Húsasafn

Reykholtskirkja í Borgarfirði

  • Kirkjan er opin almenningi.

 Reykholtskirkja var reist á árunum 1886-1887 af Ingólfi Guðmundssyni. Í formum kirkjunnar gætir sterkra áhrifa frá Dómkirkjunni í Reykjavík. Kirkjan er opin almenningi.

Guðmundur Helgason prestur í Reykholti átti frumkvæði að kirkjusmíðinni. Kirkjan var vígð 31. júlí 1887 og tók söfnuðurinn við henni árið 1895.

ReykholtskirkjaKirkjan var snemma klædd að utan með bárujárni vegna óþéttleika en síðar eða um miðja 20. öld var úttliti hennar breytt verulega. Þá voru m.a. settir í hana nýir gluggar, bogmyndaðir að ofan. Kirkjan var tekin í vörslu Þjóðminjasafns Íslands árið 2001 og hófust í kjölfarið viðamiklar viðgerðir á henni. Í þeim hefur verið tekið mið af því hvernig hún leit út í upphafi.

Byggingarlýsingu Guðmundar L. Hafsteinssonar er að finna hér.