Sýningar í gangi

Þjóð í mynd: Myndefni frá stofnun lýðveldis 1944

  • 14. júní 2024 - 5. janúar 2025

Þjóðminjasafn Íslands og Kvikmyndasafn Íslands hafa tekið saman höndum um sýningu á efni frá atburðum þeim sem áttu sér stað í maí og júní árið 1944 og leiddu til lýðveldisstofnunarinnar þann 17. júní. 

Á sýningu verða kvikmyndir úr safnkosti Kvikmyndasafnsins sem ekki hafa áður komið fyrir augu almennings í bland við ljósmyndir, gripi og frásagnir fólks af atburðunum úr safni Þjóðminjasafnins. Markmið sýningarinnar er að varpa ljósi á þátttöku og upplifun almennings á þessum merku atburðum í sögu þjóðarinnar.

Lýðveldisstofnunin var nefnilega ekki aðeins opinber stjórnmálagjörningur þar sem þing kaus forseta, nýja stjórnarskrá og íslenska ríkið sagði formlega skilið við danskt konungsvald. Þetta voru ekki síður atburðir sem allur almenningur í landinu lét sig varða og dreif áfram með virkri þátttöku. 

Viðburðadagskrá

6. október kl. 14-16
Barmmerkjasmiðja fyrir krakka
Jóhanna Bergmann safnkennari verður með skemmtilega barmmerkjasmiðju og segir gestum frá sýningunni.

13. október kl. 14-16
Sunnudagsbíó fyrir þjóðina: Stofnun lýðveldis á Íslandi

Sýnd verður kvikmynd sem íslenska ríkið lét taka við stofnun lýðveldis á Íslandi árið 1944. Um er að ræða upprunalegu útgáfu myndarinnar, sem hefur ekki sést opinberlega í heild sinni í áratugi.

Gunnar Tómas Kristófersson, sérfræðingur rannsókna á Kvikmyndasafni Íslands, heldur fyrirlestur að sýningu lokinni.

14. nóvember kl. 12-13
Sérfræðileiðsögn með Gunnari Tómasi Kristóferssyni sérfræðingi rannsókna á Kvikmyndasafni Íslands

 

 

Kreditlisti

Sýningarnefnd: Bryndís Erla Hjálmarsdóttir, Freyja Hlíðkvist Ómarsdóttir Sesseljudóttir, Gunnar Tómas Kristófersson, Joe Wallace Walser III, Kristján Mímisson, Kristín Halla Baldvinsdóttir, Jóhanna Bergmann, Sandra Sif Einarsdóttir

Verkefnisstjóri: Bryndís Erla Hjálmarsdóttir

Handritshöfundur: Gunnar Tómas Kristófersson, Kristján Mímisson

Þýðing: Joe Wallace Walser III, Kristján Mímisson

Sýningahönnun: Axel Hallkell Jóhannesson

Grafísk hönnun: Ármann Agnarsson

Eftirvinnsla á kvikmyndaefni: Jón Stefánsson

Samstarfsaðliar: Kvikmyndasafn Íslands

KVIKMYNDASAFN-LOGO-copy

Lydveldid_Island_80_Ara