Hvenær
February 6, 2026
Kl. 19-22
Hvar
Grunnsýning

Öldum saman styttu Íslendingar sér stundir við vinnu sína á kvöldin í baðstofunni með ýmis konar skemmtun, afþreyingu og fræðslu. Á meðan heimilisfólk sat á rúmstokknum með verk í hönd tók eitthvert þeirra að sér að kveða, segja sögu eða lesa upp úr gömlum eða nýjum ritum hinum til skemmtunar.

Gestum Þjóðminjasafnsins býðst að hverfa aftur á 19. öld, setjast á bekk með kamba eða snældu í hönd, og upplifa kvöldvöku þar sem félagsfólk Kvæðamannafélagsins Iðunnar sér um afþreyinguna. Dagskráin hefst með kvæðalagaæfingu þar sem ungum sem öldnum verður kennt að kveða nokkar stemmur við vísur sem höfða til barna. Síðan verður dagskráin óslitin og afar fjölbreytt því allan tímann tekur eitt við af öðru, svo sem ýmiss konar kveðskapur, rímur og vísur fluttar af kvæðamönnum og -konum, einnig börnum, sagnaþulur segir sögu, vísur og kvæði lesin upp, langspilsleikur, söngur, lítið hagyrðingamót þar sem þrír hagyrðingar flytja frumsamdar vísur með ákveðnu þema og sagnadans (víkivakadans/hringdans).

Enginn aðgangseyrir er á viðburði safnsins á Safnanótt.

Fyrirlesturinn:

Youtube-rás safnsins

Dagskrá

Fylgstu með

Skráðu þig á póstlista Þjóðminjasafnsins.

Þegar þú skráir þig á póstlista Þjóðminjasafnsins færðu boð á sýningaropnanir, fréttir af viðburðum og sýningum og tilboð í Safnbúð.

Takk!  Staðfestu skráninguna með því að smella á linkinn sem við vorum að senda þér.
Eitthvað fór úrskeiðis. Reyndu aftur.