Fjölskyldudagskrá
Menningarnótt 2025

Hvenær
August 23, 2025
kl. 10-17
Hvar
Þjóðminjasafnið, úti og inni
Skemmtilegasti dagur ársins!
Á Menningarnótt síðastliðin ár hefur Víkingafélagið Rimmugýgur komið til okkar, sýnt leiki og bardaga miðaldafólks, hannyrðir, matseld og margt fleira! Árið 2025 verður engin undantekning - sannkölluð fjölskyldu- og miðaldastemming á lóð safnsins. Búningar fyrir krakkana og fjör fyrir alla!
Á Menningarnótt verða einnig viðburðir innanhúss, og má þar meðal annars nefna sérfræðileiðsögn með Einari Fali Ingólfssyni um sýninguna Samtal við Sigfús - Í fótspor Sigfúsar Eymundssonar.