Hvenær
February 6, 2026
Kl. 18 og 19
Hvar
Tjarnarvellir 11, Hafnarfirði

Á Safnanótt verður tekið á móti gestum í Varðveislu- og rannsóknamiðstöð Þjóðminjasafns Íslands á Tjarnarvöllum í Hafnarfirði. Þar eru þjóðminjar varðveittar við bestu mögulegu aðstæður.

Í geymslum Þjóðminjasafnsins leynast ýmsir fjársjóðir sem fela í sér sögu og menningu landsins. Þær geyma um 500.000 gripi, allt frá beinagrindum, öskum og þjóðbúningum, til farartækja. Aðeins brotabrot af safnmunum ratar á sýningar, og því er þetta einstakt tækifæri til að berja þessa dýrgripi augum.

Miðstöðin er staðsett að Tjarnarvöllum 11 í Hafnarfirði en í húsinu er sérstakt tæknirými sem stýrir raka- og hitastigi í varðveislurýmum hússins. Með því er tryggt að allir gripir séu varðveittir við kjörskilyrði, hvort sem um er að ræða lífræn efni, viðkvæma textíla, jarðfundnar minjar, málmgripi eða aðra gripi.

Í húsinu er einnig aðstaða til rannsókna og almennrar vinnu, bæði fyrir starfsfólk Þjóðminjasafns Íslands og fyrir utanaðkomandi fræðafólk. Á Tjarnarvöllum starfa sérfræðingar munasafns Þjóðminjasafns Íslands, auk þess sem þar er aðstaða fyrir fræði- og vísindafólk, nemendur, kennara og aðra samstarfsaðila.

Sérfræðingar safnsins leiða gesti um varðveislurýmin, kynna safnkostinn og útskýra þær aðstæður sem nauðsynlegar eru til að tryggja góða varðveislu hans.  

Boðið er upp á tvær tímasetningar, kl. 18 og 19. Nauðsynlegt er að skrá sig sig í heimsóknina og tekur hún um 45 mínútur. Athugið að aðeins er tekið við 30 manns í hvora leiðsögn og því ber að skrá sig tímanlega.  

Enginn aðgangseyrir er á viðburði safnsins á Safnanótt.
Skráning fer fram hér: https://forms.gle/hQ56pdKEkMyPY94s9  

Fyrirlesturinn:

Youtube-rás safnsins

Dagskrá

Fylgstu með

Skráðu þig á póstlista Þjóðminjasafnsins.

Þegar þú skráir þig á póstlista Þjóðminjasafnsins færðu boð á sýningaropnanir, fréttir af viðburðum og sýningum og tilboð í Safnbúð.

Takk!  Staðfestu skráninguna með því að smella á linkinn sem við vorum að senda þér.
Eitthvað fór úrskeiðis. Reyndu aftur.