Myndasalur í 20 ár | Úr safneign
  • Þjóðminjasafnið á Suðurgötu. Lengd: 45-60 mín. Æskilegur nemendafjöldi: 25 eða færri.

Í Myndasal stendur nú yfir sýning á ljósmyndum eftir samtímaljósmyndara sem sýnt hafa verk sín í Myndasal frá því hann var opnaður árið 2004.

Lesa meira

Brot úr framtíð
  • Þjóðminjasafnið á Suðurgötu. Lengd: 45-60 mín. Æskilegur nemendafjöldi: 25 eða færri.

Sýningin Brot úr framtíð í Bogasal Þjóðminjasafns Íslands byggir á listrannsókn og myndlistarverkefni Þorgerðar Ólafsdóttur þar sem hún veltir fyrir sér fyrirbærum tengdum mannöld og hugmyndum okkar um menningar- og náttúruarf.

Lesa meira

Lýðveldið Ísland 80 ára
  • Þjóðminjasafnið á Suðurgötu. Lengd: 45-60 mín. Æskilegur nemendafjöldi: 25 eða færri

Í tilefni 80 ára afmælis lýðveldisins er nemendum framahaldsskóla boðið í heimsókn í Þjóðminjasafnið að skoða sérsýningarnar Þjóð í mynd: Myndefni frá stofnun lýðveldis 1944 og Lögréttutjöldin með safnkennara. Skoðun á grunnsýningu safnsins er fléttað inn í heimsóknina, einkum tímabilinu 1800 - 2000.

Lesa meira

Almenn leiðsögn um grunnsýninguna Þjóð verður til
  • Þjóðminjasafnið á Suðurgötu. Lengd: 45-60 mín. Æskilegur nemendafjöldi: 25 eða færri.

Almenn leiðsögn um grunnsýningu Þjóðminjasafnsins, Þjóð verður til, er ávallt í boði fyrir alla aldurshópa. 

Lesa meira

Þjóð í mótun. Tímabilið 800-1600
  • Þjóðminjasafnið á Suðurgötu. Lengd: 45-60 mín. Æskilegur nemendafjöldi: 25 eða færri.

Farið er yfir fyrri helming grunnsýningar safnsins, þar sem fjallað er um sögu Íslandsbyggðar frá landnámi og fram yfir siðaskipti. 

Lesa meira

Leiðin til samtímans. Tímabilið 1600-2000
  • Þjóðminjasafnið á Suðurgötu. Lengd: 45-60 mín. Æskilegur nemendafjöldi: 25 eða færri.

Seinni hluti grunnsýningar safnsins er kannaður, þar sem fjallað er um sögu Íslandsbyggðar frá siðaskiptum til nútímans. 

Lesa meira

Frá rúnaristum til ritvéla: Íslensk bókmenntasaga
  • Þjóðminjasafnið á Suðurgötu. Lengd: 45-60 mín. Æskilegur nemendafjöldi: 25 eða færri.

Gengið er um grunnsýningu safnsins með áherslu á gripi sem tengjast íslenskri bókmenntasögu frá upphafi Íslandsbyggðar til nútímans. 

Lesa meira

Stakkur eftir vexti: Tíska og textílar
  • Þjóðminjasafnið á Suðurgötu. Lengd: 45-60 mín. Æskilegur nemendafjöldi: 25 eða færri.

Víða á grunnsýningu safnsins má sjá muni og myndir sem varpa ljósi á fatnað og tísku fyrri alda. Skoðaðar eru textílleifar, skartgripir, myndir og minningartöflur sem gefa innsýn í efni og útlit fatnaðar fyrri alda. Tískustraumar frá Evrópu höfðu áhrif á fatagerð hér á landi þó sum stílbrigði megi telja séríslensk. Þróun íslenskra kvenbúninga verður sérstaklega höfð að leiðarljósi sé þess óskað. 

Lesa meira

Lífgað upp á hvunndaginn: Listir og handverk fyrri alda
  • Þjóðminjasafnið á Suðurgötu. Lengd: 45-60 mín. Æskilegur nemendafjöldi: 25 eða færri.

Grunnsýning safnsins er rannsökuð með sérstakri áherslu á handverk og listir. Skoðaðir eru kirkjugripir, nytjagripir og listgripir á sýningunni og þeir settir í samhengi með tilliti til samfélagsgerðar hverju sinni. 

Lesa meira

Regnbogaþráðurinn
  • Hinsegin vegvísir - Þjóðminjasafnið á Suðurgötu Lengd: 45-60 mín. Æskilegur nemendafjöldi: 25 eða færri.

Regnbogaþráðurinn er hinsegin vegvísir í gegnum sýninguna Þjóð verður til - menning og samfélag í 1200 ár. Í honum er fjallað um hinsegin sögu á Íslandi. Með hugtakinu hinsegin er átt við kyn og kynverund sem samræmist ekki hefðum og venjum hvers tíma, þar á meðal fólk sem í dag væri kallað trans, intersex, kynsegin, samkynhneigt, tví-, pan- eða eikynhneigt.

Þráðurinn var unninn í samvinnu við Samtökin '78.

Lesa meira

Safnaþrennan, námsleið fyrir framhaldsskóla
  • Þjóðminjasafnið á Suðurgötu. Lengd: 45-60 mín. Æskilegur nemendafjöldi: 25 eða færri.

Hvernig er hægt að vekja áhuga ungs fólks á samfélagi, listum og náttúru í gegnum söfn? Hvernig má nýta safnheimsóknir til að hvetja nemendur til sjálfstæðra vinnubragða og túlkunar?

Lesa meira