When
September 6, 2025
kl. 13-16
where
Þjóðminjasafn, 1. hæð

Þjóðbúningadagur Þjóðminjasafns Íslands og Heimilisiðnaðarfélags Íslands verður haldinn hátíðlegur laugardaginn 6. september, kl. 13 og 16. Í tilefni dagsins eru landsmenn og aðrir gestir hvattir til að mæta á Þjóðminjasafnið í íslenska búningnum eða þjóðbúningi síns heimalands. Þjóminjasafnið mun bjóða þeim sem mæta í þjóðbúningi endurgjaldslaust á sýningar og á viðburði dagsins.

Þjóminjasafn Íslands, í samstarfi við samstarfi við Heimilisiðnarfélag Íslands og norska sendiráðið standa fyrir metnaðarfullri dagskrá í tilefni Þjóðbúningadagsins.

Kl. 13:00 -14:00
Norskar þjóðbúninga hefðir og skráning norska þjóðbúningsins á lista UNESCO yfir óáþreifanlegan menningararf mannkyns.
Mette Vårdal sagnfræðingur.
Staðsetning: Fyrirlestrarsalur á 1. hæð Þjóminjasafnsins

Kl. 14:00- 15:00
Þróun íslenska þjóðbúningsins.
Staðsetning: Farið verður um grunnsýningu Þjóðminsafnsins.

Kl. 15:00
Þjóðdansafélag Reykjavíkur mun stíga þjóðdans og gestum gefst tækifæri á að stíga með þeim dansinn.

Myndakassi verður opinn frá kl. 12-17 en þar geta prúðbúnir gestir safnsins stillt sér upp í þjóðbúningunum sínum og smellt af sér mynd.

Á Þjóðminjasafninu ættu allir að finna eitthvað við sitt hæfi. Fyrir utan grunnsýningu safnsins og sérsýningar þess, stendur barna- og fjölskyldurýmið á 1. hæð öllum opið. Þá er notalegt að setjast niður á kaffihúsinu, njóta drykkja og annarra veitinga eða líta við í safnbúðina en þar eru á boðstólum fágætar vörur af ýmsu tagi.

Watch the lecture here

Explore our YouTube channel

Speakers and Topics

Stay tuned

Subscribe to our newsletter

Subscribe to the Museum's newsletter and receive invitations to exhibition openings, news about events and lectures, and special offers in the Museum Shop.

Thanks! Check your inbox and click the link to confirm your subscription.
Something went wrong. Please try again.