Hvenær
October 11, 2025
kl. 14
Hvar
Grunnsýning

Forntónlistarhátíðin Kona verður haldin í fjórða sinn í október og að þessu sinni á Þjóðminjasafni Íslands. Að hátíðinni stendur Kammerhópurinn ReykjavíkBarokk, í samstarfi við Þjóðminjasafnið og styrkt af Tónlistarsjóði. Hátíðin samanstendur af þrennum tónleikum og leiðsögnum um grunnsýningu safnsins „Þjóð verður til“. Ólíkir munir og saga verða í brennidepli á hverjum viðburði. Flutt verður tónlist eftir konur sem brutust út úr hefðbundnum hlutverkum síns tíma til þess að sinna list sinni. 

Leiðsögnin hefst í anddyri safnsins kl. 14 og verða tónleikar haldnir á 2. hæð að henni lokinni.

Katrín Jakobsdóttir, fyrrum forsætisráðherra, setur hátíðina.

Gestir greiða einungis hefðbundinn aðgangseyri að safninu á viðburði hátíðarinnar. Aðgangur að safninu er ígildi árskorts og geta gestir því hlýtt á alla viðburði hátíðarinnar fyrir eitt verð. 

Bréf Halldóru og ópera Francescu - árið 1625

Árið 1625 er í brennidepli á þessum tónleikum en það ár mörkuðu tveir frumkvöðlar spor sín í söguna, önnur á Íslandi og hin á Ítalíu. Á tónleikunum verður flutt tónlist úr óperunni La liberazione di Ruggiero frá árinu 1625 eftir ítalska tónskáldið Francescu Caccini (1587-1640). Óperan er ein sú fyrsta sem vitað er að var flutt opinberlega og sú elsta sem varðveist hefur eftir kventónskáld. Aríum, óperukórum og hljóðfæratónlist er fléttað saman við messusöng úr messusöngbók Guðbrands Þorlákssonar biskups, Grallaranum, sem gefinn var út árið 1594 og var því í mikilli notkun á Íslandi þegar Caccini samdi sína óperu á Ítalíu. Í ágúst árið 1625 skrifaði Halldóra (1573-1658), dóttir Guðbrands Þorlákssonar Hólabiskups, Danakonungi bréf sem er elsta bréf eftir íslenska konu sem varðveist hefur. Í bréfinu falaðist Halldóra eftir því að fá staðarforráð á Hólum í veikindum föður síns - og var veitt sú staða hálfu ári síðar. Á 400 ára ártíð þessa örlagaríka árs í lífi þessara kvenna teflum við þeim saman í gegnum tónlistina sem umvafði tilveru þeirra.


Flytjendur:
Kammerhópurinn ReykjavíkBarokk
Ásta Sigríður Arnardóttir, sópran
Lilja Dögg Gunnarsdóttir, alt

Sunnudagur, 12. október kl. 14
Til þín María
- Nánar um viðburð

Sunnudagur, 19. október kl. 14
Frumkvöðlar strengjakvartettsins
- Nánar um viðburð

Fyrirlesturinn:

Youtube-rás safnsins

Dagskrá

Fylgstu með

Skráðu þig á póstlista Þjóðminjasafnsins.

Þegar þú skráir þig á póstlista Þjóðminjasafnsins færðu boð á sýningaropnanir, fréttir af viðburðum og sýningum og tilboð í Safnbúð.

Takk!  Staðfestu skráninguna með því að smella á linkinn sem við vorum að senda þér.
Eitthvað fór úrskeiðis. Reyndu aftur.