Framhaldsskólar

Stakkur eftir vexti: Tíska og textílar

  • Þjóðminjasafnið á Suðurgötu. Lengd: 45-60 mín. Æskilegur nemendafjöldi: 25 eða færri.

Víða á grunnsýningu safnsins má sjá muni og myndir sem varpa ljósi á fatnað og tísku fyrri alda. Skoðaðar eru textílleifar, skartgripir, myndir og minningartöflur sem gefa innsýn í efni og útlit fatnaðar fyrri alda. Tískustraumar frá Evrópu höfðu áhrif á fatagerð hér á landi þó sum stílbrigði megi telja séríslensk. Þróun íslenskra kvenbúninga verður sérstaklega höfð að leiðarljósi sé þess óskað. 

Smellið hér til að bóka heimsókn

Safnfræðsla fyrir framhaldsskólahópa felur í sér leiðsagnir um grunnsýningar Þjóðminjasafnsins og Safnahússins út frá ólíkum sjónarhornum sem henta mismunandi fögum eða áföngum.

Einnig geta kennarar á framhaldsskólastigi komið með nemendur á eigin vegum á sýningar Þjóðminjasafnsins á Suðurgötu og í Safnahúsinu við Hverfisgötu. Kennarar mega einnig senda nemendur á sýningar á eigin vegum til þess að vinna fyrir fram skilgreind verkefni sem þeir standa skil á gagnvart kennara.

Smellið hér til að bóka heimsókn

Nánari upplýsingar: kennsla@thjodminjasafn.is eða hafið samband í síma 5302255 eða 5302254.