Sýningar í gangi

Lögréttutjöldin

  • 14. júní 2024 - 1. júní 2025

Í tilefni 80 ára afmælishátíðar lýðveldis á Íslandi sýnir Þjóðminjasafn Íslands í samstarfi við Þjóðgarðinn á Þingvöllum tjöld sem eru talin hafa hangið í Lögréttuhúsinu á Þingvöllum á síðari hluta 18. aldar. 

Hin svokölluðu Lögréttutjöld voru seld skoskum ferðamanni að nafni Robert Mackay Smith árið 1858 en eru nú í eigu Þjóðminjasafns Skotlands. Þegar þau voru seld úr landi höfðu þau verið á Bessastöðum í þó nokkurn tíma.

Lögréttutjöldin eru í raun tvö mislöng rúmtjöld úr ull og líni sem hafa verið saumuð saman eftir langhliðinni. Þau eru skreytt með útsaumi og áletrunum. Á öðru eru spakmæli en brot úr passíusálmi eftir Hallgrím Pétursson á hinu.

Lögréttutjöldin eru fengin að láni hjá Þjóðminjasafni Skotlands. Sýningin er í Horninu og mun standa í eitt ár. 

Sýningarnefnd / Exhibition CommitteeAnna Leif Auðar Elídóttir, Bryndís Erla Hjálmarsdóttir, Joe W. Walser, Kristín Halla Baldvinsdóttir, Kristján Mímisson, Hildigunnur Þráinsdóttir, Sigríður Þorgeirsdóttir
Verkefnisstjóri / Exhibition ManagementAnna Leif Auðar Elídóttir
Handritshöfundur / ManuscriptHelgi Þorláksson
Þátttakendur í handritsgerð / Co-writersSigurlaug Dagsdóttir, Kristján Mímisson
Sýningarhönnun / Exhibition designAxel Hallkell Jóhannesson, Ármann Agnarsson
Samstarfsaðilar / Collaborative PartnersÞjóðminjasafn Skotlands / National Museums Scotland, Alþingi Íslendinga/ Icelandic Parliament, Menningar- og viðskiptaráðuneyti / Ministry of Culture and Business Affairs, Þjóðgarðurinn á Þingvöllum / Þingvellir National Park
Þakkir / AcknowledgementsLögréttutjöldin koma að láni frá Þjóðminjasafni Skotlands / On loan courtesy of National Museums Scotland

 

Nms Lydveldid_Island_80_Ara

Mynd af lögréttutjöldum © National Museums Scotland