Brot úr framtíð / Future Fragments
Sýningarskrá. Ritið var gefið út 8. júní 2024 samhliða sýningunni Brot úr framtíð.
Lesa meiraÁ elleftu stundu / I den ellevte time
Eftir Kirsten Simonsen. Bókin kemur út í kjölfar samnefndrar sýningar sem haldin var í Þjóðminjasafninu veturinn 2022-2023.
Lesa meiraNesstofa við Seltjörn - Saga hússins, endurreisn og byggingarlist
Í bókinni er byggingarsaga Nesstofu rakin og sagt frá helstu breytingum sem á henni voru gerðar í tímans ráð og brugðið upp svipmyndum af lífiog stöfrum fólksins í Nesi.
Lesa meiraÞjóðminjar
Þjóðminjasafn Íslands og bókaútgáfan Crymogea gefa út Þjóðminjar eftir Margréti Hallgrímsdóttur. Í þessari ríkulega myndskreyttu bók greinir þjóðminjavörður frá sögu Þjóðminjasafns Íslands og fjallar um hinn fjölbreytta menningararf sem safnið geymir.
Lesa meiraTreasures of the National Museum of Iceland
Þjóðminjar er komin út í enskri þýðingu og heitir á ensku Treasures of the National Museum of Iceland.
Lesa meiraÍ ljósmálinu / In the Light
Bókin er gefin út í tengslum við samnefnda sýningu í Myndasal Þjóðminjasafns Íslands 18.01.2020 – 30.08.2020.
Lesa meiraLanga blokkin í Efra Breiðholti
Lengd byggingarinnar er um 320 metrar og í fljótu bragði líkist hún helst virkisvegg. Innan hennar eru tuttugu stigagangar og 200 íbúðir þar sem búa nokkur hundruð manns. David Barreiro ljósmyndaði bygginguna, íbúana og umhverfið heima hjá þeim. Íbúarnir eiga það sameiginlegt að hafa reynslu af því að flytjast til Íslands víða að úr heiminum.
Lesa meiraGoðsögn um konu / Myth of a woman
Í tengslum við sýningu Agnieszku Sosnowska Goðsögn um konu/Myth of a woman í Myndasal Þjóðminjasafns gefur safnið út bók með úrvali ljósmynda eftir hana. Að auki eru í bókinni greinar eftir Ingunni Snædal skáld og þýðanda og Kat Kiernan ritstjóra og framkvæmdastjóra Panoptican Gallery í Boston, Massachusetts.
Lesa meiraBláklædda konan
Bókin Bláklædda konan er gefin út í tengslum við samnefnda sýningu sem stendur yfir í Horninu á 2. hæð Þjóðminjasafnsins.
Lesa meiraReykholt. The Church Excavations
Reykholt í Borgarfirði er meðal merkustu sögu- og minjastaða á Íslandi. Á árunum 2002-2007 fór fram fornleifarannsókn á gamla kirkjustæðinu í Reykholti. Niðurstöður þeirrar rannsóknar eru nú birtar í bókinni Reykholt, The Church Excavations eftir Guðrúnu Sveinbjarnardóttur. Bókin er gefin út af Þjóðminjasafni Íslands í samvinnu við menningar- og miðaldasetrið Snorrastofu í Reykholti og Háskólaútgáfuna.
Lesa meiraÍsland í heiminum, heimurinn í Íslandi
Bókin vekur okkur til umhugsunar um hvernig Ísland fortíðar og samtíma er mótað af bæði hugmyndum og fólki á ferð og flugi, en líka hvernig viðhorf okkar til annarra getur mótast af rótgrónum hugmyndum.
Lesa meiraBjörn Björnsson. Fuglarnir, fjörðurinn og landið
Í þessari bók birtist úrval mynda Björns sem varðveittar eru í Ljósmyndasafni Íslands í Þjóðminjasafni en einnig í Náttúrufræðistofnun Íslands og í Mynda- og skjalasafni Norðfjarðar.
Lesa meiraGuðmundur Ingólfsson. Á eigin vegum
Guðmundur Ingólfsson er einn af leiðandi ljósmyndurum sinnar kynslóðar.
Lesa meiraMiðaldir í skuggsjá Svarfaðardals
Hér er fjallað um sögu Svarfaðardals frá landnámi fram á 16. öld. Dalurinn er sérlega auðugur af fornleifum og öðrum heimildum um forna tíma og þær eru nýttar hér til að skyggnast inn í fortíðina. Það kemur nokkuð á óvart að samfélagsgerðin virðist í fyrstu hafa einkennst af jöfnuði og dreifingu eigna en við upphaf ritaldar setti vaxandi misskipting og valdasókn höfðingja svip á samfélagið og því fylgdi hernaður og ofbeldi.
Lesa meiraMálarinn og menningarsköpun
Bókin inniheldur 17 ritrýndar greinar, hluti afrakstrar fimm ára rannsóknarverkefnis þar sem rýnt var í störf og áhrif Sigurðar Guðmundssonar málara og Kvöldfélagsins, leynilegs málfundarfélags í Reykjavík. Áhrif þessa starfs á leikhús, hönnun, þjóðsagna-og forngripahönnun, þjóðlega búninga og þjóðfræðislega umræðu. Þjóðminjasafn Íslands gefur bókina út í samstarfi við bókaútgáfuna Opnu.
Lesa meiraLeitin að klaustrunum – klausturhald á Íslandi í fimm aldir
Eins og titillinn gefur til kynna er skipulögð leit að íslensku klaustrunum hér í forgrunni. Höfundur bregður ljósi á sögu kaþólsks klausturhalds í landinu á persónulegan hátt og löngu horfinn heimur þeirra opnast fyrir lesendum.
Lesa meiraKirkjur Íslands
Þjóðminjasafnið stendur að útgáfu ritraðar um kirkjur Íslands ásamt Minjastofnun Íslands og Biskupsstofu í samstarfi við Hið íslenska bókmenntafélag.
Lesa meiraPrýðileg reiðtygi
Bókin er gefin út í tengslum við samnefnda sýningu Í Bogasal Þjóðminjasafnsins 24.02 - 21.10.2018.
Lesa meiraSjónarhorn
Sýningin Sjónarhorn er ferðalag um íslenskan myndheim fyrr og nú. Í sjö álmum Safnahússins við Hverfisgötu eru jafnmörg sjónarhorn sem tengja saman ólík listaverk og áhugaverða muni, þvert á efni og tímabil.
Lesa meiraHvað er svona merkilegt við það?
Sýningarskrá gefin út í tengslum við samnefnda sýningu í Þjóðminjasafni. Grein í bókina ritar Kristín Svava Tómasdóttir sagnfræðingur, en formála ritar Margrét Hallgrímsdóttir þjóðminjavörður.
Lesa meiraÁ veglausu hafi
Sýningarskrá gefin út í tengslum við samnefnda sýningu í Þjóðminjasafninu árið 2015 með greinum eftir sýningarhöfundinn Kristinn E. Hrafnsson myndlistarmann og Gunnar J. Árnason listheimspekingur, en formála ritar Margrét Hallgrímsdóttir þjóðminjavörður.
Lesa meiraVinnandi fólk
Bókin var gefin út í tengslum við samnefnda sýningu í Þjóðminjasafns Íslands 2016.
Lesa meiraSigfús Eymundsson myndasmiður - Frumkvöðull íslenskrar ljósmyndunar
Sigfús Eymundsson (1837-1911) var frumkvöðull í íslenskri ljósmyndun. Hann hóf ljósmyndun árið 1866, stundaði hana í aldarfjórðung og rak ljósmyndastofu í Reykjavík til ársins 1909. Með starfi sínu stuðlaði hann öðrum fremur að útbreiðslu og dreifingu ljósmynda meðal þjóðarinnar.
Lesa meira
Íslenzk silfursmíð
Þjóðminjasafn Íslands hefur gefið út rit Þórs Magnússonar, fyrrverandi þjóðminjavarðar, Íslenzk silfursmíð. Þór hefur rannsakað íslenska silfursmíð um áratuga skeið og birtast rannsóknir hans nú á prenti í bókinni sem er í tveimur bindum. Ritstjóri er Bryndís Sverrisdóttir.
Lesa meiraÞættir úr sögu ljósmyndunar á Íslandi 1970-1990
Út er komin skýrsla Þjóðminjasafns Íslands, Þættir úr sögu ljósmyndunar á Íslandi 1970-1990 eftir Steinar Örn Atlason.
Lesa meiraFaldar og skart
Grasafræðingurinn William Hooker hafði mér sér heim til Englands árið 1809 dýrindis íslenskan faldbúning og brúðarskart. Í bókinni Faldar og skart, sem kom út árið 2013, rekur höfundur sögu þessa faldbúnings ásamt sögu íslenskra kvenklæða fram á 20. öld með aðaláherslu á faldbúninginn.
Lesa meiraTÍZKA - kjólar og korselett
Sýningarskrá gefin út í tengslum við samnefnda sýningu 2012 . Í bókinni er fjöldi mynda af kjólunum á sýningunni auk fylgihluta. Jafnframt eru í bókinni myndir sem sýna tíðaranda þess tíma sem sýningin spannar, árin frá ca. 1940-1970.
Lesa meiraReykholt - Archaeological Investigations at a High Status Farm in Western Iceland
Þjóðminjasafn Íslands og Snorrastofa gáfu út Reykholt - Archaeological Investigations at a High Status Farm in Western Icelandeftir dr. Guðrúnu Sveinbjarnardóttur. Í bókinni eru einnig kaflar eftir 20 innlenda og erlenda sérfræðinga sem komu að rannsókninni.
Lesa meiraÍ svarthvítu
Í tengslum við samnefnda sýningu í Myndasal árið 2012 hefur verið gefin út bókin Hjálmar R. Bárðarson í svarthvítu, með úrvali mynda af sýningunni. Í bókinni er grein um starfsferil Hjálmars eftir Ingu Láru Baldvinsdóttur fagstjóra Ljósmyndasafns Íslands í Þjóðminjasafni og ritaskrá Hjálmars í tímaröð. Margrét Hallgrímsdóttir þjóðminjavörður ritar formála. Ritstjóri er Bryndís Sverrisdóttir.
Lesa meiraTeikning - þvert á tíma og tækni
Bók þessi er gefin út í tengslum við sýningunaTeikning - þvert á tíma og tæknií í Þjóðminjasafni Íslands 2012 - 2013. Sýningarefnið var teikningar fjögurra listamanna gerðar annars vegar seint á 18. öld og hins vegar í upphafi 21. aldar.
Lesa meiraÁsfjall. Ljósmyndir Péturs Thomsen.
Bókin var gefin út í tengslum við samnefnda sýningu á ljósmyndum Péturs Thomsen í Myndasal Þjóðminjasafns Íslands árið 2011. Pétur er einn af fremstu ljósmyndurum sinnar kynslóðar. Í bókinni er gott úrval mynda úr samtímaverkefni sem Pétur Thomsen ljósmyndari vann með tilstyrk Þjóðminjasafnins.
Lesa meiraGuðvelkomnir, góðir vinir! Útskorin íslensk horn
Sýningarit gefið út í tengslum við samnefnda sýningu í Bogasal árið 2011. Í bókinni er yfirlitsgrein um íslensk drykkjarhorn og menningarsögulegt gildi þeirra eftir Lilju Árnadóttur safnvörð. Þjóðminjavörður, Margrét Hallgrímsdóttir ritar formála.
Lesa meiraLjósmyndari Mývetninga
Mannlífsljósmyndir Bárðar Sigurðssonar frá upphafi 20. aldar
Í tengslum við sýninguna Ljósmyndari Mývetninga - Mannlífsljósmyndir Bárðar Sigurðssonar frá upphafi 20. aldar gaf Þjóðminjasafn Íslands út vandaða bók með sama nafni. Í bókinni eru þrjár greinar um Bárð og fjöldi ljósmynda eftir hann.
Lesa meiraÞjóð verður til
Leiðarvísir um grunnsýningu Þjóðminjasafns Íslands. Sýningin Þjóð verður til - Menning og samfélag í 1200 ár er framlag Þjóðminjasafns Íslands til samræðu sem Íslendingar þurfa sífellt að eiga við sjálfa sig. Hún er tilraun til að varpa nýju ljósi á fortíð Íslendinga með því að sýna menningararfinn sem Þjóðminjasafnið varðveitir í samhengi sögunnar.
Lesa meiraHlutavelta tímans
Hlutavelta tímans er yfirlit um íslenska menningarsögu frá árdögum til samtímans. Menningarsagan speglast í efniviði Þjóðminjasafnsins, þeim minjum sem valist hafa til varðveislu á safninu. Bókin veitir þannig innsýn í menningararfinn sem spannar vítt svið, allt frá húsum, brúkshlutum, kirkjugripum og fornleifum til myndefnis og þjóðháttalýsinga. Í bókina skrifar hátt á fjórða tug höfunda.
Lesa meiraLjósmyndarar á Íslandi 1845-1945
Í þessu viðamikla verki leiðir höfundur lesendur gegnum fyrstu öld ljósmyndunar á Íslandi af mikilli þekkingu. Saga ljósmyndunar í öllum sínum margbreytileika er sögð frá frumskeiði hennar um miðja 19. öld og fram til stríðsloka.
Lesa meiraÆvispor
Bókin var gefin út í tengslum við sýningu á útsaumsverkum Guðrúnar Guðmundsdóttur í Þjóðminjasafni árið 2010.
Lesa meiraMynd á þili
Meðal grundvallarrita Þjóðminjasafnsins er tímamótaverk Þóru Kristjánsdóttur listfræðings frá árinu 2005: Mynd á þili : íslenskir listamenn á 16., 17. og 18. öld. Sú bók var gefin var út í samvinnu við JPV-útgáfu í tengslum við samnefnda sýningu í Bogasal Þjóðminjasafnsins.
Lesa meiraSögustaðir í fótspor W.G. Collingwoods
Á árinu 2010 gaf Þjóðminjasafn Íslands út bókina Sögustaðir - í fótspor W.G. Collingwoods eftir Einar Fal Ingólfsson. Bókin var gefin út í samvinnu við Crymogeu í tengslum við samnefnda sýningu í Þjóðminjasafni.
Lesa meiraUndrabörn - Extraordinary Child
Mary Ellen Mark er heimsþekkt fyrir myndir þar sem horfst er í augu við raunveruleikann og hefur myndað heimilislaus ungmenni í Seattle, starf líknarstofnunar móður Teresu í Kolkata og vændishús í Mumbai svo fátt eitt sé nefnt. Þegar hún kom til Íslands árið 2006 heillaðist hún mjög af því starfi sem unnið er með fötluðum börnum á Íslandi.
Lesa meira
Íslensk matarhefð
Mál og menning og Þjóðminjasafn Íslands. 1999.
Lesa meiraSilfur í þjóðminjasafni
Handhægt rit gefið út í tilefni sýningarinnar Silfur í Þjóðminjasafni í Þjóðminjasafni 1996 með yfirlitsgrein eftir Þór Magnússon fyrrum þjóðminjavörð um silfursmíðar og silfursmiði.
Úrvalið
Hversu góðir eru íslenskir ljósmyndarar? Höfundur bókarinnar, Einar Falur Ingólfsson ljósmyndari, varpar spurningunni fram og svarar henni með því að velja þrettán bestu ljósmyndarana frá upphafi sögu ljósmyndunar hér á landi til þessa dags.
Lesa meiraYfir hafið og heim: íslenskir munir frá Svíþjóð
Vorið 2007 var gerður mikilvægur samningur á milli Þjóðminjasafns Íslands og Nordiska Museet (Norræna safnsins) í Stokkhólmi í Svíþjóð um íslenska gripi í eigu þess. Í samningnum fólst að munirnir væru afhentir Þjóðminjasafni Íslands til ævarandi varðveislu. Árið 2008 var haldin sýningin Yfir hafið og heim í Þjóðminjasafninu þar sem munirnir voru sýndir.
Lesa meiraÁ minjaslóð
Á minjaslóð er fjölbreytt safn ritgerða sem út kom árið 2007 [N1] [N2] eftir Þór Magnússon, fyrrverandi þjóðminjavörð, frá löngum starfsferli hans við íslenska minjavörslu. Efni greinanna lýtur að byggingarsögu, fornleifafræði, þjóðfræði, listfræði, verkháttum og handverki. Jafnframt er birt úrval ljósmynda Þórs af horfnum starfsháttum, minjum og minjastöðum og heildarritaskrá hans.
Lesa meiraSvipmyndir eins augnabliks
Áhugaljósmyndun var ástríða Þorsteins Jósepssonar (1907-1967) blaðamanns og rithöfundar. Þorsteinn myndaði um allt land og ljósmyndun hans var samofin ferðalögum og starfi hans innan Ferðafélags Íslands.
Lesa meiraSigríður Zoega: Ljósmyndari í Reykjavík
Þann 11. september árið 1955 gáfu Sigríður Zoëga og Steinunn Thorsteinsson allt ljósmyndaplötusafn sitt til Þjóðminjasafns Íslands. Í bókinni er að finna æviágrip Sigríðar, fjallað er um verk hennar og úrval af hennar bestu ljósmyndum eru í bókinni. Höfundur texta er Æsa Sigurjóndóttir listfræðingur.
Lesa meiraEndurfundir
Bókin Endurfundir - fornleifarannsóknir styrktar af Kristnihátíðarsjóði 2001-2005 er ítarleg sýningarbók sem gefin var út í tengslum við samnefnda sýningu í Þjóðminjasafninu sem opnuð var 31. janúar 2009 og er árangur einstakra rannsókna á sviði fornleifa á Íslandi.
Lesa meiraÞjóðin, landið og lýðveldið
Samfara viðamikilli sýningu á verkum Vigfúsar Sigurgeirssonar, ljósmyndara og kvikmyndagerðarmanns sem sýnd var í Þjóðminjasafni árið 2008 gaf safnið út bókina Þjóðin, landið og lýðveldið – Vigfús Sigurgeirsson, ljósmyndari og kvikmyndagerðarmaður.
Lesa meira
Endurkast
Í tilefni ljósmyndasýningarinnar Endurkast árið 2008 var vegleg og að mörgu leyti óvenjuleg ljósmyndabók gefin út sem gefur glögga mynd af sýningunni og þeim viðfangsefnum sem nútímaljósmyndun fæst við. Bókinni er ætlað að varpa ljósi á stöðu ljósmyndunar í íslenskri myndlist og skoða viðfangsefni og nálgun ljósmyndara sem unnið hafa með ljósmyndun sem listmiðil.
Lesa meiraTil gagns og til fegurðar
Vegleg ljósmyndabók eftir Æsu Sigurjónsdóttur listfræðing. Bókin Til gagns og til fegurðar var gefin út í tengslum við samnefnda sýningu í Þjóðminjasafni. Í bókinni er varpað fram spurningum um klæðnað og útlit Íslendinga á árunum 1860-1960 og sýnt hvernig ljósmyndir endurspegla sjálfsmynd þjóðarinnar á hverjum tíma.
Lesa meiraAfturgöngur og afskipti af sannleikanum
Ljósmyndir móta viðhorf okkar til veruleikans, sannleikans og einstakra atburða í fortíð og nútíð. Í bókinni Afturgöngur og afskipti af sannleikanum eftir Sigrúnu Sigurðardóttur menningarfræðing er fjallað um ljósmyndir sem menningarlegt greiningartæki og skoðað hvernig ljósmyndir móta sjálfsmynd einstaklinga, fjölskyldualbúm þjóða og viðhorf til dauðans.
Lesa meiraBetur sjá augu: Ljósmyndun íslenskra kvenna 1872-2013
Bókin er gefin út í tengslum við samnefnda sýningu í Þjóðminjasafni Íslands og Ljósmyndasafni Reykjavíkur árið 2014. Í henni er grein eftir Lindu Ásdísardóttur safnfræðing um sögu og þróun í ljósmyndun kvenna á Íslandi.
Gersemar og þarfaþing
Bókin var gefin út í tengslum við afmælissýningu Þjóðminjasafnsins árið 1993. Í þessa afmælisbók Þjóðminjasafnsins er valinn einn hlutur eða viðburður sem tengist hverju ári í 130 ára sögu þess. Ártölin merkja því hvaða ár gripur barst en segja ekkert um aldur hans. Bókin sýnir á lifandi hátt þá miklu fjölbreytni í starfsemi safnsins sem mörgum er ókunn.
Lesa meiraÓlafur Magnússon Konunglegur hirðljósmyndari
Ólafur Magnússon (1889-1954) var einn í hópi ungra ljósmyndara sem hófu störf þegar rétt var liðið fram á tuttugustu öld og var í fremstu röð íslenskra ljósmyndara allt fram um hana miðja.
Lesa meiraÍslenskur Útsaumur
Bók þessi er yfirgripsmesta verk sem samið hefur verið um útsaum á Íslandi fram eftir öldum, og hefur að geyma fjölda litmynda.
Lesa meiraÍ eina sæng
Hvað er brúðargangur? Eru steggja- og gæsapartí gamall siður? Hvað var á borðum í brúðkaupsveislum fyrri alda? Hvað er brúðhjónabolli? En vítabikar?
Lesa meiraEnginn getur lifað án Lofts
Bókin hefur að geyma þrjár greinar um Loft Guðmundsson (1892-1952) ljósmyndara og kvikmyndagerðarmann, ævi hans og störf eftir Erlend Sveinsson, Ingu Láru Baldvinsdóttur og Margréti Elísabetu Ólafsdóttur. Loftur var fjölhæfur maður og afkastamikill. Hann var sönglagahöfundur og lagasmiður.
Lesa meira