Ekki snerta jörðina

Rannsóknin

Hvernig leika börn sér í dag?

Hvernig leika börn sér í dag? Þessi spurning var hvatinn að rannsókn á leikjum 10 ára barna árið 2009. Söfnin sem stóðu að rannsókninni voru Árbæjarsafn, Byggðasafn Árnesinga á Eyrarbakka, Byggðasafn Reykjanesbæjar, Lækningaminjasafn Íslands í Nesi, Minjasafn Austurlands á Egilsstöðum, Minjasafnið á Akureyri, Þjóðfræðistofa á Hólmavík og Þjóðminjasafn Íslands.

Starfsmenn safnanna heimsóttu skóla og tóku viðtöl við nemendur í 5. bekk um leiki og leikföng. Sum barnanna héldu dagbók um leiki sína í eina viku og afhentu söfnunum til varðveislu. Einnig voru teknar ljósmyndir og stutt myndskeið af börnum í ýmsum leikjum.

Niðurstöðurnar úr þessum rannsóknum má sjá í rannsóknarskýrslu sem kemur út árið 2012 og verður þá birt hér á síðunni.

Spurningalisti um leiki barna

Skólarnir sem tóku þátt í verkefninu voru: 

Austurbæjarskóli
Ártúnsskóli
Barnaskólinn á Eyrarbakka og Stokkseyri
Egilsstaðaskóli
Flóaskóli
Grunnskóli Barnaspítala Hringsins
Grunnskólinn á Hólmavík
Holtaskóli
Lundarskóli