Um safnið

Um safnið

26.4.2016

Þjóðminjasafn Íslands er vísinda- og þjónustustofnun í eigu íslenska ríkisins. Því er ætlað að vera miðstöð þjóðminjavörslu og rannsókna á menningarsögulegum minjum í landinu.

Hlutverk Þjóðminjasafnsins er að auka og miðla þekkingu á menningararfi íslensku þjóðarinnar frá upphafi til vorra daga og stuðla að því að sem flestir geti haft gagn og gaman af sögu og minjum lands og þjóðar. Meginhluti safnhússins hýsir grunnsýningu Þjóðminjasafnsins við Suðurgötu: Þjóð verður til - menning og samfélag í 1200 ár.

Skrifstofur safnsins eru á eftirfarandi stöðum:

Fjármál og þjónusta

Sviðstjóri fjármála- og þjónustusviðs er Þorbjörg Gunnarsdóttir, thorbjorg@thjodminjasafn.is. Skrifstofa Fjármála- og þjónustusviðs er á Suðurgötu 41.

Húsasafn

Sviðstjóri húsasafnsins er Guðmundur Lúther Hafsteinsson gudmundur.luther@thjodminjasafn.is Skrifstofa húsasafnsins er á Tjarnarvöllum 11 og er opin alla virka daga frá kl. 8:00-16:00.

Ljósmyndasafn Íslands

Sviðstjóri Ljósmyndasafns Íslands er Inga Lára Baldvinsdóttir, inga.lara@thjodminjasafn.is . Ljósmyndasafn Íslands er með aðsetur í Vesturvör 16-20 í Kópavogi og er skrifstofa þess opin alla virka daga frá kl. 8:00 - 16:00.

Munasafn

Sviðstjóri Munasafns er Lilja Árnadóttir, lilja@thjodminjasafn.is . Skrifstofa munasafns er í varðveislu- og rannsóknamiðstöð safnsins á Tjarnarvöllum 11 og er opin alla virka daga frá kl. 8:00-16:00.

Safnahúsið við Hverfisgötu

Safnahúsið við Hverfisgötu 15 er hluti af Þjóðminjasafni Íslands og er þjóðminjavörður forstöðumaður þess.  Safnahúsið, áður Þjóðmenningarhúsið, var sameinað Þjóðminjasafninu árið 2013.

Í Safnahúsinu er sýningin Sjónarhorn sem er samstarfsverkefni Þjóðminjasafnsins, Listasafns Íslands, Náttúruminjasafns Íslands, Stofnunar Árna Magnússonar í íslenskum fræðum, Landsbókasafns-háskólabókasafns og Þjóðskjalasafns.