Húsasafn

Söfn og hús um land allt

Húsasafn Þjóðminjasafns Íslands veitir innsýn í húsakost þjóðarinnar á seinni öldum og þróun húsagerðar á Íslandi. Húsasafnið er kjarni safnkosts Þjóðminjasafns Íslands á landsbyggðinni. Meðal húsa Þjóðminjasafnsins eru allir stærstu og merkustu torfbæir landsins og allar þær torfkirkjur sem eru í upprunalegri gerð. Í Húsasafninu er stærsta safn torfhúsa sem til er.Sviðstjóri húsasafnsins er Guðmundur Lúther Hafsteinsson gudmundur.luther@thjodminjasafn.is Skrifstofa húsasafnsins er á Tjarnarvöllum 11, 220 Hafnafirði.