Hvenær
April 4, 2025
kl. 13:50
Hvar
Þjóðminjasafnið

Föstudaginn 5. apríl halda nemendur Kvennaskólans í Reykjavík hinn svokallaða peysufatadag hátíðlegan. Kvenskælingar munu heimsækja Þjóðminjasafnið kl. 13.50 og gleðja gesti og gangandi með söng og dansi. 

 

Peysufatadagur Kvennaskólans er ómissandi liður í starfi skólans en þessa hefð má rekja allt til ársins 1921. Þá ákváðu nemendur að koma á peysufötum til skólans til hátíðarbrigða og gera sér dagamun á eftir. Þess ber að geta að á fyrstu áratugum Kvennaskólans, en hann var stofnaður árið 1874,var venjan að nemendur væru í íslenskum búningi í skólanum. Árið 1921 þegar peysufatadeginum var komið á, gengu enn sumar stúlkur í slíkum búningi í skólanum. 

Fyrirlesturinn:

Youtube-rás safnsins

Dagskrá

Fylgstu með

Skráðu þig á póstlista Þjóðminjasafnsins.

Þegar þú skráir þig á póstlista Þjóðminjasafnsins færðu boð á sýningaropnanir, fréttir af viðburðum og sýningum og tilboð í Safnbúð.

Takk!  Staðfestu skráninguna með því að smella á linkinn sem við vorum að senda þér.
Eitthvað fór úrskeiðis. Reyndu aftur.