Fræðslupakkar

Hvað er Þjóðminjasafn Íslands?

Er heimsókn í Þjóðminjasafnið fram undan? Þjóðminjasafnið á sér margar hliðar sem ekki eru augljósar hinum almenna gesti. Hvað gerist á bak við tjöldin? Hvað gerir fólkið sem vinnur í safninu? Hvernig eiga sýningargestir að haga sér? Í gegnum myndböndin má komast á snoðir um eitt og annað um þetta höfuðsafn menningarminja.

Myndböndin eru ætluð nemendum á öllum aldri. Þau nýtast bæði þeim sem áforma að heimsækja safnið en einnig þeim sem einfaldlega vilja kynnast safninu betur.

Kennsluáætlun

Kennsluáætlun

Hvað er Þjóðminjasafn Íslands?

Heimsókn í Þjóðminjasafnið með safnkennurum

Gúi er áhugasamur um söfn og hér leiðir hann okkur vítt og breytt um leyndardóma Þjóðminjasafnsins. Sýningahúsið sjálft stendur við Suðurgötu í Reykjavík en við sáum líka svipmyndir frá nokkrum húsum sem Þjóðminjasafnið varðveitir á landsbyggðinni, stoppum á Keldum og kíkjum inn í bæinn og kirkjuna þar. Varðveislu- og rannsóknamiðstöð safnsins hýsir margs konar muni og mannabeinasafn og Ljósmyndasafn Íslands varðveitir ekki bara ljósmyndir heldur líka höggmyndir og málverk o.fl.

 

Gúi kemst að því að það er ekki alveg sama hvernig gesturinn hagar sér í sýningarsölunum innan um alla sýningargripina og aðra gesti.

 

Freyja sýnir okkur Gúa inn í fleiri geymslur og viðkomustaði í Varðveislu- og rannsóknamiðstöðinni.

Heimildamyndir um Þjóðminjasafn Íslands

Ný grunnsýning var opnuð í september 2004 í uppgerðu safnhúsinu við Suðurgötu 41, Reykjavík. Þessi sjónvarpsþáttur var gerður af því tilefni.

 

Í tilefni af 150 ára afmæli Þjóðminjasafns Íslands 24. febrúar 2013 var gerð heimildamynd þar sem skyggnst var á bak við tjöldin í fjölbreyttri starfsemi safnsins.

 

Gullakista Þjóðminjasafnsins

Gullakista safnfræðslunnar er ílát fyrir forvitnilegt og fræðandi efni úr fórum Þjóðminjasafns Íslands. Hér safnast eitt og annað sem gaman er að skoða og láta koma sér á óvart. https://www.thjodminjasafn.is/thjonusta/hopar/skolar/gullkista-safnfraedslunnar