Framhaldsskólar

Safnaþrennan, námsleið fyrir framhaldsskóla

  • Þjóðminjasafnið á Suðurgötu. Lengd: 45-60 mín. Æskilegur nemendafjöldi: 25 eða færri.

Hvernig er hægt að vekja áhuga ungs fólks á samfélagi, listum og náttúru í gegnum söfn? Hvernig má nýta safnheimsóknir til að hvetja nemendur til sjálfstæðra vinnubragða og túlkunar?

Smellið hér til að bóka heimsókn

Um er að ræða námsleið fyrir framhaldsskóla sem teygir sig yfir nokkrar vikur/kennslustundir með þátttöku safnkennara höfuðsafnanna þriggja; Listasafns Íslands, Þjóðminjasafna Íslands og Náttúruminjasafna Íslands. Söfnin eru heimsótt og safnkennarar koma einnig í tíma í skólann.

Söfnin þrjú taka saman höndum í menningarlæsisverkefni fyrir framhaldsskóla. Það snýst um að skoða okkur sjálf og það samfélag sem við byggjum út frá þáttum sem móta okkur þar sem við skoðum samfélagið, listir og náttúru. Unnið er með þverfaglegt nám þar sem höfuðsöfnin sameina sinn safnkost, sýningar og þekkingu sem veitir nemendum tækifæri til þess að dýpka og efla menningar- og náttúrulæsi sitt. Sé áhugi fyrir þessu námskeiði, vinsamlegast leggið inn bókun og við munum í kjölfarið senda námsáætlun og nánari upplýsingar.

Vinsamlega bókið á bókunarsíðu safnsins.

Sjá nánar frétt á heimasíðu safnsins.