Brot úr framtíð
Skoðuð verður sýningin Brot úr framtíð sem byggir á listrannsókn og myndlistarverkefni Þorgerðar Ólafsdóttur.
Lesa meiraYngsta stig: Í spor landnámsfólks
Dagskráin er einkum ætluð börnum á yngsta stigi og miðstigi en hana er hægt að aðlaga öllum aldurshópum. Í heimsókninni er fjallað um landnámstímann og fornleifar frá fyrstu öldum byggðar á Íslandi skoðaðar. Heimsóknin samanstendur af spjalli og fróðleik og skoðun gripa í sýningarskápum auk snertigripa sem má handleika.
Lesa meiraYngsta stig: Baðstofulíf
Efnið hentar vel öllum árgöngum á yngsta stigi. Lögð er áhersla á að heimsóknin sé uppgötvunarleiðangur fyrir börnin. Þau eru hvött til að spyrja spurninga og tjá sig um hvernig þau tengja við sýningargripi.
Lesa meiraYngsta stig: Þjóðsögur
Heimsóknin hentar öllum árgöngum á yngsta stigi. Lögð er áhersla á að heimsóknin sé uppgötvunarleiðangur fyrir börnin. Þau eru hvött til að spyrja spurninga og tjá sig um hvernig þau tengja við sýningargripi og sögur.
Lesa meiraYngsta stig: Valþjófsstaðahurðin, með teiknismiðju
Skemmtileg leiðsögn fyrir yngsta stig grunnskóla.
Sögur Valþjófsstaðahurðarinnar eru margar enda er hún um 800 ára gömul.
Lesa meiraYngsta stig: Skynfærin virkjuð
Hvernig var tíminn mældur í gamla daga? Og af hverju gekk fólk með ilmandi hálsmen? Hvernig léku börnin sér? Og getum við snert gjósku sem lagði heilan dal í eyði?
Heimsókn hentar börnum á yngsta stigi.
Yngsta stig: Séróskir - við sníðum heimsókn að ykkar þörfum
Hvað er bekkurinn að fást við? Gæti heimsókn í Þjóðminjasafnið bætt einhverju skemmtilegu og nýju við viðfangsefnið?
Lesa meira