Laus störf

Við leitum að móttökustjóra í spennandi starf

16.8.2024

Til að sækja um, vinsamlega smellið á tengil neðst á síðunni.

Þjóðminjasafn Íslands auglýsir laust til umsóknar starf móttökustjóra. Í boði er áhugavert og krefjandi starf með fjölbreyttum verkefnum fyrir metnaðarfullan einstakling þar sem reynir á verkstjórn, ríka þjónustulund, frumkvæði og samskiptahæfni. Vinnustaðurinn okkar er fjölbreyttur og lifandi. Móttökustjóri heyrir undir framkvæmdastjóra þjónustusviðs.

Helstu verkefni og ábyrgð

  • Vaktstjórn, þjálfun starfsfólks og mönnun vakta

  • Umsjón með þjónustustjórnun við gesti safnsins

  • Ábyrgð á framkvæmd viðburða á safninu í samvinnu við aðra

  • Ábyrgð á innkaupum og sölu varnings

  • Samskipti við ferðaþjónustuaðila

  • Umsjón með hópabókunum og útleigu á aðstöðu

  • Þátttaka í gerð og miðlun fræðsluefnis

  • Öryggisgæsla, leiðsagnir og upplýsingagjöf til safngesta

Hæfniskröfur

  • Reynsla af vaktstjórn og/eða teymisstjórn skilyrði

  • Framúrskarandi færni í mannlegum samskiptum og rík þjónustulund er skilyrði

  • Lausnamiðuðu hugsun, leiðtogahæfni og sjálfstæði í starfi er skilyrði

  • Reynsla af mannaforráðum kostur

  • Reynsla af störfum í ferðaþjónustu er kostur

  • Reynsla af innkaupum er kostur

  • Góð íslensku- og enskukunnátta er skilyrði, fleiri tungumál er kostur

  • Brennandi áhugi á menningararfi og listum er kostur

  • Frumkvæði, metnaður og sjálfstæð vinnubrögð

  • Góð almenn tölvukunnátta er skilyrði

Frekari upplýsingar um starfið

Laun eru samkvæmt gildandi kjarasamningi sem fjármála- og efnahagsráðherra og Sameyki hafa gert.

Umsókn um starfið þarf að fylgja ferilskrá með greinargóðum upplýsingum um störf umsækjenda og menntun ásamt kynningarbréfi þar sem gerð er grein fyrir ástæðu umsóknar og rökstuðningur fyrir hæfni í starfið.

Starfið hentar öllum kynjum og áhugasöm eru hvött til að sækja um enda er við ráðningar í störf hjá safninu tekið mið af jafnréttisáætlun stofnunarinnar. Öllum umsóknum verður svarað og umsækjendum tilkynnt um ráðstöfun starfsins þegar ákvörðun hefur verið tekin. Umsóknir geta gilt í sex mánuði frá því að umsóknarfrestur rennur út.

Starfshlutfall er 100% og æskilegt er að viðkomandi geti hafið störf sem fyrst.

Umsóknarfrestur er til og með 26.08.2024.

Nánari upplýsingar veitir

Kristín Ýr Hrafnkelsdóttir, kristin.yr.hrafnkelsdottir@thjodminjasafn.is

Sími: 5302207

Ingibjörg Eðvaldsdóttir, ingibjorg.edvaldsdottir@thjodminjasafn.is

Sími: 5302239

Smellið hér til að sækja um