Um safnið

Um safnið

26.4.2016

Þjóðminjasafn Íslands er vísinda- og þjónustustofnun í eigu íslenska ríkisins. Því er ætlað að vera miðstöð þjóðminjavörslu og rannsókna á menningarsögulegum minjum.

Sýningar Þjóðminjasafns Íslands eru á Suðurgötu 41, opið alla daga frá kl. 10-17.

Skrifstofur safnsins eru á eftirfarandi stöðum:

Skrifstofa þjóðminjavarðar - Suðurgata 41
Þjóðminjavörður er Harpa Þórsdóttir, harpa.thorsdottir@thjodminjasafn.is.

Þjónustusvið - Suðurgata 41, opið virka daga 8-16
Undir þjónustusvið heyrir sýningarhald, safnfræðsla og kynningarmál. Framkvæmdastjóri þjónustusviðs er Kristín Ýr Hrafnkelsdóttir, kristin.yr.hrafnkelsdottir@thjodminjasafn.is.

Fjármálasvið - Suðurgata 41, opið virka daga 8-16
Á fjármálasviði fer fram starfsemi á sviði fjármála, rekstrar og öryggismála. Framkvæmdarstjóri fjármálasviðs er Þorbjörg Gunnarsdóttir, thorbjorg@thjodminjasafn.is

Kjarnasvið - Tjarnarvellir 11 og Vesturvör 16-20, opið virka daga 8-16
Á kjarnasviði er unnið að faglegu safnastarfi og þjóðminjavörslu menningar- og þjóðminja. Safneign heyrir undir kjarnasvið:  Munasafn, Ljósmyndasafn, Húsasafn, Þjóðháttasafn .

Framkvæmdarstjóri kjarnasviðs er Ágústa Kristófersdóttir, agusta.kristofersdottir@thjodminjasafn.is.