Laus störf

Ert þú framúrskrandi gestgjafi?

Þjóðminjasafnið óskar eftir að ráða þjónustufulltrúa í framtíðarstarf.

30.5.2023

Þjóðminjasafn Íslands óskar eftir að ráða framúrskarandi gestgjafa í stöðu þjónustufulltrúa. Um er að ræða vaktavinnu og er starfshlutfall 76% yfir sumarið en 66% yfir vetrartímann. Hlutverk starfsfólks er að taka vel á móti gestum, fræða og veita góða upplifun og framúrskarandi þjónustu í móttöku, á sýningum, í safnbúð og á kaffihúsi safnsins.

Helstu verkefni og ábyrgð

 • Þjónusta við gesti safnsins í móttöku, sýningarsölum, á kaffihúsi og í safnbúð
 • Veita safngestum upplýsingar
 • Leiðsögn á íslensku og ensku
 • Afgreiða gesti á kaffihúsi safnsins
 • Afgreiða gesti í safnbúð
 • Aðstoða við öryggisgæslu í sýningarsölum

Hæfniskröfur

 • Rík þjónustulund, sjálfstæð vinnubrögð, dugnaður og snyrtimennska eru skilyrði
 • Hæfni til að koma fram og fara með leiðsagnir er skilyrði
 • Góð hæfni í mannlegum samskiptum og að eiga auðvelt með að miðla upplýsingum er skilyrði
 • Hafa ánægju af því að vinna með fólki og veita góða þjónustu
 • Að tala og rita íslensku og ensku er skilyrði
 • Þekking á fleiri tungumálum er mikill kostur
 • Góð og farsæl reynsla af þjónustustörfum er mikill kostur
 • Reynsla af meðferð matvæla er mikill kostur
 • Reynsla af kaffibarþjónastarfi er mikill kostur
 • Áhugi á menningararfi og listum er kostur

Frekari upplýsingar um starfið 

Laun eru samkvæmt gildandi kjarasamningi sem fjármála- og efnahagsráðherra og Sameyki hafa gert.

Um hlutastarf er að ræða og æskilegt að viðkomandi geti hafið störf sem fyrst.

Umsókn þarf að fylgja ferilskrá með greinargóðum upplýsingum um störf umsækjenda og menntun ásamt kynningarbréfi þar sem gerð er grein fyrir ástæðu umsóknar og rökstuðningur fyrir hæfni í starfið.

Starfið hentar öllum kynjum og áhugasöm eru hvött til að sækja um enda er tekið mið af jafnréttisáætlun stofnunarinnar við ráðningar í störf hjá safninu. Öllum umsóknum verður svarað og umsækjendum tilkynnt um ráðstöfun starfsins þegar ákvörðun hefur verið tekin. Umsóknir geta gilt í sex mánuði frá því að umsóknarfrestur rennur út.

Starfshlutfall er 66-76%.

Umsóknarfrestur er til og með 06.06.2023.

Smellið hér til að sækja um

Nánari upplýsingar veita

Kristín Ýr Hrafnkelsdóttir - kristin.yr.hrafnkelsdottir@thjodminjasafn.is - 5302207
Ingibjörg Eðvaldsdóttir - ingibjorg.edvaldsdottir@thjodminjasafn.is - 5302239 

160_1_text