
Baðstofulíf
Heimsóknin hentar vel nemendum á yngsta stigi. Lögð er sérstök áhersla á daglegt líf á sveitaheimilum á Íslandi fram á 20. öld, svo sem matseld, tóvinnu og leik. Nemendur fá að handfjatla eftirgerðir gripa til að setja sig í spor heimilisfólks torfbæja við leik og störf. Baðstofa er skoðuð og vöngum velt yfir því hvernig lífið hafi verið áður fyrr.
Lesa meira
Safngripir í aldanna rás
Þessi heimsókn hentar einkum nemendum á yngsta stigi. Á grunnsýningu Þjóðminjasafnsins, Þjóð verður til, er sagan sögð í tímaröð og gegnir tíminn miklu hlutverki í heimsókninni. Grunnsýning safnsins spannar 1200 ár, frá landnámi til síðustu aldamóta, og kynnast nemendur sýningunni enda á milli.
Lesa meira
Í spor landnámsfólksins, Saga úr jörðu
Þessi heimsókn hentar einkum miðstigi en hægt er að aðlaga hana öllum aldurshópum. Í heimsókninni er fjallað um landnámstímann og fornleifar frá fyrstu öldum byggðar á Íslandi skoðaðar. Yfirstandandi sýning í Bogasal, Saga úr jörðu , fjallar um fornleifarannsóknir á Hofstöðum í Mývatnssveit og skiptist tíminn á milli grunnsýningar safnsins og sýningarinnar í Bogasal. Heimsóknin samanstendur af spjalli og fróðleik, skoðun gripa í sýningarskápum auk snertigripa sem má handleika og tækifæri til að kynnast tækjum og aðferðum fornleifafræðinnar.
Lesa meira
Trúarbrögð og siðaskipti
Þessi heimsókn hentar vel nemendum á miðstigi og unglingastigi. Þjóðminjasafnið varðveitir marga gripi sem tengjast trúarlífi Íslendinga fyrr á öldum. Í heimsókninni er farið yfir trúarsiði Íslendinga frá landnámi og fram yfir siðaskipti.
Lesa meira
Almenn leiðsögn um grunnsýningu Þjóðminjasafnsins, Þjóð verður til
Almenn leiðsögn um grunnsýningu Þjóðminjasafnsins, Þjóð verður til – menning og samfélag í 1200 ár, er ávallt í boði fyrir alla aldurshópa.
Lesa meira
Regnbogaþráðurinn, hinsegin vegvísir um grunnsýningu Þjóðminjasafnsins
Þessi heimsókn hentar einkum nemendum í 10. bekk. Regnbogaþráðurinn er hinsegin vegvísir í gegnum sýninguna Þjóð verður til - menning og samfélag í 1200 ár. Í honum er fjallað um hinsegin sögu á Íslandi. Með hugtakinu hinsegin er átt við kyn og kynverund sem samræmist ekki hefðum og venjum hvers tíma, þar á meðal fólk sem í dag væri kallað trans, intersex, kynsegin, samkynhneigt, tví-, pan- eða eikynhneigt.
Lesa meira
Tæknibreytingar á 20. öld, lífsstíll og stríðsár
Þessi heimsókn hentar vel fyrir nemendur í unglingadeild. Í heimsókninni er fjallað um tæknibreytingar í aldanna rás, með áherslu á þær miklu breytingar sem urðu á 20. öld. Fjallað er um tæknibreytingar út frá sýningargripum sem gefa innsýn í hvernig verkin voru unnin áður fyrr. Aðferðin er borin saman við það hvernig verkið er leyst af hendi í dag. Ljósmyndir frá 20. öld eru sýndar nemendunum á skjá í fyrirlestrasal. Þróun í samgöngum, fjarskiptum og húsagerð er til umfjöllunar ásamt aukinni sérhæfingu starfa og þróun verslunar og neyslumenningar. Áhrif þróunarinnar á lífsstíl og dægurmenningu eru rædd og það hvernig samspil margra þátta, þ. m. t. hersetunnar, gerir öldina ólíka fyrri öldum.
Lesa meira