Húsasafn
  • Klukknaport

Klukknaportið á Möðruvöllum í Eyjafirði

Klukknaportið á Möðruvöllum er talið reist um 1780. Það er hið eina sinnar tegundar sem varðveist hefur frá svo gamalli tíð en slík port voru algeng við kirkjur fyrr á öldum. Í portinu hanga þrjár klukkur og er sú elsta frá árinu 1769, sú næsta frá 1799 og sú yngsta er frá árinu 1867.

KlukknaportTil er lýsing af klukknaportinu frá árinu 1782 og virðist það hafa varðveist í stórum dráttum í þeirri mynd sinni. Helsti munur á fyrstu gerð og þeirri sem varðveist hefur er sá að upphaflega var á portinu sperruþak en er nú ásaþak og miðsyllur milli hornstafa eru þar ekki lengur. Undir lok 19. aldar var hlaðið að því grjóti í stað torfs. Klukknaportinu hefur verið haldið við með reglubundnum hætti á liðnum öldum og áratugum eftir því sem viðir í því hafa fúnað. Í því hanga þrjár klukkur og er sú elsta frá árinu 1769, sú næsta frá 1799 og sú yngsta er frá árinu 1867. Portið hefur verið í umsjá Þjóðminjasafns Íslands frá árinu 1962 og hafa nokkrar stórar viðgerðir farið fram á því á vegum safnsins síðan.  

Byggingarlýsingu Guðmundar L. Hafsteinssonar er að finna hér.