Hvenær
May 4, 2025
kl. 14:00
Hvar
Þjóðminjasafnið Suðurgötu

Sérstök leiðsögn fyrir börn verður um grunnsýningu Þjóðminjasafnsins, Þjóð verður til – menning og samfélag í 1200 ár, sunnudaginn 4. maí, kl. 14. Safnkennari gengur með gestunum um sýninguna sem heimsækja má aftur og aftur enda er hún full af einstökum gripum sem geyma merkar sögur.

Ferðalagið hefst á slóðum landnámsfólksins á 9. öld. Þaðan liggur leiðin gegnum sýninguna og 1200 ára sögu þjóðarinnar fram til nútímans. Staldrað er við ýmsa spennandi muni, meðal annars beinagrindur, 1000 ára gömul sverð og enn eldra skyr! Dularfullur álfapottur verður á vegi okkar og skringileg gríma. Árabáturinn er alltaf vinsæll og hjá gamaldags leikföngum gefst tækifæri til að spreyta sig á að kasta spávölu eða snúa skopparakringlu.

Ókeypis fyrir börn að 18 ára aldri.

Fullorðnir greiða 3.000 kr. aðgangseyri og fá þá árskort sem gildir á alla viðburði og sýningar safnsins í ár frá kaupum.

Fyrirlesturinn:

Youtube-rás safnsins

Dagskrá

Fylgstu með

Skráðu þig á póstlista Þjóðminjasafnsins.

Þegar þú skráir þig á póstlista Þjóðminjasafnsins færðu boð á sýningaropnanir, fréttir af viðburðum og sýningum og tilboð í Safnbúð.

Takk!  Staðfestu skráninguna með því að smella á linkinn sem við vorum að senda þér.
Eitthvað fór úrskeiðis. Reyndu aftur.