Framhaldsskólar

Frá rúnaristum til ritvéla: Íslensk bókmenntasaga

  • Þjóðminjasafnið á Suðurgötu

Gengið er um grunnsýningu safnsins með áherslu á gripi sem tengjast íslenskri bókmenntasögu frá upphafi Íslandsbyggðar til nútímans. 

Safnfræðsla fyrir framhaldsskólahópa felur í sér leiðsagnir um grunnsýningu Þjóðminjasafns Íslands Þjóð verður til - menning og samfélag í 1200 ár sem henta mismunandi fögum eða áföngum.

Einnig geta kennarar á framhaldsskólastigi komið með nemendur á eigin vegum á sýningar Þjóðminjasafnsins. Kennarar mega einnig senda nemendur á sýningar á eigin vegum til þess að vinna fyrir fram skilgreind verkefni sem þeir standa skil á gagnvart kennara.

Hægt er að bóka heimsókn framhaldsskóla á bókunarsíðu Þjóðminjasafns Íslands. Nánari upplýsingar: kennsla@thjodminjasafn.is eða hafið samband í síma 5302255 eða 5302254.