Háskólar
Þjóðminjasafnið býður upp á kynningu á starfsemi safnsins fyrir þau sem eru að hefja nám á háskólastigi. Einnig má bóka almenna leiðsögn um grunnsýninguna Þjóð verður til eða biðja um sérstakt þema eða efnistök fyrir nemendaheimsókn. Heimsóknir á eigin vegum, án safnkennara, eru ávallt í boði.
Kynningin nýtist einkum nemendahópum úr inngangsnámskeiðum sagnfræði, þjóðfræði, safnafræði, mannfræði, fornleifafræði m. m. Auk kynningar á starfsemi safnsins er nemendum veitt innsýn í þá möguleika sem standa þeim opnir til að nýta þær heimildir sem safnið geymir um sögu, umhverfi og samfélag á Íslandi frá landnámi til okkar tíma.
Kynningin tekur um eina og hálfa klukkustund og felst í kynningu í fyrirlestrasal eða kennslustofu og stuttri leiðsögn um sýningar safnsins.
Hægt er að bóka heimsókn háskólahóps á bókunarsíðu Þjóðminjasafns Íslands eða senda fyrirspurn á netfangið kennsla@thjodminjasafn.is eða hafa samband í síma 5302255.