When
February 3, 2026
Kl. 12-12:45
where
Fyrirlestrarsalur, 1. hæð

Í hádeginu á þriðjudögum býður Þjóðminjasafn Íslands upp á viðburði af ýmsu tagi s.s. bíósýningar, leiðsagnir og fyrirlestra.  

Þriðjudagsbíó er meðal fastra liða í viðburðaröðinni, en fyrsta þriðjudag í hverjum mánuði bjóða Kvikmyndasafn Íslands og Þjóðminjasafn Íslands upp á dagskrá íslenskra kvikmynda í fyrirlestrarsal Þjóðminjasafnsins. Á vormisseri verða m.a. sýndar áhugaverðar myndir eftir Vigfús Sigurgeirsson og Ósvald Knudsen og áður lítt þekkt mynd um Íslendinga í Vesturheimi, Iceland on the Prairies.

Þriðjudaginn 3. febrúar verða sýnd brot úr myndum Vigfúsar Sigurgeirssonar undir lifandi leiðsögn Gunnar Kristóferssonar, sérfræðings rannsókna á Kvikmyndasafni Íslands. Kvikmyndabrotin sýna einstök myndskeið úr verkum Vigfúsar og Gunnar segir frá ferli hans frá því hann ferðaðist til Þýskalands til að kaupa myndavél árið 1936, gerðist ljósmyndari forsetaembættisins og vann merkilegar þjóðháttamyndir um horfna búshætti á Íslandi.

Sýningin tekur 45 mínútur.

Aðgöngumiði í safnið gildir á viðburðinn. Athugið að aðgöngumiði jafngildir árskorti í safnið.

Watch the lecture here

Explore our YouTube channel

Speakers and Topics

Stay tuned

Subscribe to our newsletter

Subscribe to the Museum's newsletter and receive invitations to exhibition openings, news about events and lectures, and special offers in the Museum Shop.

Thanks! Check your inbox and click the link to confirm your subscription.
Something went wrong. Please try again.