Grunnskólar

Hugmyndahatturinn - handbók fyrir grunnskólakennara

Skapandi samstarf við söfn. Handbók fyrir grunnskólakennara

Söfn eru spennandi og skapandi námsvettvangur fyrir nemendur grunnskóla. Möguleikarnir á námi í samstarfi við safn eru margir og útkoman oft sérstaklega gefandi fyrir nemendur. 

Safnkennari Þjóðminjasafnsins hefur safnað saman í handbókina Hugmyndahattinn nokkrum reynslusögum af skapandi samstarfi milli safns og grunnskólakennara um land allt. Reynslusögurnar geta nýst sem útgangspunktur í samtali á milli grunnskólakennara og safnkennara um heppilega útfærslu miðað við námsefnið sem nemendur eru að vinna með. Samtalið er lykilatriði því þannig þróast hugmyndir áfram.

Safnkennarar Þjóðminjasafnsins vona að handbókin hvetji kennara til að líta til safna þegar þematengt nám stendur fyrir dyrum um hvað eina sem tengist mannlífi, listum eða náttúru í landinu.

Sækja handbók.