Vinafélag

Vinafélag Þjóðminjasafns Íslands

1.9.2017

Minjar og saga, vinafélag Þjóðminjasafnsins, hefur starfað frá árinu 1988. Markmið þess er að styrkja starfsemi safnsins á ýmsan hátt og halda á lofti skilningi á mikilvægi þess að vel sé búið að helsta menningarsögulega safni þjóðarinnar.

Helstu verkefni vinafélagsins eru að leita leiða til að afla Þjóðminjasafninu merkra muna sem álitið er að best séu varðveittir í safninu vegna menningarsögulegs gildis þeirra.

Einnig greiðir félagið fyrir sérstökum rannsóknarverkefnum þar sem því verður við komið.

Félagið efnir til fyrirlestra fræðimanna um fornleifar og aðrar þjóðminjar. Jafnframt hefur það staðið fyrir skoðunarferðum undir leiðsögn sérfræðinga á merka menningarsögulega staði.

Félagsgjaldið er 3.000 kr. á ári.

Í stjórn félagsins sitja þau Stefán Einar Stefánsson, Margrét Hallgrímsdóttir, Stefán Árni Auðólfsson, Kristján Garðarsson og Svanhvít Friðriksdóttir. Í varastjórn sitja Sverrir Kristinsson og Gunnhildur Ásta Guðmundsdóttir.


Skráning í vinafélag Þjóðminjasafnsins

Til að fyrirbyggja ruslpóst: