Meira vinnur vit en strit

Unglingastig: Tæknibreytingar á 20. öld, lífsstíll og stríðsár

Dagskráin er einkum ætluð nemendum á unglingastigi en hana er hægt að aðlaga öllum aldurshópum. Í heimsókninni er fjallað um tæknibreytingar í aldanna rás, með áherslu á þær miklu breytingar sem urðu á 20. öld. Auk kynningar safnkennara er nemendum gefið tækifæri til sjálfstæðrar könnunar. Þannig gefst nemendum kostur á að handfjatla ýmsa 20. aldar muni í snertisafni safnfræðslunnar, leysa stutt verkefni í litlum hópi og skoða grunnsýningu safnsins á eigin vegum í lokin.

Lesa meira

Miðstig: Með verkum handanna - ritun og refilsaumur

Fjallað er um handverk miðalda, á tímum Snorra Sturlusonar og Ingunnar lærðu. Heimsóknin hentar helst nemendum á miðstigi sem eru farin að lesa um miðaldir, einkum nemendum í 6. bekk.

Lesa meira

Miðstig: Í spor landnámsfólksins

Dagskráin er einkum ætluð börnum á miðstigi en hana er hægt að aðlaga öllum aldurshópum. Í heimsókninni er fjallað um landnámstímann og fornleifar frá fyrstu öldum byggðar á Íslandi skoðaðar. Heimsóknin samanstendur af spjalli og fróðleik og skoðun gripa í sýningarskápum auk snertigripa sem má handleika.

Lesa meira

Miðstig: Trúarbrögð og siðaskipti

Dagskráin er einkum ætluð nemendum á miðstigi en hana er hægt að aðlaga öðrum aldurshópum. Í heimsókninni er farið yfir trúarsiði Íslendinga frá landnámi og fram yfir siðaskipti.

Lesa meira

Allir aldurshópar: Almenn leiðsögn um grunnsýningu Þjóðminjasafnsins, Þjóð verður til

Almenn leiðsögn um grunnsýningu Þjóðminjasafnsins, Þjóð verður til – menning og samfélag í 1200 ár, er ávallt í boði fyrir alla aldurshópa. 

Lesa meira
Thjodminjasafnid-kynning-AtonJL-Elma-22-

Allir aldurshópar: Séróskir

Hvað er bekkurinn að fást við? Gæti heimsókn í Þjóðminjasafnið bætt einhverju skemmtilegu og nýju við viðfangsefnið? 

Lesa meira

Yngsta stig: Baðstofulíf

Efnið hentar vel öllum árgöngum á yngsta stigi. Lögð er áhersla á að heimsóknin sé uppgötvunarleiðangur fyrir börnin. Þau eru hvött til að spyrja spurninga og tjá sig um hvernig þau tengja við sýningargripi.

Lesa meira

Yngsta stig: Þjóðsögur

Heimsóknin hentar öllum árgöngum á yngsta stigi. Lögð er áhersla á að heimsóknin sé uppgötvunarleiðangur fyrir börnin. Þau eru hvött til að spyrja spurninga og tjá sig um hvernig þau tengja við sýningargripi og sögur.

Lesa meira

Yngsta stig: Valþjófsstaðahurðin, með teiknismiðju

Skemmtileg leiðsögn fyrir yngsta stig grunnskóla

Lesa meira

Yngsta stig: Skynfærin virkjuð
  • 2023-2024

Hvernig var tíminn mældur í gamla daga? Og af hverju gekk fólk með ilmandi hálsmen? Hvernig léku börnin sér? Og getum við snert gjósku sem lagði heilan dal í eyði?
Heimsókn hentar börnum á yngsta stigi.

Lesa meira

Frístundahópar
  • Þjóðminjasafn Íslands

Frístundahópar eru velkomnir í Þjóðminjasafnið. Ætlast er til að leiðbeinendur stýri heimsókninni og nýti ratleiki, safnabingó og aðstöðu í Stofu með börnunum.

Lesa meira

Hugmyndahatturinn

Söfn eru spennandi og skapandi námsvettvangur fyrir nemendur grunnskóla. Möguleikarnir á námi í samstarfi við safn eru margir og útkoman oft sérstaklega gefandi fyrir nemendur. 

Lesa meira

Unglingastig: Regnbogaþráðurinn, hinsegin vegvísir um grunnsýningu Þjóðminjasafnsins

Regnbogaþráðurinn er hinsegin vegvísir í gegnum sýninguna Þjóð verður til - menning og samfélag í 1200 ár. Í honum er fjallað um hinsegin sögu á Íslandi. Með hugtakinu hinsegin er átt við kyn og kynverund sem samræmist ekki hefðum og venjum hvers tíma, þar á meðal fólk sem í dag væri kallað trans, intersex, kynsegin, samkynhneigt, tví-, pan- eða eikynhneigt.

Lesa meira

Fræðslupakkar
  • veflægt efni fyrir grunnskóla

Safnfræðsla Þjóðminjasafns Íslands býður kennurum í grunnskólum veflæga fræðslupakka um ólík þemu gamla bændasamfélagsins. Fræðslupakkarnir innihalda myndbönd safnkennara ásamt ítarefni svo sem heimildamyndir, vefsýningar, vefsíður og rit. Öllu er pakkað inn í kennsluáætlun með hugmyndum að verkefnum sem vinna má með nemendum út frá efninu.

Lesa meira