Pólland: Vetur. Heillandi náttúra og menning fjallahéraðanna í Suður-Póllandi.
Laugardaginn 18. janúar er komið að þriðja erindinu í fyrirlestraröðinni Pólland: Vetur, sumar, vor og haust. Erindið er helgað vetrinum og heillandi menningu og náttúru fjallhéraðanna í Suður-Póllandi.
Safnanótt í Þjóðminjasafninu
Velkomin á Safnanótt! Skemmtileg dagskrá í safninu frá kl. 18 - 22. Safnbúðin verður að sjálfsögðu opin og tilboð í kaffihúsi.
Samtal við Sigfús. Ljósmyndir Sigfúsar Eymundssonar og Einars Fals Ingólfssonar.
Einar Falur Ingólfsson (f. 1966) vinnur út frá og í sjónrænu samtali við myndverk Sigfúsar Eymundssonar (1837-1911) eins og endurspeglast í undirtitli sýningarinnar, Í fótspor Sigfúsar Einarssonar. Samhliða sýningunni gefur Þjóðminjasafnið út bókina Aftur – Í fótspor Sigfúsar Eymundssonar, sem í verða rúmlega 130 ljósmyndir og texti eftir Einar Fal.
Fyrirsagnalisti
Þjóð í mynd: Myndefni frá stofnun lýðveldis 1944
Þjóðminjasafn Íslands og Kvikmyndasafn Íslands hafa tekið saman höndum um sýningu á efni frá atburðum þeim sem áttu sér stað í maí og júní árið 1944 og leiddu til lýðveldisstofnunarinnar þann 17. júní.
Lögréttutjöldin
Í tilefni 80 ára afmælishátíðar lýðveldis á Íslandi sýnir Þjóðminjasafn Íslands í samstarfi við Þjóðgarðinn á Þingvöllum tjöld sem eru talin hafa hangið í Lögréttuhúsinu á Þingvöllum á síðari hluta 18. aldar.
Myndasalur í 20 ár | Úr safneign
Sýndar verða ljósmyndir eftir samtímaljósmyndara sem sýnt hafa verk sín í Myndasal frá því hann var opnaður árið 2004.
Þjóð verður til. Menning og samfélag í 1200 ár
Á grunnsýningu Þjóðminjasafnsins er leitast við að draga upp skýra og heillega mynd af menningarsögu Íslendinga. Gripir safnsins eru settir í sögulegt samhengi þar sem tekið er mið af tiltækum rannsóknum. Ýmsum aðferðum í sýningargerð er beitt til að miðla til gesta fjölbreyttum menningararfi þjóðarinnar.
TItill
Málshættir
Ár hvert, þann 16. nóvember, er dagur íslenskrar tungu. Að því tilefni eru hér nokkrir gripir af sýningu Þjóðminjasafnsins Þjóð verður til, menning og samfélag í 1200 ár ásamt málshætti sem nefnir gripinn.
Lesa meiraFarsóttir á Íslandi
Svartidauði, mislingar, berklar og spænska veikin. Hér er stiklað á stóru um sögu farsótta á Íslandi.
Lesa meiraGreining á beinagrind úr safni Þjóðminjasafns Íslands
Þjóðminjasafn Íslands varðveitir samkvæmt lögum jarðfundna gripi og beinagrindur við kjöraðstæður. Hér gefur Joe Walser sérfræðingur munasafns innsýn í hvernig beinagrindur eru varðveittar og hvernig hægt er að nýta þær til rannsókna á lífi, heilsufari og lifnaðarháttum fólks fyrr á tímum.
Lesa meiraÁ þeysireið um Þjóðminjasafnið
Föstudaginn 3. apríl 2020 voru safnkennarar Þjóðminjasafnins, þær Hrafnhildur og Jóhanna, í beinni útsendingu á Facebooksíðu safnsins og fóru í gegnum einn af ratleikjum Þjóðminjasafnsins. Ratleikirnir eru góð leið til að kynnast safninu á léttan og líflegan hátt.
Lesa meiraÞinn eigin Sölvi Helgason
Í Þjóðminjasafni Íslands er varðveitt stærsta safn verka eftir alþýðulistamanninn, flakkarann, heimspekinginn og sérvitringinn Sölva Helgason (Sólon Íslandus), um 150 myndverk og mikill fjöldi ritaðrara blaða með smáskrift Sölva.
Lesa meiraLitabók
Litabók með myndum af völdum gripum sem varðveittir
eru á Þjóðminjasafni Íslands. Teikning og uppsetning/Illustration and layout: Sól Hrafnsdóttir.
Mjólkurpósturinn
Á tímum þar sem margir fá matvörur sendar heim að dyrum í stað þess að fara í verslanir er gaman að líta til baka til þess tíma þegar mjólk var á sumum stöðum á landinu flutt heim að dyrum með mjólkurpóstinum. Í þjóðháttasafni Þjóðminjasafnsins eru frásagnir af ungum drengjum sem voru sendir í sveit á sumrin og störfuðu þar meðal annars sem mjólkurpóstar.
Lesa meiraÞjóðháttasöfnun í 60 ár
Ágúst Ólafur Georgsson sérfræðingur þjóðháttasafns segir frá þjóðháttasöfnun í Þjóðminjasafni Íslands
Lesa meiraÁrabáturinn Ingjaldur í hús
Safnkennarar Þjóðminjasafnis eru stundum spurðir að því hvernig í ósköpunum árabáturinn hafi komist inn í sýningarsalinn. Í þessu myndbandi má sjá svarið við því. Ljósmyndirnar voru teknar þann 13. apríl árið 2004 en þá urðu þau tímamót í undirbúningi grunnsýningarinnar í Þjóðminjasafni Íslands að fyrsta sýningargripnum, - árabátnum Ingjaldi, var komið fyrir í nýju sýningarrými.
Lesa meiraFréttir
Glæsilegur faldbúningur sýndur í Þjóðminjasafni Íslands
Einn glæsilegasti faldbúningur sem varðveist hefur verður sýndur í Þjóðminjasafni Íslands um mitt ár 2026. Líklegt þykir að Guðrún Skúladóttir (1740-1816) hafi saumað búninginn. Guðrún var mikils metin hannyrðakona og tók að sér saumaskap fyrir aðra auk þess að sinna handavinnukennslu.
Lesa meiraSýningaropnun: Þjóð í mynd og Lögréttutjöldin
Fjölmenni var í Þjóðminjasafninu þann 14. júní, en þá voru opnaðar tvær sýningar í tilefni 80 ára afmælis lýðveldisins.
Lesa meiraÞjóðháttasafn birtir nýja spurningaskrá í tilefni Sjómannadagsins
Þjóðháttasafn Þjóðminjasafnsins hefur birt nýja spurningaskrá á Sarpi sem hefur það að markmiði að safna sögum um þjóðtrú og siði sem tengjast sjómennsku.
Lesa meiraMeð verkum handanna er tilnefnd til Íslensku safnaverðlaunanna 2024
Á sumardaginn fyrsta voru tilnefningar til Íslensku safnaverðlaunanna tilkynntar. Sýningin Með verkum handanna hlaut tilnefningu. Íslensku safnaverðlaunin eru viðurkenning sem fellur í skaut íslensku safni fyrir framúrskarandi starfsemi á sínu sviði.
Lesa meiraGóðir gestir á sýningaropnun á laugardag
Á laugardaginn voru opnaðar tvær sýningar í safninu: Pólskar rætur og Myndasalur í 20 ár.
Sendiherra Póllands, Gerard Pokruszyński opnaði sýningarnar og Lilja Alfreðsdóttir ráðherra flutti ávarp.
Prósent gerir þjónusturannsókn fyrir Þjóðminjasafnið
Þjóðminjasafnið er eitt þriggja höfuðsafna á Íslandi. Þjóðminjasafnið leggur mikla áherslu á að þjóna öllum þeim sem heimsækja okkur eða nýtja sér þjónustu okkar með öðrum hætti eins og best verður á kosið.
Lesa meiraMeð verkum handanna hlýtur Fjöruverðlaunin
Opnunartími og verð
Aðgöngumiði í safnið kostar 3.000 kr. og gildir í eitt ár
Aðgöngumiðinn veitir aðgang að öllum sýningum og viðburðum á vegum safnsins.
Fyrir börn yngri en 18 ára og öryrkja kostar ekkert að heimsækja safnið
Opið alla daga frá kl. 10 - 17
Nánari upplýsingar