Frístundahópar
  • Þjóðminjasafn Íslands

Frístundahópar eru velkomnir í Þjóðminjasafnið. Ætlast er til að leiðbeinendur stýri heimsókninni og nýti ratleiki, safnabingó og aðstöðu í Stofu með börnunum.

Lesa meira

Baðstofulíf
  • 2021 - 2022 Þjóðminjasafnið á Suðurgötu

Efnið hentar vel öllum árgöngum á yngsta stigi. Lögð er áhersla á að heimsóknin sé uppgötvunarleiðangur fyrir börnin. Þau eru hvött til að spyrja spurninga og tjá sig um hvernig þau tengja við sýningargripi.

Lesa meira

Safngripir í aldanna rás
  • 2021 - 2022 Þjóðminjasafnið á Suðurgötu

Heimsóknin hentar öllum árgöngum á yngsta stigi en þó helst 3. og 4. bekk. Lögð er áhersla á að heimsóknin sé uppgötvunarleiðangur fyrir börnin. Þau eru hvött til að spyrja spurninga og tjá sig um hvernig þau tengja við sýningargripi.

Lesa meira

Í spor landnámsfólksins, Saga úr jörðu
  • 2021 - 2022 Þjóðminjasafnið á Suðurgötu

Dagskráin er einkum ætluð börnum á miðstigi en hana er hægt að aðlaga öllum aldurshópum. Í heimsókninni er fjallað um landnámstímann og fornleifar frá fyrstu öldum byggðar á Íslandi skoðaðar. Skiptist heimsóknin á milli grunnsýningar safnsins og sýningarinnar Saga úr jörðu í Bogasal sem fjallar um fornleifarannsóknir á Hofstöðum í Mývatnssveit. Heimsóknin samanstendur af spjalli og fróðleik, skoðun gripa í sýningarskápum auk snertigripa sem má handleika og tækifæri til að kynnast tækjum og aðferðum fornleifafræðinnar.

Lesa meira

Ritöld og prentöld
  • 12.9.2020 - 14.6. 2022 Myndasalur - Þjóðminjasafnið á Suðurgötu

Heimsóknin miðar að fræðslu sem tengist upphafi ritaldar á þjóðveldisöld, sagnaritun og þróun bókagerðar fram yfir siðskipti þegar prentiðnin er innleidd á Íslandi. Heimsóknin er samspil fræðslu safnkennara, samtali og sjálfstæðri athugun nemenda á sýningunni. Lögð er áhersla á að nemendur sæki sér þekkingu í sýningunni, í margmiðlunarefni, sýningargripi, texta og hljóðstöðvar.

Lesa meira

Trúarbrögð og siðaskipti
  • 2021 - 2022 Þjóðminjasafnið á Suðurgötu

Dagskráin er einkum ætluð nemendum á miðstigi en hana er hægt að aðlaga öðrum aldurshópum. Í heimsókninni er farið yfir trúarsiði Íslendinga frá landnámi og fram yfir siðaskipti.

Lesa meira
Meira vinnur vit en strit

Tæknibreytingar á 20. öld, lífsstíll og stríðsár
  • 2021 - 2022 Þjóðminjasafnið á Suðurgötu

Dagskráin er einkum ætluð nemendum á unglingastigi en hana er hægt að aðlaga öllum aldurshópum. Í heimsókninni er fjallað um tæknibreytingar í aldanna rás, með áherslu á þær miklu breytingar sem urðu á 20. öld. Auk kynningar safnkennara er nemendum gefið tækifæri til sjálfstæðrar könnunar. Þannig gefst nemendum kostur á að handfjatla ýmsa 20. aldar muni í snertisafni safnfræðslunnar, leysa stutt verkefni í litlum hópi og skoða grunnsýningu safnsins á eigin vegum í lokin.

Lesa meira

Almenn leiðsögn um grunnsýningu Þjóðminjasafnsins, Þjóð verður til

Almenn leiðsögn um grunnsýningu Þjóðminjasafnsins, Þjóð verður til – menning og samfélag í 1200 ár, er ávallt í boði fyrir alla aldurshópa. 

Lesa meira

Regnbogaþráðurinn, hinsegin vegvísir um grunnsýningu Þjóðminjasafnsins
  • 2021 - 2022 Þjóðminjasafnið á Suðurgötu

Regnbogaþráðurinn er hinsegin vegvísir í gegnum sýninguna Þjóð verður til - menning og samfélag í 1200 ár. Í honum er fjallað um hinsegin sögu á Íslandi. Með hugtakinu hinsegin er átt við kyn og kynverund sem samræmist ekki hefðum og venjum hvers tíma, þar á meðal fólk sem í dag væri kallað trans, intersex, kynsegin, samkynhneigt, tví-, pan- eða eikynhneigt.

Lesa meira