When
November 1, 2025
Kl. 14
where
3. hæð

Hundar og kettir fylgdu landnemum til Íslands og hafa alla tíð verið hluti af daglegu lífi okkar þó hlutverk þeirra hafi breyst í tímans rás. Hundar fylgdu bónda sínum við bústörfin og smalamennsku. Kettir voru fyrst og fremst veiðidýr sem héldu músum frá, en færri sögum fer af þeim en hundum framan af öldum.

Köttum og hundum er iðulega stillt upp sem andstæðum. Annars vegar er hundurinn hinn tryggi og dyggi félagi mannsins, en hins vegar er kötturinn slægur, dularfullur og jafnan sagður fara sínar eigin leiðir. Hér áður fyrr voru þau kölluð „kvikindi“, sem sýnir að þrátt fyrir væntumþykju fólks á þessum dýrum var gerður skýr greinarmunur á mönnum og dýrum.

Í dag skipa hundar og kettir sérstakan sess í lífi fólks og eru oftar en ekki taldir til fjölskyldumeðlima. Á sýningunni má sjá ljósmyndir sem fanga dýrin í hversdagslegu samhengi og bein sem hafa fundist við fornleifauppgrefti, ásamt öðru úr safneign Þjóðminjasafnsins sem minnir á að sambýli okkar við þessi dýr geymir ríkulega sögu og hefur auðgað íslenskt mál með myndlíkingum og orðfæri sem við grípum gjarnan til enn í dag.

Harpa Þórsdóttir þjóðminjavörður opnar sýninguna á 3. hæð safnsins kl. 14.

Katta- og hundasmiðja á vegum Skrímslasmiðjunar verður í barna- og fjölskyldurýminu á fyrstu hæð 1. og 2. október frá kl. 12 til 15

Watch the lecture here

Explore our YouTube channel

Speakers and Topics

Stay tuned

Subscribe to our newsletter

Subscribe to the Museum's newsletter and receive invitations to exhibition openings, news about events and lectures, and special offers in the Museum Shop.

Thanks! Check your inbox and click the link to confirm your subscription.
Something went wrong. Please try again.