Húsasafn
  • Krýsuvíkurkirkja endurreist

Krýsuvíkurkirkja

  • Gamla kirkjan brann árið 2010. Endurreist kirkja var vígð árið 2010.

Gamla kirkjan í Krýsuvík varð eldi að bráð aðfaranótt 2. janúar 2010. Kirkjan var endurreist og var smíðin á vegum Iðnskólans í Hafnarfirði, síðar Tækniskólans, og gafst þar tækifæri til að kenna gömul vinnubrögð við timbursmíði. Þjóðminjasafn Íslands kom einnig að þessu verkefni. 

Krýsuvík var fornt höfuðból fyrir sunnan Kleifarvatn, og stóð bærinn upphaflega allmiklu vestar. Bæinn tók af, þegar Ögmundarhraun rann yfir mikið gróðurlendi jarðarinnar, líklega á fyrri hluta 11. aldar. Kirkja mun hafa verið í Krýsuvík á 13. öld. Stórbýli var áfram í Krýsuvík um aldir og undir því voru margar hjáleigur. 

Krýsuvíkurkirkja

Krýsuvíkurkirkja var notuð sem sóknarkirkja allt fram undir 1910. Hún var aflögð 1917 og notuð til íbúðar frá 1929, en síðan aftur breytt í kirkju 1963-64 fyrir tilstuðlan Björns Jóhannessonar fyrrverandi forseta bæjarstjórnar í Hafnarfirði, og færði Hafnarfjarðarbær Þjóðminjasafninu húsið til varðveislu haustið 1964.

KrýsuvíkurkirkjaKrýsuvíkurkirkja var úr timbri og af eldri gerð turnlausra kirkna, reist 1857 af Beinteini Stefánssyni smið. Viðamiklar viðgerðir hófust árið 1986 og hún þá færð til upprunalegrar gerðar. Útveggir voru með tjargaðri listasúð og bárujárn á þaki. Engir gamlir kirkjumunir hafa varðveist og voru kirkjubekkir, altari og prédikunarstóll af nýlegri og einfaldri gerð.Nýja kirkjan

Endurreist Krýsuvíkurkirkja var vígð á hvítasunnudag árið 2022. Kirkjan er nákvæm eftirmynd þeirrar sem brann árið 2010. Kirkjan tekur 40 manns í sæti. Helgihald er í höndum presta Hafnarfjarðarprestakalls.

Krýsuvíkurkirkjan eldri var færð Þjóðminjasafni Íslands til varðveislu árið 1964.