Unglingastig: Lýðveldið Ísland 80 ára
Í tilefni 80 ára afmælis lýðveldisins er nemendum unglingastigs boðið í heimsókn í Þjóðminjasafnið að skoða sérsýningarnar Þjóð í mynd: Myndefni frá stofnun lýðveldis 1944 og Lögréttutjöldin með safnkennara. Skoðun á grunnsýningu safnsins er fléttað inn í heimsóknina, einkum tímabilinu 1800 - 2000.
Lesa meiraUnglingastig: Þjóð verður til, almenn leiðsögn
Almenn leiðsögn um grunnsýningu Þjóðminjasafnsins, Þjóð verður til – menning og samfélag í 1200 ár, er ávallt í boði fyrir alla aldurshópa.
Lesa meiraUnglingastig: Tæknibreytingar á 20. öld, lífsstíll og stríðsár
Dagskráin er einkum ætluð nemendum á unglingastigi en hana er hægt að aðlaga öllum aldurshópum. Í heimsókninni er fjallað um tæknibreytingar í aldanna rás, með áherslu á þær miklu breytingar sem urðu á 20. öld. Auk kynningar safnkennara er nemendum gefið tækifæri til sjálfstæðrar könnunar. Þannig gefst nemendum kostur á að handfjatla ýmsa 20. aldar muni í snertisafni safnfræðslunnar, leysa stutt verkefni í litlum hópi og skoða grunnsýningu safnsins á eigin vegum í lokin.
Lesa meiraUnglingastig: Regnbogaþráðurinn, hinsegin vegvísir um grunnsýningu Þjóðminjasafnsins
Regnbogaþráðurinn er hinsegin vegvísir í gegnum sýninguna Þjóð verður til - menning og samfélag í 1200 ár. Í honum er fjallað um hinsegin sögu á Íslandi. Með hugtakinu hinsegin er átt við kyn og kynverund sem samræmist ekki hefðum og venjum hvers tíma, þar á meðal fólk sem í dag væri kallað trans, intersex, kynsegin, samkynhneigt, tví-, pan- eða eikynhneigt.
Lesa meiraUnglingastig: Séróskir - við sníðum heimsókn að ykkar þörfum
Hvað er bekkurinn að fást við? Gæti heimsókn í Þjóðminjasafnið bætt einhverju skemmtilegu og nýju við viðfangsefnið?
Safnkennarar geta mótað heimsóknir í samvinnu við kennara og tengt hana flestum viðfangsefnum.
Unglingastig: Verkefnavinna á eigin vegum
Kennarar á unglingastigi eru velkomir með hópinn sinn í heimsókn að vinna að verkefnavinnu án aðstoðar safnkennara.
Lesa meira