28.9.2020 : 17.000 gripir frá Viðeyjarrannsókninni afhentir Þjóðminjasafninu

Eitt af lögbundnum hlutverkum Þjóðminjasafns Íslands er að taka á móti og varðveita gögn úr leyfisskyldum fornleifarannsóknum. Á síðasta ári tók Þjóðminjasafn Íslands til dæmis við gripum og gögnum úr 40 fornleifarannsóknum og varðveitir safnið um það bil 200.000 jarðfundna gripi. 

Lesa meira

Fréttasafn


Opnunartími og verð

Árskort í safnið kostar 2.000 kr.

Árskort veitir aðgang að öllum sýningum og viðburðum á vegum safnsins í Þjóðminjasafninu við Suðurgötu og Safnahúsinu við Hverfisgötu

Fyrir börn 17 ára og yngri og öryrkja kostar ekkert að heimsækja safnið

Opið alla daga nema mánudaga frá kl. 10 - 17

Nánari upplýsingar