Barnaleiðsögn í vetrarfríi 27. október

Í tilefni af vetrarfríi í grunnskólum býður Þjóðminjasafn Íslands börnum á yngsta- og miðstigi í heimsókn í safnið að skoða sýningar safnsins með safnkennara.
Gripir safnsins geyma margar sögur. Álfar, riddarar, drekar og vatnaskrímsli koma fyrir í sögunum, en svo er líka spennandi að setja sig í spor fólksins sem notaði munina löngu áður en þeir komu á safnið. Beinagrindurnar á sýningunni geyma einstakar upplýsingar um líf og dauða manneskjanna sem þær tilheyrðu og auka við skilning okkar á lífinu á víkinga öld hér á landi.
Að skoðun lokinni er upplagt að gleyma sér í frjálsum leik í fjölskyldu- og barnarýminu á 1. hæð, fá sér hressingu á kaffihúsinu eða skella sér í safnabingó.
Systkini og fullorðnir velkomin með. Ókeypis fyrir börn en fullorðnir greiða 3.000 kr. og gildir miðinn í ár frá kaupum og þannig hægt að koma aftur og aftur í safnið fyrir eitt gjald.