Húsasafn

Söfn og hús um land allt

  • Skrifstofa húsasafnsins er á Tjarnarvöllum 11, 220 Hafnafirði

Húsasafn Þjóðminjasafns Íslands veitir innsýn í húsakost þjóðarinnar á seinni öldum og þróun húsagerðar. Húsasafnið er kjarni safnkostsins á landsbyggðinni. Meðal húsa safnsins eru allir stærstu og merkustu torfbæir landsins og allar torfkirkjur sem eru í upprunalegri gerð. Í Húsasafninu er stærsta safn torfhúsa sem til er. Sviðsstjóri húsasafnsins er Guðmundur Lúther Hafsteinsson, thjodminjasafn@thjodminjasafn.is. Skrifstofa húsasafnsins er að Tjarnarvöllum 11 í Hafnarfirði.

Þjóðminjasafn Íslands hvetur fólk að fara samferða í söfnin

Um allt land er að finna forvitnileg hús og fjölbreytileg söfn sem hlotið hafa viðurkenningu safnaráðs fyrir faglega starfsemi.
Viltu kíkja í torfbæ? Viltu kanna líf og starf landans gegnum aldirnar? Viltu ganga til bæna í sögulegri kirkju? Eða viltu kynnast öðrum kimum menningararfsins?