
Almenn leiðsögn. Grunnsýningin; Þjóð verður til
Almenn leiðsögn um grunnsýningu Þjóðminjasafnsins, Þjóð verður til, er ávallt í boði fyrir alla aldurshópa. Vinsamlega sendið beiðni um bókun á netfangið kennsla@thjodminjasafn.is eða hafið samband í síma 5302255 eða 5302254.
Lesa meira
Þjóð í mótun. Tímabilið 800-1600
Farið er yfir fyrri helming grunnsýningar safnsins, þar sem fjallað er um sögu Íslandsbyggðar frá landnámi og fram yfir siðaskipti. Vinsamlega sendið beiðni um bókun á netfangið kennsla@thjodminjasafn.is eða hafið samband í síma 5302255 eða 5302254.
Lesa meira
Leiðin til samtímans. Tímabilið 1600-2000
Seinni hluti grunnsýningar safnsins er kannaður, þar sem fjallað er um sögu Íslandsbyggðar frá siðaskiptum til nútímans. Vinsamlega sendið beiðni um bókun á netfangið kennsla@thjodminjasafn.is eða hafið samband í síma 5302255 eða 5302254.
Lesa meira
Frá rúnaristum til ritvéla: Íslensk bókmenntasaga
Gengið er um grunnsýningu safnsins með áherslu á gripi sem tengjast íslenskri bókmenntasögu frá upphafi Íslandsbyggðar til nútímans. Vinsamlega sendið beiðni um bókun á netfangið kennsla@thjodminjasafn.is eða hafið samband í síma 5302255 eða 5302254.
Lesa meira
Stakkur eftir vexti: Tíska og textílar
Víða á grunnsýningu safnsins má sjá muni og myndir sem varpa ljósi á fatnað og tísku fyrri alda. Skoðaðar eru textílleifar, skartgripir, myndir og minningartöflur sem gefa innsýn í efni og útlit fatnaðar fyrri alda. Tískustraumar frá Evrópu höfðu áhrif á fatagerð hér á landi þó sum stílbrigði megi telja séríslensk. Þróun íslenskra kvenbúninga verður sérstaklega höfð að leiðarljósi sé þess óskað. Vinsamlega sendið beiðni um bókun á netfangið kennsla@thjodminjasafn.is eða hafið samband í síma 5302255 eða 5302254.
Lesa meira
Lífgað upp á hvunndaginn: Listir og handverk fyrri alda
Grunnsýning safnsins er rannsökuð með sérstakri áherslu á handverk og listir. Skoðaðir eru kirkjugripir, nytjagripir og listgripir á sýningunni og þeir settir í samhengi með tilliti til samfélagsgerðar hverju sinni. Vinsamlega sendið beiðni um bókun á netfangið kennsla@thjodminjasafn.is eða hafið samband í síma 5302255 eða 5302254.
Lesa meira
Regnbogaþráðurinn
Regnbogaþráðurinn er hinsegin vegvísir í gegnum sýninguna Þjóð verður til - menning og samfélag í 1200 ár. Í honum er fjallað um hinsegin sögu á Íslandi. Með hugtakinu hinsegin er átt við kyn og kynverund sem samræmist ekki hefðum og venjum hvers tíma, þar á meðal fólk sem í dag væri kallað trans, intersex, kynsegin, samkynhneigt, tví-, pan- eða eikynhneigt.
Vinsamlega sendið beiðni um bókun á netfangið kennsla@thjodminjasafn.is eða hafið samband í síma 5302255 eða 5302254.
Ath.: Fyrir nemendur sem ekki komast í safnið, eða til upprifjunar eftir heimsókn, er hljóðleiðsögnin einnig aðgengileg á vef safnsins hér.
Lesa meira