Hvenær
September 6, 2025
kl. 13-16
Hvar
Þjóðminjasafn, 1. hæð

Þjóðbúningadagur Þjóðminjasafns Íslands og Heimilisiðnaðarfélags Íslands verður haldinn hátíðlegur laugardaginn 6. september, kl. 13 og 16. Í tilefni dagsins eru landsmenn og aðrir gestir hvattir til að mæta á Þjóðminjasafnið í íslenska búningnum eða þjóðbúningi síns heimalands. Þjóminjasafnið mun bjóða þeim sem mæta í þjóðbúningi endurgjaldslaust á sýningar og á viðburði dagsins.

Þjóminjasafn Íslands, í samstarfi við samstarfi við Heimilisiðnarfélag Íslands og norska sendiráðið standa fyrir metnaðarfullri dagskrá í tilefni Þjóðbúningadagsins.

Kl. 13:00 -14:00
Norskar þjóðbúninga hefðir og skráning norska þjóðbúningsins á lista UNESCO yfir óáþreifanlegan menningararf mannkyns.
Mette Vårdal sagnfræðingur.
Staðsetning: Fyrirlestrarsalur á 1. hæð Þjóminjasafnsins

Kl. 14:00- 15:00
Þróun íslenska þjóðbúningsins.
Staðsetning: Farið verður um grunnsýningu Þjóðminsafnsins.

Kl. 15:00
Þjóðdansafélag Reykjavíkur mun stíga þjóðdans og gestum gefst tækifæri á að stíga með þeim dansinn.

Myndakassi verður opinn frá kl. 12-17 en þar geta prúðbúnir gestir safnsins stillt sér upp í þjóðbúningunum sínum og smellt af sér mynd.

Á Þjóðminjasafninu ættu allir að finna eitthvað við sitt hæfi. Fyrir utan grunnsýningu safnsins og sérsýningar þess, stendur barna- og fjölskyldurýmið á 1. hæð öllum opið. Þá er notalegt að setjast niður á kaffihúsinu, njóta drykkja og annarra veitinga eða líta við í safnbúðina en þar eru á boðstólum fágætar vörur af ýmsu tagi.

Fyrirlesturinn:

Youtube-rás safnsins

Dagskrá

Fylgstu með

Skráðu þig á póstlista Þjóðminjasafnsins.

Þegar þú skráir þig á póstlista Þjóðminjasafnsins færðu boð á sýningaropnanir, fréttir af viðburðum og sýningum og tilboð í Safnbúð.

Takk!  Staðfestu skráninguna með því að smella á linkinn sem við vorum að senda þér.
Eitthvað fór úrskeiðis. Reyndu aftur.