Grunnskólar

Frístundahópar

  • Þjóðminjasafn Íslands

Á eigin vegum

Frístundahópar eru velkomnir í Þjóðminjasafnið. Ætlast er til að leiðbeinendur stýri heimsókninni og nýti ratleiki, safnabingó og aðstöðu í Stofu með börnunum.

Þar sem leiðbeinendur stjórna heimsókninni sjálf er kjörið að nýta safnabingó og ratleiki og frjálsan leik í Stofu ásamt búningamátun. Njóta má sýningarinnar á fjölbreyttan hátt, svo sem að skoða margmiðlunarmyndbönd á skjáum, hlusta á leikræna frásögn í heyrnartólum, opna skúffur og skoða dýrgripi sem þola ekki ljós, auk allra gripanna í skápum og borðum og stöplum. Til að hita hópinn upp má skoða myndbönd og annað efni á þessari slóð: Gullakista safnfræðslunnar.

Bókun frístundahópa í Þjóðminjasafn Íslands fer fram í gegn um bókunarsíðu safnsins.

Rúnaratleikur