Fræðslupakkar-Inngangur

Fræðslupakkar

Safnfræðsla Þjóðminjasafns Íslands býður kennurum í grunnskólum veflæga fræðslupakka um ólík þemu gamla bændasamfélagsins. Fræðslupakkarnir innihalda myndbönd safnkennara ásamt ítarefni svo sem heimildamyndir, vefsýningar, vefsíður og rit. Öllu er pakkað inn í kennsluáætlun með hugmyndum að verkefnum sem vinna má með nemendum út frá efninu.

Fræðslupakkarnir henta einkum yngsta stigi og miðstigi en ýmislegt gagnast líka í kennslu með eldri nemendum. Þeir geta staðið einir og sér, án komu í safnið, en þjóna líka sem undirbúningur eða eftirfylgni í tengslum við safnheimsókn.

Fyrstu fræðslupakkarnir eru kominn á vefinn. Þeir fjalla annars vegar um vinnslu ullarinnar, allt frá því að ærin er rúin og þar til komin er fullbúin afurð, og hins vegar um líf og leiki barna áður fyrr.

Athugið að efnið er í vinnslu.


Líf og leikir barna áður fyrr

Fræðslupakkarnir henta einkum yngsta stigi og miðstigi en ýmislegt gagnast líka í kennslu með eldri nemendum.

Lesa meira