Þjóðháttasafn

Lífið á tímum kórónuveirunnar

Þjóðminjasafnið leitar eftir liðsinni almennings

4.4.2020

Mikilvægt er að safnað verði heimildum um daglegt líf fólks meðan á kórónuveirufaraldrinum stendur, reynslu þess og upplifanir, á þessum afar sérstæðu tímum. 

Þjóðminjasafnið leitar eftir liðsinni almennings við að svara spurningaskrá um þetta efni og hvetur sem flesta til að taka þátt í könnuninni. Á það skal jafnframt bent að hér gefst einstakt tækifæri til að færa í letur sínar eigin minningar. Þær frásagnir sem berast verða varðveittar fyrir framtíðina í menningarsögulega gagnagrunninum Sarpi og verða öllum opnar, bæði fræðimönnum og öðrum. Nöfn heimildarmanna birtast ekki. Spurningaskrána má nálgast hér.