Leiðsögn
Safnanótt: Falin vitneskja dregin fram í dagsljósið

Hvenær
February 6, 2026
Kl. 18-22
Hvar
Grunnsýning
Hefur þig alltaf langað að vita aðeins meira um söguna á bak við ýmsa gripi fortíðar á grunnsýningu Þjóðminjasafnsins; Þjóð verður til – menning og samfélag í 1200 ár?
Sérfræðingar Þjóðminjasafns Íslands taka vel á móti á gestum, bæði börnum og fullorðnum, á völdum stöðum í safninu og draga ýmsa falda vitneskju fram í dagsljósið.
Enginn aðgangseyrir er á viðburði safnsins á Safnanótt.











