Fyrirlestrasalur Þjóðminjasafninu við Suðurgötu

Fyrirlestrasalur

Þjóðminjasafnið á Suðurgötu

Fyrirlestrarsalur Þjóðminjasafnsins tekur 56 manns í sæti og hægt er að bæta við u.þ.b. 40 aukastólum. Þar er tölva, skjávarpi, tússtafla og myndvarpi. Hægt er að taka fyrirlestra upp (hljóð og mynd). Fyrirlesarar koma með efnið sitt á minniskubbi (pc-umhverfi). 

Salurinn er almennt ekki leigður út á mánudögum að vetri til, frá 16. september - 30. apríl.

Vinsamlega fyllið í eftirfarandi eyðublaðAthuga að nauðsynlegt er að vista skjalið fyrst á tölvunni áður en fyllt er inn í það. Skjalið á að vista undir nafni hópsins og senda í tölvupósti á netfangið bokun@thjodminjasafn.is.

Gjaldskrá 2023

Fyrirlestrasalur Þjóðminjasafns Íslands (opið 10-17) 
 Heill virkur dagur (ATH: safnið er ekki opið á mánudögum að vetri til)90.000 kr. 
 Hálfur virkur dagur (1-4 klst.) 65.000 kr.
 Heill dagur, laugardagur eða sunnudagur 105.000 kr.
 Hálfur dagur, laugardagur eða sunnudagur, 1-4 klst. 75.000 kr.
 Upptaka af fyrirlestri 20.000 kr.
 Ef opna þarf fyrirlestrarsal fyrir kl. 10:00 greiðist aukalega: 25.000 kr.


Þegar salur er bókaður þrisvar sinnum eða oftar á skömmum tíma v/ sama tilefnis (námskeið/fræðsluherferð o.fl) er veittur 10% afsláttur af öllum bókunum.

Þjónustustjóri eða vaktstjóri veitir alla minni háttar aðstoð, en ef viðveru tæknimanns er óskað kostar það 20.000 kr. á klst og þarf að bóka hann um leið og salur er pantaður.

Hægt er að fá aðgang að streymisbúnaði gegn framvísun streymislykils, streymiskerfi safnsins styður YouTube, Facebook, Twitch, Twitter og Workplace.
Framvísa þarf streymisslykli að minnsta kosti 24 tíma fyrir streymi sem er síðan virkjaður klukkutíma til hálftíma áður en streymi hefst.

fyrirlestrasalur

 

 

 

 

 

 


Reglur um móttökur og veitingar

  1. Allar merkingar fyrirtækja eru háðar sérstöku leyfi fulltrúa Þjóðminjasafns. Þær skal ekki hafa utandyra og aðeins í anddyri, í veitingastofu eða í fyrirlestrasal.
  2. Ekki er leyfilegt að fara með mat og drykk inn í  fyrirlestrasal.
  3. Veitingar skulu að öllu jöfnu bornar fram í veitingastofu, í anddyri eða í Myndasal (ef sýning þar leyfir).
  4. Veitingar skal bera fram eftir heimsókn í sýningarsali safnsins, ekki fyrir heimsóknina.
  5. Þeim sem skipuleggja hópheimsóknir og mótttökur í húsakynnum safnsins er heimilt að koma með eigin tónlistarflutning. Ákvörðun um slíkt skal þó ávallt borin undir fulltrúa Þjóðminjasafns.